Velferð barna í forsjárdeilum Ögmundur Jónasson skrifar 8. febrúar 2012 06:00 Karvel Aðalsteinn Jónsson skrifar grein í Fréttablaðið 7. febrúar þar sem hann spyr mig í fyrirsögn hvort ég telji mig vita betur en aðrir hvað varðar leiðir til að leysa úr forsjárdeilum. Karvel Aðalsteinn vill að dómarar fái ákvörðunarvald til að fyrirskipa sameiginlega forsjá og bendir á að víða erlendis, t.d. á Norðurlöndum, sé sá háttur hafður á og séu hvergi uppi áform um að fella niður slíka heimild dómara. Staðreyndin er sú að reynslan af þessu fyrirkomulagi er ekki einhlít, langt í frá, og hef ég lesið skýrslur og reyndar einnig fylgst með meðferð einstakra mála sem vekja miklar efasemdir í mínum huga um að þetta sé rétt fyrirkomulag. Að sjálfsögðu vil ég að meginreglan sé sú að forsjá barna sé sameiginleg hjá báðum foreldrum, eins og fyrirkomulagið er nú. Barn á rétt á því að njóta beggja foreldra sinna. Vandi verður hins vegar á höndum þegar svo harðar deilur rísa með foreldrum eftir að þau eru skilin að skiptum að utanaðkomandi aðilar verða að koma að málinu. Samkvæmt því frumvarpi sem ég hef lagt fram yrðu það aðilar sem hafa sérhæft sig í sáttameðferð og málefnum barna. Lögð yrði lagaleg skylda á herðar foreldra sem deila um forsjá og umgengni að fara í gegnum skipulegt ferli, sem yrði sniðið að því að ná samkomulagi. Ég tel þessa leið miklu betri fyrir barn, að reynt sé að ná samkomulagi og sátt í stað þess að lögmenn beggja aðila reyni að sýna fram á vankanta hins foreldrisins frammi fyrir dómara. Reynslan kennir að það er einmitt það sem gerist frammi fyrir dómara. Er mér minnisstæð saga af foreldrum í öðru landi sem deildu afar harkalega um forsjá barns og fundu hvort öðru allt til foráttu. Þegar þau voru beðin hvort í sínu lagi að segja eitthvað jákvætt um hitt, þá töldu þau bæði hinu til tekna að það væri gott foreldri! Það sjónarmið hafði ekki komið fram í löngum deilum frammi fyrir dómara. Ekki óbreytt ástandÉg ætla mér ekki þá dul að vita betur en aðrir í þessu máli en ég ætla dómurum ekki að gera það heldur. Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Danmörku í kjölfar setningar laga, sem heimila dómara að dæma sameiginlega forsjá, hafa um 28% foreldra, sem hafa verið dæmd til að fara saman með forsjá barns síns, alls ekkert samband sín á milli og 43% þeirra ræða ekki saman um málefni sem tengjast daglegum foreldraskyldum – sem hlýtur að vekja spurningar um líðan barns í slíkri stöðu. Það er mitt mat eftir ítarlega athugun á þessu viðkvæma máli að foreldrum sem annt er um velferð barna sinna farnist best með því að fara þá leið sem lögð er til í nýjum barnalögum. Þar er ekki talað um óbreytt ástand heldur nýja leið til að tryggja velferð barna í deilum þar sem foreldrarnir deila um forsjá þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Sjá meira
Karvel Aðalsteinn Jónsson skrifar grein í Fréttablaðið 7. febrúar þar sem hann spyr mig í fyrirsögn hvort ég telji mig vita betur en aðrir hvað varðar leiðir til að leysa úr forsjárdeilum. Karvel Aðalsteinn vill að dómarar fái ákvörðunarvald til að fyrirskipa sameiginlega forsjá og bendir á að víða erlendis, t.d. á Norðurlöndum, sé sá háttur hafður á og séu hvergi uppi áform um að fella niður slíka heimild dómara. Staðreyndin er sú að reynslan af þessu fyrirkomulagi er ekki einhlít, langt í frá, og hef ég lesið skýrslur og reyndar einnig fylgst með meðferð einstakra mála sem vekja miklar efasemdir í mínum huga um að þetta sé rétt fyrirkomulag. Að sjálfsögðu vil ég að meginreglan sé sú að forsjá barna sé sameiginleg hjá báðum foreldrum, eins og fyrirkomulagið er nú. Barn á rétt á því að njóta beggja foreldra sinna. Vandi verður hins vegar á höndum þegar svo harðar deilur rísa með foreldrum eftir að þau eru skilin að skiptum að utanaðkomandi aðilar verða að koma að málinu. Samkvæmt því frumvarpi sem ég hef lagt fram yrðu það aðilar sem hafa sérhæft sig í sáttameðferð og málefnum barna. Lögð yrði lagaleg skylda á herðar foreldra sem deila um forsjá og umgengni að fara í gegnum skipulegt ferli, sem yrði sniðið að því að ná samkomulagi. Ég tel þessa leið miklu betri fyrir barn, að reynt sé að ná samkomulagi og sátt í stað þess að lögmenn beggja aðila reyni að sýna fram á vankanta hins foreldrisins frammi fyrir dómara. Reynslan kennir að það er einmitt það sem gerist frammi fyrir dómara. Er mér minnisstæð saga af foreldrum í öðru landi sem deildu afar harkalega um forsjá barns og fundu hvort öðru allt til foráttu. Þegar þau voru beðin hvort í sínu lagi að segja eitthvað jákvætt um hitt, þá töldu þau bæði hinu til tekna að það væri gott foreldri! Það sjónarmið hafði ekki komið fram í löngum deilum frammi fyrir dómara. Ekki óbreytt ástandÉg ætla mér ekki þá dul að vita betur en aðrir í þessu máli en ég ætla dómurum ekki að gera það heldur. Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Danmörku í kjölfar setningar laga, sem heimila dómara að dæma sameiginlega forsjá, hafa um 28% foreldra, sem hafa verið dæmd til að fara saman með forsjá barns síns, alls ekkert samband sín á milli og 43% þeirra ræða ekki saman um málefni sem tengjast daglegum foreldraskyldum – sem hlýtur að vekja spurningar um líðan barns í slíkri stöðu. Það er mitt mat eftir ítarlega athugun á þessu viðkvæma máli að foreldrum sem annt er um velferð barna sinna farnist best með því að fara þá leið sem lögð er til í nýjum barnalögum. Þar er ekki talað um óbreytt ástand heldur nýja leið til að tryggja velferð barna í deilum þar sem foreldrarnir deila um forsjá þeirra.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun