Nýtir allan fuglinn 29. nóvember 2012 16:00 Rjúpnaskyttur eru á ferð um þessar mundir. Mikið er í húfi og mikilvægt að koma heim með góða veiði. Að öðrum kosti verður engin rjúpa á borðum á aðfangadagskvöld. Margrét Pétursdóttir er ein þeirra sem fer á rjúpnaveiðar. Margrét ólst upp í Voga- og Heimahverfinu í Reykjavík. Faðir hennar var mikið í veiði og á hún á minningar um að liggja við árbakka og í aftursæti heimilisjeppans í leit að gæs. „Ég fékk svo skotvopnaleyfi rúmlega tvítug og hélt af stað í minn fyrsta rjúpnaleiðangur norður í Búrfellshraun í Mývatnssveit. Ég veiði einnig gæsir og endur en síðustu ár hef ég tekið heiðagæsina fram yfir grágæsina,“ segir Margrét.Lítill tími til stefnu Veiðifélagar Margrétar hafa helst verið fjölskyldumeðlimir; Sigurður Magnússon, barnsfaðir hennar, og svo bróðir hennar Skúli Pétursson. Veiðilendur teljast vera öll svæði sem leyfð eru almenningi og enginn landshluti tekinn fram yfir annan. „Það segir sig sjálft að ef keyra á langar leiðir vill kona helst gefa sér tíma í veiðiferðirnar. En þar sem ég gef kost á mér í forvali Vinstri grænna í Kraganum þessa dagana er tíminn af skornum skammti auk þess sem úthlutaðir veiðidagar eru ekki margir og því eru farnar styttri ferðir. Ég þarf þó ekki að örvænta þar sem jólamaturinn er í höfn.“ Náttúran njóti vafans Spurð um ástand veiðistofna segist Margrét ekki verða vör við miklar breytingar á veiði hvað snertir heiðagæs eða önd en annað gildi með rjúpuna. „Ég held að við veiðimenn getum ekki neitað því að sýna þarf skynsemi í veiðunum og sættast við úthlutun daga og fuglakvóta svo hægt sé að halda áfram veiðum á þessum bragðgóða fugli í framtíðinni. Það að ganga til veiða með hundi og byssuna við öxl er orðinn fastur hluti af minni mataröflun. Lífsskoðun mín er sú að náttúran eigi að njóta vafans, sem er kannski eigingjarnt þar sem ég vil geta haldið þessum lífsstíl út lífið.“Konur sækja í sportið Það eru ekki margar konur sem ég þekki persónulega sem fara til veiða en innan fjölskyldunnar er ein önnur veiðikona. Þær eru þó orðnar fjölmargar sem sótt hafa námskeið og enn bætist við. Veiðar eru konum ekkert meira mál en körlum. Ökutækin koma fólki nánast ofan á bráðina og fatnaður og öryggistæki með afbrigðum góð.“Einn veiðifélaginn er með fjóra fætur og skott Ástæður þess að Margrét fékk sér veiðitíkina Teistu var sú að hún gat ómögulega hugsað sér að missa frá sér særða fugla sem hún gæti ekki náð og aflífað. „Þegar veitt er við straumvötn er til dæmis nauðsynlegt að hafa góðan hund sem veiðifélaga. Eitt sinn, á heiðagæs upp við Þjórsá, misstum við Sigurður fugl í ána og sendum tíkina út í. Hún náði ekki inn fyrir strauminn og fór af stað niður ána en kom sér ekki út úr iðunni. Ég hljóp á eftir til að fylgjast með henni en gafst upp. Biðin var óþægileg og eftir 15-20 mínútur var ég orðin viss um að hafa tapað félaga mínum í fossinn Dynk. Nokkrum mínútum síðar heyrðist utan úr rökkrinu más og hvæs og kom þar tíkin lallandi örmagna með gæsina þó enn í kjaftinum. Síðan þá hefur mottóið verið „engin veiði án hunds“ enda seiglan í þessum fjórfættu félögum alveg ótrúleg.“Rjúpan helsti jólamaturinn Aðfangadagur er stóri rjúpudagurinn og góðar hefðir sem fylgja oft þeim degi sem þó eru ekki alveg heilagar. „Ég hef alveg haft annan mat og verið að heiman á þessum degi. Rjúpan er samt alltaf þessi sérstaki jólamatur sem efstur er í huga þegar kalla á fram hefðir jólanna. Þegar móðir mín er hjá mér önnur hver jól er hin klassíska spekkaða rjúpa á borðum og svo nokkrar steiktar bringur með. Uppáhald dætra minna er samt rjúpuhjörtu sem eru þá annaðhvort steikt með salti og pipar eða jafnvel marineruð. Þannig eru þau einstaklega góð sem millibiti á meðan beðið er rétta eða sem pinnasmakk í villibráðarpartíið. Það er góð regla að nýta vel bráðina. Það má nota hana í matseld og fjaðrirnar í fluguhnýtingar.“ Jólafréttir Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Gyðingakökur Jól Skýtur allt sem leyfilegt er að skjóta Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Mömmukökur bestar Jólin Gilsbakkaþula Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Ljóðið um aðventukertin fjögur Jólin
Rjúpnaskyttur eru á ferð um þessar mundir. Mikið er í húfi og mikilvægt að koma heim með góða veiði. Að öðrum kosti verður engin rjúpa á borðum á aðfangadagskvöld. Margrét Pétursdóttir er ein þeirra sem fer á rjúpnaveiðar. Margrét ólst upp í Voga- og Heimahverfinu í Reykjavík. Faðir hennar var mikið í veiði og á hún á minningar um að liggja við árbakka og í aftursæti heimilisjeppans í leit að gæs. „Ég fékk svo skotvopnaleyfi rúmlega tvítug og hélt af stað í minn fyrsta rjúpnaleiðangur norður í Búrfellshraun í Mývatnssveit. Ég veiði einnig gæsir og endur en síðustu ár hef ég tekið heiðagæsina fram yfir grágæsina,“ segir Margrét.Lítill tími til stefnu Veiðifélagar Margrétar hafa helst verið fjölskyldumeðlimir; Sigurður Magnússon, barnsfaðir hennar, og svo bróðir hennar Skúli Pétursson. Veiðilendur teljast vera öll svæði sem leyfð eru almenningi og enginn landshluti tekinn fram yfir annan. „Það segir sig sjálft að ef keyra á langar leiðir vill kona helst gefa sér tíma í veiðiferðirnar. En þar sem ég gef kost á mér í forvali Vinstri grænna í Kraganum þessa dagana er tíminn af skornum skammti auk þess sem úthlutaðir veiðidagar eru ekki margir og því eru farnar styttri ferðir. Ég þarf þó ekki að örvænta þar sem jólamaturinn er í höfn.“ Náttúran njóti vafans Spurð um ástand veiðistofna segist Margrét ekki verða vör við miklar breytingar á veiði hvað snertir heiðagæs eða önd en annað gildi með rjúpuna. „Ég held að við veiðimenn getum ekki neitað því að sýna þarf skynsemi í veiðunum og sættast við úthlutun daga og fuglakvóta svo hægt sé að halda áfram veiðum á þessum bragðgóða fugli í framtíðinni. Það að ganga til veiða með hundi og byssuna við öxl er orðinn fastur hluti af minni mataröflun. Lífsskoðun mín er sú að náttúran eigi að njóta vafans, sem er kannski eigingjarnt þar sem ég vil geta haldið þessum lífsstíl út lífið.“Konur sækja í sportið Það eru ekki margar konur sem ég þekki persónulega sem fara til veiða en innan fjölskyldunnar er ein önnur veiðikona. Þær eru þó orðnar fjölmargar sem sótt hafa námskeið og enn bætist við. Veiðar eru konum ekkert meira mál en körlum. Ökutækin koma fólki nánast ofan á bráðina og fatnaður og öryggistæki með afbrigðum góð.“Einn veiðifélaginn er með fjóra fætur og skott Ástæður þess að Margrét fékk sér veiðitíkina Teistu var sú að hún gat ómögulega hugsað sér að missa frá sér særða fugla sem hún gæti ekki náð og aflífað. „Þegar veitt er við straumvötn er til dæmis nauðsynlegt að hafa góðan hund sem veiðifélaga. Eitt sinn, á heiðagæs upp við Þjórsá, misstum við Sigurður fugl í ána og sendum tíkina út í. Hún náði ekki inn fyrir strauminn og fór af stað niður ána en kom sér ekki út úr iðunni. Ég hljóp á eftir til að fylgjast með henni en gafst upp. Biðin var óþægileg og eftir 15-20 mínútur var ég orðin viss um að hafa tapað félaga mínum í fossinn Dynk. Nokkrum mínútum síðar heyrðist utan úr rökkrinu más og hvæs og kom þar tíkin lallandi örmagna með gæsina þó enn í kjaftinum. Síðan þá hefur mottóið verið „engin veiði án hunds“ enda seiglan í þessum fjórfættu félögum alveg ótrúleg.“Rjúpan helsti jólamaturinn Aðfangadagur er stóri rjúpudagurinn og góðar hefðir sem fylgja oft þeim degi sem þó eru ekki alveg heilagar. „Ég hef alveg haft annan mat og verið að heiman á þessum degi. Rjúpan er samt alltaf þessi sérstaki jólamatur sem efstur er í huga þegar kalla á fram hefðir jólanna. Þegar móðir mín er hjá mér önnur hver jól er hin klassíska spekkaða rjúpa á borðum og svo nokkrar steiktar bringur með. Uppáhald dætra minna er samt rjúpuhjörtu sem eru þá annaðhvort steikt með salti og pipar eða jafnvel marineruð. Þannig eru þau einstaklega góð sem millibiti á meðan beðið er rétta eða sem pinnasmakk í villibráðarpartíið. Það er góð regla að nýta vel bráðina. Það má nota hana í matseld og fjaðrirnar í fluguhnýtingar.“
Jólafréttir Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Gyðingakökur Jól Skýtur allt sem leyfilegt er að skjóta Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Mömmukökur bestar Jólin Gilsbakkaþula Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Ljóðið um aðventukertin fjögur Jólin