Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍA 1-1 Kolbeinn Tumi Daðason á Stjörnuvelli skrifar 24. maí 2012 15:42 mynd/daníel Garðar Bergmann Gunnlaugsson reyndist hetja Skagamanna í Garðabænum í kvöld. Garðar kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og var ekki lengi að skora jöfnunarmark Skagamanna. Gestirnir fóru nokkuð sáttir heim að loknum hörkuleik þar sem Stjarnan var á heildina litið sterkari aðilinn. Það vantaði ekki marktilraunirnar í Garðabænum í kvöld en fæstar hittu á mark andstæðinganna. Besta færi fyrri hálfleiksins, sem var að mestu í eigu Stjörnumanna, fékk framherji Skagamanna Gary Martin. Mark Doninger prjónaði sig þá í gegnum vörn heimamanna, lék á Ingvar markvörð við vítateigslínuna og hafði opið mark fyrir framan sig. Martin var hægra megin við hann og ákvað að skjóta með vinstri fæti. Englendingurinn hitti boltann skelfilega og renndi honum framhjá markinu. Eitt af klúðrum ársins. Það dró til tíðinda undir lok fyrri hálfleiks er Stjarnan fékk vítaspyrnu. Páll Gísli varði spyrnu Garðars Jóhannssonar meistaralega við mikinn fögnuð gestanna. Því miður fyrir þá mat dómaratríóið það svo að Páll Gísli hefði verið farinn af línu sinni. Garðar skoraði af öryggi í annarri tilraun. Í síðari hálfleik bættu Skagamenn sinn leik. Munaði miklu um innkomu Dean Martin og Garðars Gunnlaugssonar en sóknarþríeyki Skagamanna hafði verið afar bitlaust fram að því. Um miðjan hálfleikinn vann Ármann Smári skallaeinvígi í teig Stjörnumanna. Boltinn féll fyrir fætur Garðars sem hafði opið mark fyrir framan sig. Skotið fór af varnarmanni Stjörnunnar og í netið. Bæði lið fengu tækifæri til að stela stigunum þremur en tókst ekki. Skagamenn gengu nokkuð sáttir af velli en það sást langar leiðir að Stjörnumönnum var ekki skemmt. Skagamenn halda toppsætinu með 13 stig eftir fimm leiki. Stjarnan er einnig ósigruð með níu stig. Gary Martin: Vorum að reyna að leika eftir klúðrið hjá Hewson og LennonGary Martin var ánægður með stig Skagamanna í Garðabænum í kvöld. „Það eru ekki mörg lið sem ná í þrjú stig hér. Þeir eru með sterkt lið. Við hefðum þegið eitt stig fyrir leikinn og erum sáttir," sagði Martin en Skagamenn komu enn á ný sterkir til leiks í síðari hálfleik. Martin segir það enga tilviljun. „Ég tel okkur vera það lið í deildinni sem er í besta forminu. Við höldum áfram og játum okkur aldrei sigraða. Enginn reiknaði með þessu gengi okkar en við höfum lagt hart að okkur," sagði Martin skælbrosandi vegna klúðurs síns í fyrri hálfleiknm sem fjallað var um hér að ofan. „Við vorum að reyna að leika eftir tilþrif Hewson og Lennon úr leiknum um daginn," grínaðist Martin. Bretarnir Sam Hewson og Steven Lennon leika með Fram en í síðasta leik liðsins varð Lennon fyrir skoti Hewson á marklínu og bjargaði þannig marki. Það leit út fyrir að Martin hefði einfaldlega verið markagráðugur þegar hann tók boltann af liðsfélaga sínum en hann lýsti atvikinu svona: „Ég öskraði á hann (Mark Doninger) að leggja hann fyrir mig. Hann lék honum aðeins til hliðar en ekki langt. Ég vissi ekki hvað hann ætlaði að gera og klúðraði þessu svo gjörsamlega," sagði Martin hlæjandi og reiknaði með skotum úr öllum áttum frá liðsfélögum sínum í rútunni á leið heim á Skaga. Hann sagði Doninger, sem einnig er sambýlismaður Martin, hafa tekið klúðrinu vel og að ekki hefði verið um græðgi að ræða af hans hálfu. „Mark brást vel við. Við vinnum saman. Um leið og við komum í rútuna fara strákarnir að skjóta á mig úr öllum áttum. Ég get tekið því. Maður hefur séð menn eins og Torres og Giggs klikka svona færum. Sem betur fer bjargaði Garðar mér," sagði Martin um hetju Skagamanna sem er um leið samkeppnisaðili hans um framherjastöðuna. „Hann skorar í hvert skipti sem hann kemur inn á þ.a. nú snýst þetta bara um að komast í byrjunarliðið," sagði Martin sem tekur níu daga hvíld vegna vináttulandsleikjanna sem framundan eru vel. „Fótleggirnir mínir eru gjörsamlega búnir. Ég er með líkama 30 ára en ekki 21 árs. Næstu tveir leikir okkar verða í sjónvarpinu svo það er gott að fá tíma til að hvíla lappirnar, mæta ferskur og sýna hvað maður getur," sagði Martin léttur í lund. Alexander Scholz: Einbeitingin í föstum leikatriðum ekki nógu góð„Við byrjuðum seinni hálfleikinn ágætlega og héldum áfram góðu spili. Enn líkt og í leiknum gegn Fylki kom upp einhver taugaveiklun eða við vorum hreinlega óheppnir," sagði Alexander Scholz, einn Dananna þriggja í Stjörnuliðinu, sem átti frábæran leik í vörninni í kvöld. Scholz fannst jöfnunarmark Skagamanna hræódýrt. „Þetta var aukaspyrna og einhver gæi (Garðar Gunnlaugsson) fékk boltann fyrir heppni og sendi í netið. Þetta hefur gerst áður hér á heimavelli í sumar og við verðum að breyta því," sagði Scholz sem vill meiri ákveðni og einbeitingu í hornum og aukaspyrnum. „Við verðum að einbeita okkur betur í föstum leikatriðum. Þetta er bara maður á mann og allir verða að hoppa upp í boltann. Það er ekki nógu gott hjá okkur," sagði Scholz sem var niðurlútur með eitt stig líkt og félagar hans í Stjörnunni. Nokkuð skrýtin niðurstaða enda toppliðið í heimsókn og hart barist. Það gefur til kynna að Stjörnumenn ætluðu sér ekkert annað en þrjú stig úr leiknum. „Ég veit ekki hvaða lið þeir hafa verið að spila við en mér fannst þetta vera okkar leikur. Ef einhverjir áttu sigurinn skilinn voru það við en ætli jafntefli sé ekki sanngjörn niðurstaða þegar öllu er á botninn hvolft," sagði Scholz. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Garðar Bergmann Gunnlaugsson reyndist hetja Skagamanna í Garðabænum í kvöld. Garðar kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og var ekki lengi að skora jöfnunarmark Skagamanna. Gestirnir fóru nokkuð sáttir heim að loknum hörkuleik þar sem Stjarnan var á heildina litið sterkari aðilinn. Það vantaði ekki marktilraunirnar í Garðabænum í kvöld en fæstar hittu á mark andstæðinganna. Besta færi fyrri hálfleiksins, sem var að mestu í eigu Stjörnumanna, fékk framherji Skagamanna Gary Martin. Mark Doninger prjónaði sig þá í gegnum vörn heimamanna, lék á Ingvar markvörð við vítateigslínuna og hafði opið mark fyrir framan sig. Martin var hægra megin við hann og ákvað að skjóta með vinstri fæti. Englendingurinn hitti boltann skelfilega og renndi honum framhjá markinu. Eitt af klúðrum ársins. Það dró til tíðinda undir lok fyrri hálfleiks er Stjarnan fékk vítaspyrnu. Páll Gísli varði spyrnu Garðars Jóhannssonar meistaralega við mikinn fögnuð gestanna. Því miður fyrir þá mat dómaratríóið það svo að Páll Gísli hefði verið farinn af línu sinni. Garðar skoraði af öryggi í annarri tilraun. Í síðari hálfleik bættu Skagamenn sinn leik. Munaði miklu um innkomu Dean Martin og Garðars Gunnlaugssonar en sóknarþríeyki Skagamanna hafði verið afar bitlaust fram að því. Um miðjan hálfleikinn vann Ármann Smári skallaeinvígi í teig Stjörnumanna. Boltinn féll fyrir fætur Garðars sem hafði opið mark fyrir framan sig. Skotið fór af varnarmanni Stjörnunnar og í netið. Bæði lið fengu tækifæri til að stela stigunum þremur en tókst ekki. Skagamenn gengu nokkuð sáttir af velli en það sást langar leiðir að Stjörnumönnum var ekki skemmt. Skagamenn halda toppsætinu með 13 stig eftir fimm leiki. Stjarnan er einnig ósigruð með níu stig. Gary Martin: Vorum að reyna að leika eftir klúðrið hjá Hewson og LennonGary Martin var ánægður með stig Skagamanna í Garðabænum í kvöld. „Það eru ekki mörg lið sem ná í þrjú stig hér. Þeir eru með sterkt lið. Við hefðum þegið eitt stig fyrir leikinn og erum sáttir," sagði Martin en Skagamenn komu enn á ný sterkir til leiks í síðari hálfleik. Martin segir það enga tilviljun. „Ég tel okkur vera það lið í deildinni sem er í besta forminu. Við höldum áfram og játum okkur aldrei sigraða. Enginn reiknaði með þessu gengi okkar en við höfum lagt hart að okkur," sagði Martin skælbrosandi vegna klúðurs síns í fyrri hálfleiknm sem fjallað var um hér að ofan. „Við vorum að reyna að leika eftir tilþrif Hewson og Lennon úr leiknum um daginn," grínaðist Martin. Bretarnir Sam Hewson og Steven Lennon leika með Fram en í síðasta leik liðsins varð Lennon fyrir skoti Hewson á marklínu og bjargaði þannig marki. Það leit út fyrir að Martin hefði einfaldlega verið markagráðugur þegar hann tók boltann af liðsfélaga sínum en hann lýsti atvikinu svona: „Ég öskraði á hann (Mark Doninger) að leggja hann fyrir mig. Hann lék honum aðeins til hliðar en ekki langt. Ég vissi ekki hvað hann ætlaði að gera og klúðraði þessu svo gjörsamlega," sagði Martin hlæjandi og reiknaði með skotum úr öllum áttum frá liðsfélögum sínum í rútunni á leið heim á Skaga. Hann sagði Doninger, sem einnig er sambýlismaður Martin, hafa tekið klúðrinu vel og að ekki hefði verið um græðgi að ræða af hans hálfu. „Mark brást vel við. Við vinnum saman. Um leið og við komum í rútuna fara strákarnir að skjóta á mig úr öllum áttum. Ég get tekið því. Maður hefur séð menn eins og Torres og Giggs klikka svona færum. Sem betur fer bjargaði Garðar mér," sagði Martin um hetju Skagamanna sem er um leið samkeppnisaðili hans um framherjastöðuna. „Hann skorar í hvert skipti sem hann kemur inn á þ.a. nú snýst þetta bara um að komast í byrjunarliðið," sagði Martin sem tekur níu daga hvíld vegna vináttulandsleikjanna sem framundan eru vel. „Fótleggirnir mínir eru gjörsamlega búnir. Ég er með líkama 30 ára en ekki 21 árs. Næstu tveir leikir okkar verða í sjónvarpinu svo það er gott að fá tíma til að hvíla lappirnar, mæta ferskur og sýna hvað maður getur," sagði Martin léttur í lund. Alexander Scholz: Einbeitingin í föstum leikatriðum ekki nógu góð„Við byrjuðum seinni hálfleikinn ágætlega og héldum áfram góðu spili. Enn líkt og í leiknum gegn Fylki kom upp einhver taugaveiklun eða við vorum hreinlega óheppnir," sagði Alexander Scholz, einn Dananna þriggja í Stjörnuliðinu, sem átti frábæran leik í vörninni í kvöld. Scholz fannst jöfnunarmark Skagamanna hræódýrt. „Þetta var aukaspyrna og einhver gæi (Garðar Gunnlaugsson) fékk boltann fyrir heppni og sendi í netið. Þetta hefur gerst áður hér á heimavelli í sumar og við verðum að breyta því," sagði Scholz sem vill meiri ákveðni og einbeitingu í hornum og aukaspyrnum. „Við verðum að einbeita okkur betur í föstum leikatriðum. Þetta er bara maður á mann og allir verða að hoppa upp í boltann. Það er ekki nógu gott hjá okkur," sagði Scholz sem var niðurlútur með eitt stig líkt og félagar hans í Stjörnunni. Nokkuð skrýtin niðurstaða enda toppliðið í heimsókn og hart barist. Það gefur til kynna að Stjörnumenn ætluðu sér ekkert annað en þrjú stig úr leiknum. „Ég veit ekki hvaða lið þeir hafa verið að spila við en mér fannst þetta vera okkar leikur. Ef einhverjir áttu sigurinn skilinn voru það við en ætli jafntefli sé ekki sanngjörn niðurstaða þegar öllu er á botninn hvolft," sagði Scholz.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira