Innlent

Catalina lenti á Reykjavíkurflugvelli

Catalina flugbáturinn, sem verður helsti sýningargripur flugdagsins í Reykjavík, lenti á Reykjavíkurflugvelli fyrir stuttu.

Catalina flugvélar skipa einn stærsta sessinn í sögu flugsögu Íslands og voru notaðar til farþegaflugs á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina.

Landhelgisgæslan notaði einnig slíkar vélar í þorskastríðinu við Breta. Almenningi mun gefast kostur á að skoða vélina í návígi á mánudag, annan í hvítasunnu, og er það í fyrsta sinn í áratugi sem slíkt tækifæri gefst hérlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×