Endalok kvöldvökunnar 1. desember 2012 21:30 Þegar minnst er á kvöldvökur nú til dags þá dettur flestum í hug skipulögð kvöldskemmtun barna eða unglinga, gjarnan í grunnskólum eða sumarbúðum, þar sem skemmtiatriði eru flutt, draugasögur sagðar og farið í leiki. Nútímakvöldvakan felst yfirleitt í því að snæða snakk, svolgra í sig svaladrykkjum og skemmta sér fram yfir háttatíma ásamt öðrum börnum undir leiðsögn og vökulum augum kennara eða gæslumanna. Nákvæm dagskrá er samin, öll atriði æfð og að lokum er tímasetning valin gaumgæfilega og kynnt með löngum fyrirvara svo kvöldvakan stangist ekki á við aðrar skemmtanir eða vinsælasta sjónvarpsefnið. Óhætt er að segja að hugtakið kvöldvaka hafi breytt allverulega um svip á innan við einum mannsaldri, en kvöldvökur allólíkar áðurnefndum skemmtunum voru fastur liður á flestum heimilum áður fyrr og héldust sums staðar fram á síðustu öld. Kvöldvökur voru vissulega ekki leiðindatími, en þær voru fyrst og fremst vinnutími. Fyrir tíma raflýsingar kallaðist það kvöldvaka þegar fólk kom saman og vakti við kertaljós eða olíulampa í myrkrinu og sinnti mikilvægum heimilisstörfum, á þeim árstíma þegar dagsljósið nægði ekki til að komast yfir öll verk. Hófust þegar dagin tók að styttaÍ meira en hálfa öld hefur þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands sent út spurningalista um ýmis málefni og árið 1962 var óskað eftir upplýsingum um kvöldvökur og hvernig þær fóru fram. Í svörunum kennir ýmissa grasa og má þar finna nokkuð ítarlegar lýsingar á heimilishefð sem var afar útbreidd á sveitabæjum og hafði tíðkast um aldir áður en hún lagðist af í byrjun 20. aldar. Í frásögnum svarenda sem oftast minnast kvöldvakanna frá því þeir voru börn að aldri, má skyggnast inn í heim sem er bæði forn og frumstæður, en jafnframt svo nálægt í tíma að sé litið aftur má næstum teygja sig í hann og snerta. Hefðbundnar kvöldvökur hófust yfirleitt að haustinu þegar daginn tók að stytta þannig að kveikja þurfti vinnuljós á kvöldin og var þá gjarnan talað um að setjast að eða að kveikja. Eftir að sláturtíð lauk á haustin tók ullarvinnan við og sat þá fólk inni og kembdi ull, spann, óf vaðmál og prjónaði föt, en verkefnin voru bæði mörg og tímafrek. Vökunum lauk svo á vorin þegar daginn tók aftur að lengja. Þær vinnustundir sem bættust við sólarhringinn með kvöldvökunum voru dýrmætar á sveitaheimilunum, en þær voru ekki síður mikilvægar samverustundir heimilisfólksins þar sem allir komu saman í baðstofunni, hjálpuðust að við ýmis störf og skemmtu sér við lestur og leiki. Hinar árstíðabundnu vökur í vetrarmyrkrinu höfðu því einnig það hlutverk að létta fólki lundina yfir dimmustu mánuðina. Vinna og skemmtun í rökkrinuÁ kvöldvökunum höfðu allir sín verk að vinna og börn höfðu ekki síður hlutverki að gegna en þeir fullorðnu. Í harðri lífsbaráttu skipti máli að börnum væri snemma kennt að vinna og börn niður í fimm til sex ára aldur voru vanin við vinnu, yfirleitt létta ullarvinnu og prjónaskap til að byrja með. Smátt og smátt breyttust verkin og jukust með aldri barnanna og fólst í þeim sú þjálfun og lærdómur sem nauðsynlegur var til að þau gætu tekið við búrekstrinum einhvern daginn. Enginn vinnukraftur mátti vera ónotaður, fjölbreytt verkleg kunnátta var álitin lífsskilyrði og börnum því fyrir bestu að venjast sem fyrst að taka þátt í flestum eða öllum störfum sem unnin voru á heimilinu eftir því sem kraftar þeirra leyfðu. Árangurinn var sá að um fermingu voru flest börn fær til allrar vinnu sem á heimilinu var unnin. Þrátt fyrir að nokkur kynjaskipting væri á störfum þá lærðu stúlkur yfirleitt líka karlastörf og drengir kvennastörf og voru prjónaskapur og vefnaður til dæmis ekki síður karlmannsverk. Enda hefði varla gengið að reka heimili þar sem hætta var á að fólki félli einfalt verk úr hendi vegna kunnáttuleysis. Auk þjálfunar í bústörfum var börnum einnig kennt að lesa og skrifa heima við og á vetrum fór sú fræðsla fram á kvöldvökunum. Yfirleitt hófst kennslan um 5-7 ára aldur og voru allt fram á síðustu öld til dæmi þess að börn hefðu alla sína fræðslu frá foreldrum og hefðu aldrei sótt formlega kennslu í skóla. Húslestur var fastur liður á mörgum heimilum og voru þá lesnar upp skáldsögur, fornsögur, lesin blöð og sagðar þjóðsögur, en kvöldvökur voru víða einu tækifæri fólks til að komast í snertingu við bókmenntir. Einnig voru oft kveðnar rímur eða kveðist á. Á kvöldvökunum lifði menningararfurinn þegar þjóðsögurnar sem gengu frá manni til manns voru fluttar og lærðar af næstu kynslóð. Góðir sögumenn færðu sögurnar í lifandi búning og kenndu ekki bara texta sagnanna heldur einnig frásagnartæknina. Sú menning sem baðstofan geymdi og lifnaði við í vetrarmyrkrinu varðveitti ekki aðeins munnlegan arf fortíðar, hún fóstraði einnig þá sköpunargáfu sem braust síðar út í bókmenntaverkum og er enn eitt af höfuðeinkennum þjóðarinnar. Endalok kvöldvökunnarEftir því sem þéttbýlið óx á kostnað sveitanna, fólki fækkaði á bæjum og vinnuálag minnkaði hætti að vera þörf fyrir kvöldvökur. Þær lögðust smám saman af með baðstofulífinu og gamla sveitasamfélaginu. Framfarir og aukin velmegun minnkuðu þörfina fyrir kvöldvinnu, og útvarp og síðar sjónvarp tóku við sem skemmtiefni. Stærri og betri húsakynni urðu til þess að fólk fjarlægðist hvert annað inni á heimilunum og smám saman hvarf sú kynslóð sem ólst upp í baðstofum. Þó gamla kvöldvakan hafi lagst af vegna framfara og fæstir vildu vera án þeirra nútímaþæginda sem hafa komið í staðinn þá er ljóst að vökurnar voru gæðastundir þar sem fólk kom saman, lærði, lék og skemmti hvert öðru um leið og það hjálpaðist að við heimilisverkin. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þegar minnst er á kvöldvökur nú til dags þá dettur flestum í hug skipulögð kvöldskemmtun barna eða unglinga, gjarnan í grunnskólum eða sumarbúðum, þar sem skemmtiatriði eru flutt, draugasögur sagðar og farið í leiki. Nútímakvöldvakan felst yfirleitt í því að snæða snakk, svolgra í sig svaladrykkjum og skemmta sér fram yfir háttatíma ásamt öðrum börnum undir leiðsögn og vökulum augum kennara eða gæslumanna. Nákvæm dagskrá er samin, öll atriði æfð og að lokum er tímasetning valin gaumgæfilega og kynnt með löngum fyrirvara svo kvöldvakan stangist ekki á við aðrar skemmtanir eða vinsælasta sjónvarpsefnið. Óhætt er að segja að hugtakið kvöldvaka hafi breytt allverulega um svip á innan við einum mannsaldri, en kvöldvökur allólíkar áðurnefndum skemmtunum voru fastur liður á flestum heimilum áður fyrr og héldust sums staðar fram á síðustu öld. Kvöldvökur voru vissulega ekki leiðindatími, en þær voru fyrst og fremst vinnutími. Fyrir tíma raflýsingar kallaðist það kvöldvaka þegar fólk kom saman og vakti við kertaljós eða olíulampa í myrkrinu og sinnti mikilvægum heimilisstörfum, á þeim árstíma þegar dagsljósið nægði ekki til að komast yfir öll verk. Hófust þegar dagin tók að styttaÍ meira en hálfa öld hefur þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands sent út spurningalista um ýmis málefni og árið 1962 var óskað eftir upplýsingum um kvöldvökur og hvernig þær fóru fram. Í svörunum kennir ýmissa grasa og má þar finna nokkuð ítarlegar lýsingar á heimilishefð sem var afar útbreidd á sveitabæjum og hafði tíðkast um aldir áður en hún lagðist af í byrjun 20. aldar. Í frásögnum svarenda sem oftast minnast kvöldvakanna frá því þeir voru börn að aldri, má skyggnast inn í heim sem er bæði forn og frumstæður, en jafnframt svo nálægt í tíma að sé litið aftur má næstum teygja sig í hann og snerta. Hefðbundnar kvöldvökur hófust yfirleitt að haustinu þegar daginn tók að stytta þannig að kveikja þurfti vinnuljós á kvöldin og var þá gjarnan talað um að setjast að eða að kveikja. Eftir að sláturtíð lauk á haustin tók ullarvinnan við og sat þá fólk inni og kembdi ull, spann, óf vaðmál og prjónaði föt, en verkefnin voru bæði mörg og tímafrek. Vökunum lauk svo á vorin þegar daginn tók aftur að lengja. Þær vinnustundir sem bættust við sólarhringinn með kvöldvökunum voru dýrmætar á sveitaheimilunum, en þær voru ekki síður mikilvægar samverustundir heimilisfólksins þar sem allir komu saman í baðstofunni, hjálpuðust að við ýmis störf og skemmtu sér við lestur og leiki. Hinar árstíðabundnu vökur í vetrarmyrkrinu höfðu því einnig það hlutverk að létta fólki lundina yfir dimmustu mánuðina. Vinna og skemmtun í rökkrinuÁ kvöldvökunum höfðu allir sín verk að vinna og börn höfðu ekki síður hlutverki að gegna en þeir fullorðnu. Í harðri lífsbaráttu skipti máli að börnum væri snemma kennt að vinna og börn niður í fimm til sex ára aldur voru vanin við vinnu, yfirleitt létta ullarvinnu og prjónaskap til að byrja með. Smátt og smátt breyttust verkin og jukust með aldri barnanna og fólst í þeim sú þjálfun og lærdómur sem nauðsynlegur var til að þau gætu tekið við búrekstrinum einhvern daginn. Enginn vinnukraftur mátti vera ónotaður, fjölbreytt verkleg kunnátta var álitin lífsskilyrði og börnum því fyrir bestu að venjast sem fyrst að taka þátt í flestum eða öllum störfum sem unnin voru á heimilinu eftir því sem kraftar þeirra leyfðu. Árangurinn var sá að um fermingu voru flest börn fær til allrar vinnu sem á heimilinu var unnin. Þrátt fyrir að nokkur kynjaskipting væri á störfum þá lærðu stúlkur yfirleitt líka karlastörf og drengir kvennastörf og voru prjónaskapur og vefnaður til dæmis ekki síður karlmannsverk. Enda hefði varla gengið að reka heimili þar sem hætta var á að fólki félli einfalt verk úr hendi vegna kunnáttuleysis. Auk þjálfunar í bústörfum var börnum einnig kennt að lesa og skrifa heima við og á vetrum fór sú fræðsla fram á kvöldvökunum. Yfirleitt hófst kennslan um 5-7 ára aldur og voru allt fram á síðustu öld til dæmi þess að börn hefðu alla sína fræðslu frá foreldrum og hefðu aldrei sótt formlega kennslu í skóla. Húslestur var fastur liður á mörgum heimilum og voru þá lesnar upp skáldsögur, fornsögur, lesin blöð og sagðar þjóðsögur, en kvöldvökur voru víða einu tækifæri fólks til að komast í snertingu við bókmenntir. Einnig voru oft kveðnar rímur eða kveðist á. Á kvöldvökunum lifði menningararfurinn þegar þjóðsögurnar sem gengu frá manni til manns voru fluttar og lærðar af næstu kynslóð. Góðir sögumenn færðu sögurnar í lifandi búning og kenndu ekki bara texta sagnanna heldur einnig frásagnartæknina. Sú menning sem baðstofan geymdi og lifnaði við í vetrarmyrkrinu varðveitti ekki aðeins munnlegan arf fortíðar, hún fóstraði einnig þá sköpunargáfu sem braust síðar út í bókmenntaverkum og er enn eitt af höfuðeinkennum þjóðarinnar. Endalok kvöldvökunnarEftir því sem þéttbýlið óx á kostnað sveitanna, fólki fækkaði á bæjum og vinnuálag minnkaði hætti að vera þörf fyrir kvöldvökur. Þær lögðust smám saman af með baðstofulífinu og gamla sveitasamfélaginu. Framfarir og aukin velmegun minnkuðu þörfina fyrir kvöldvinnu, og útvarp og síðar sjónvarp tóku við sem skemmtiefni. Stærri og betri húsakynni urðu til þess að fólk fjarlægðist hvert annað inni á heimilunum og smám saman hvarf sú kynslóð sem ólst upp í baðstofum. Þó gamla kvöldvakan hafi lagst af vegna framfara og fæstir vildu vera án þeirra nútímaþæginda sem hafa komið í staðinn þá er ljóst að vökurnar voru gæðastundir þar sem fólk kom saman, lærði, lék og skemmti hvert öðru um leið og það hjálpaðist að við heimilisverkin.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira