Eyjaklasi á Breiðafirði boðinn á 195 milljónir 12. janúar 2012 09:30 Alls eru um sextíu eyjar og hólmar í klasanum sem á sér merka sögu. Stærsta eyjan er hálfur annar kílómetri á lengd og hálfur á breidd. Helstu eyjarnar heita Litla-Seley, Langey, Urðey, Grasey, Feginsbrekkur, Stóra-Seley, Flatey, Norðureyjar, Hrafnseyjar, Öxneyjar og Írlönd.Mynd/Mats Vibe Lund Vinahjón sem átt hafa Svefneyjar á Breiðafirði í tuttugu ár bjóða eyjaklasann til sölu. Uppsett verð er 150 til 195 milljónir og þá fylgir tíu manna hraðbátur. Lenda má flugvél í heimatúninu. Hentar í ferðaþjónustu segir fasteignasali. „Það er erfitt að meta verð á eign eins og þessarar því það er engin viðmiðun,“ segir Sigurbjörn Friðriksson á Fasteignasölunni Torgi, sem nú hefur Svefneyjar á Breiðafirði til sölu. Óskað er eftir tilboðum í Svefneyjar. Sigurbjörn segir verðhugmyndina á bilinu 150 til 195 milljónir króna. Auk íbúðarhúsa og útihúsa fylgir tíu manna, yfirbyggður hraðbátur og traktor með í kaupunum. Heimatúnið hefur verið notað til lendingar fyrir flugvélar. Engin ábúð er í eyjunum sem eru notaðar til sumardvalar. Svefneyjar komu til sölu nú eftir áramót. Sigurbjörn segir ekki marga verðandi kaupendur hafa gefið sig fram enn enda sé um dýra eign að ræða. „Þeir sem sýnt hafa þessu áhuga hafa verið með eyjarnar í huga fyrir einhvers konar ferðamannaþjónustu og staðurinn er upplagður í það,“ segir Sigurbjörn. Það eru þeir Dagbjartur Einarsson og Gissur Tryggvason sem átt hafa Svefneyjar í tæp tuttugu ár. Sigurbjörn segir Dagbjart og Gissur ásamt fjölskyldum sínum hafa lagt mikla natni í uppbyggingu og endurnýjun húsakosts á eyjunum. Auk ýmissa útihúsa séu þar nú tvö góð íbúðarhús með samtals þrettán svefnherbergjum. Húsin geti einmitt nýst vel í ferðaþjónustu. Dagbjartur, sem býr í Grindavík, er 75 ára og Gissur, sem býr í Stykkishólmi, er 67 ára. Sigurbjörn segir þá telja sig vera komna á aldur og tíma til kominn að aðrir taki við í Svefneyjum eftir að þeir hafi átt þar sínar góðu stundir um árabil. Svefneyjar, sem áður voru í Flateyjarhreppi en tilheyra nú Reykhólahreppi, eru sögufrægar í meira lagi allt frá landnámsöld. Þar fæddist skáldið og náttúrufræðingurinn Eggert Ólafsson á átjándu öld. Mikil hlunnindi eru í Svefneyjum, meðal annars af um þrjú þúsund æðarhreiðrum, skarfa- og lundaveiði, eggjatöku og sel. gar@frettabladid.is Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Vinahjón sem átt hafa Svefneyjar á Breiðafirði í tuttugu ár bjóða eyjaklasann til sölu. Uppsett verð er 150 til 195 milljónir og þá fylgir tíu manna hraðbátur. Lenda má flugvél í heimatúninu. Hentar í ferðaþjónustu segir fasteignasali. „Það er erfitt að meta verð á eign eins og þessarar því það er engin viðmiðun,“ segir Sigurbjörn Friðriksson á Fasteignasölunni Torgi, sem nú hefur Svefneyjar á Breiðafirði til sölu. Óskað er eftir tilboðum í Svefneyjar. Sigurbjörn segir verðhugmyndina á bilinu 150 til 195 milljónir króna. Auk íbúðarhúsa og útihúsa fylgir tíu manna, yfirbyggður hraðbátur og traktor með í kaupunum. Heimatúnið hefur verið notað til lendingar fyrir flugvélar. Engin ábúð er í eyjunum sem eru notaðar til sumardvalar. Svefneyjar komu til sölu nú eftir áramót. Sigurbjörn segir ekki marga verðandi kaupendur hafa gefið sig fram enn enda sé um dýra eign að ræða. „Þeir sem sýnt hafa þessu áhuga hafa verið með eyjarnar í huga fyrir einhvers konar ferðamannaþjónustu og staðurinn er upplagður í það,“ segir Sigurbjörn. Það eru þeir Dagbjartur Einarsson og Gissur Tryggvason sem átt hafa Svefneyjar í tæp tuttugu ár. Sigurbjörn segir Dagbjart og Gissur ásamt fjölskyldum sínum hafa lagt mikla natni í uppbyggingu og endurnýjun húsakosts á eyjunum. Auk ýmissa útihúsa séu þar nú tvö góð íbúðarhús með samtals þrettán svefnherbergjum. Húsin geti einmitt nýst vel í ferðaþjónustu. Dagbjartur, sem býr í Grindavík, er 75 ára og Gissur, sem býr í Stykkishólmi, er 67 ára. Sigurbjörn segir þá telja sig vera komna á aldur og tíma til kominn að aðrir taki við í Svefneyjum eftir að þeir hafi átt þar sínar góðu stundir um árabil. Svefneyjar, sem áður voru í Flateyjarhreppi en tilheyra nú Reykhólahreppi, eru sögufrægar í meira lagi allt frá landnámsöld. Þar fæddist skáldið og náttúrufræðingurinn Eggert Ólafsson á átjándu öld. Mikil hlunnindi eru í Svefneyjum, meðal annars af um þrjú þúsund æðarhreiðrum, skarfa- og lundaveiði, eggjatöku og sel. gar@frettabladid.is
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira