Gylfi segir launamálin klúður frá upphafi 12. janúar 2012 12:06 Gylfi Arnbjörnsson. Forseti ASÍ segir ákvarðanir stjórnvalda sem snúa að launum seðlabankastjóra og annarra háttsettra embættismanna vera klúður frá upphafi. Hann segir lögsókn seðlabankastjóra gagnvart seðlabankanum hafa mjög slæm áhrif á trúverðugleika bankans. Í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi var sagt frá því að Már Guðmundsson seðlabankastjóri hafi stefnt Seðlabanka Íslands til að fá launakjör sín leiðrétt en þau voru lækkuð um rúmar þrjú hundruð þúsund krónur með ákvörðun kjararáðs stuttu eftir að hann var ráðinn á grundvelli þess að dagvinnulaun yfirmanna stofnanna og ríkisfyrirtækja megi ekki vera hærri en föst laun forsætisráðherra. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ finnst málið hafa verið klúður frá upphafi. „Ég held að þetta mál sé nú bara frá upphafi hið mesta vandræðamál hvernig var staðið að þessu að hálfu Alþingis og stjórnsýslunnar og það skuli síðan enda með því að seðlabankastjóri fari í mál við Seðlabankann sem augljóslega hefur mjög slæm áhrif á ímynd og trúverðugleika þessarrar stofnunar" Hann segir það meginskyldu bankaráðs Seðlabankans og seðlabankastjóra að standa vörð um trúverðugleika bankans. Þá hafi til dæmis aðalhagfræðingur seðlabankans verið mjög gagnrýninn út í kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. „En svo kemur þessi staða hérna að seðlabankastjóri er í málaferlum um 300 þúsund króna hækkun á sínum kjörum, þetta er ekki í neinu samhengi fyrir þá sem eru áhorfendur að þessu." Hann vill hins vegar meina að kjararáð hafi ekki heimild til að taka yfir skriflegan ráðningasamning sem búið var að gera áður en það fékk vald til að lækka laun yfirmanna. „Þú getur ekki breytt eftir á skuldbindingum sem stofnanir á vegum ríkisins hafa gengist undir, það er ekki hægt." Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Forseti ASÍ segir ákvarðanir stjórnvalda sem snúa að launum seðlabankastjóra og annarra háttsettra embættismanna vera klúður frá upphafi. Hann segir lögsókn seðlabankastjóra gagnvart seðlabankanum hafa mjög slæm áhrif á trúverðugleika bankans. Í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi var sagt frá því að Már Guðmundsson seðlabankastjóri hafi stefnt Seðlabanka Íslands til að fá launakjör sín leiðrétt en þau voru lækkuð um rúmar þrjú hundruð þúsund krónur með ákvörðun kjararáðs stuttu eftir að hann var ráðinn á grundvelli þess að dagvinnulaun yfirmanna stofnanna og ríkisfyrirtækja megi ekki vera hærri en föst laun forsætisráðherra. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ finnst málið hafa verið klúður frá upphafi. „Ég held að þetta mál sé nú bara frá upphafi hið mesta vandræðamál hvernig var staðið að þessu að hálfu Alþingis og stjórnsýslunnar og það skuli síðan enda með því að seðlabankastjóri fari í mál við Seðlabankann sem augljóslega hefur mjög slæm áhrif á ímynd og trúverðugleika þessarrar stofnunar" Hann segir það meginskyldu bankaráðs Seðlabankans og seðlabankastjóra að standa vörð um trúverðugleika bankans. Þá hafi til dæmis aðalhagfræðingur seðlabankans verið mjög gagnrýninn út í kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. „En svo kemur þessi staða hérna að seðlabankastjóri er í málaferlum um 300 þúsund króna hækkun á sínum kjörum, þetta er ekki í neinu samhengi fyrir þá sem eru áhorfendur að þessu." Hann vill hins vegar meina að kjararáð hafi ekki heimild til að taka yfir skriflegan ráðningasamning sem búið var að gera áður en það fékk vald til að lækka laun yfirmanna. „Þú getur ekki breytt eftir á skuldbindingum sem stofnanir á vegum ríkisins hafa gengist undir, það er ekki hægt."
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira