Heggur sá er hlífa skyldi Líf Magneudóttir skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Ekki alls fyrir löngu stóð Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur (áður Menntaráð) frammi fyrir því að þurfa að skera töluvert niður. Þurfa er kannski ofsagt – það var pólitísk ákvörðun meirihlutans að skera svona mikið niður í menntamálum en hlífa í staðinn öðrum sviðum. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingarinnar var auðvitað fljótur að finna upp á frábærri leið til þess að spara hundruð milljóna króna ef ekki milljarða. Þau ætluðu bara að sameina fullt af skólum og leikskólum og alls konar menntastofnunum. Nýr og skapandi meirihluti. Í aðdraganda málsins og í ferlinu sjálfu gerðum við Vinstri græn mýmargar athugasemdir og vöktum máls á margvíslegum vandamálum við sameiningarnar. Fag- og stéttarfélög gagnrýndu fyrirætlanirnar líka harðlega, og þegar áformin urðu almenningi ljós bárust jafnframt alvarlegar athugasemdir frá foreldrum. Tvennt stóð að mínu mati upp úr. Ekkert mat lá fyrir um faglegan ávinning fyrir nemendur borgarinnar og fjárhagslegi ávinningurinn af sameiningunum var sýnd veiði en ekki gefin. Nú þegar nokkuð er liðið frá því að ákvörðunin var tekin er meintur fjárhagslegur ávinningur umdeilanlegur. Hins vegar blasir við að sameiningarnar skapa hin ýmsu vandkvæði í skólunum. Það hefur sannast á foreldrafundum sem haldnir hafa verið nýlega þar sem foreldrar hafa bent á alvarlega galla á sameiningarhugmyndunum. Auðvitað hafa ákvarðanir líkt og þær að sameina skóla margar hliðar og koma sér misvel fyrir borgarbúa. Eflaust breyta sameiningarnar ekki miklu fyrir stóran hluta þeirra en foreldrar í Grafarvogi hafa sýnt að þær hafa ýmiss konar neikvæð áhrif fyrir börnin þar. Til dæmis hefur óvissa skapast um sérkennsluna og leið barnanna í skólann lengist og þurfa þau að fara yfir fleiri umferðargötur svo eitthvað sé nefnt. Samgöngumál í Hamrahverfinu í Grafarvogi voru lítið skoðuð þegar ákvörðunin var tekin og hefur meirihlutinn ekki beitt sér fyrir því að strætó keyri í hverfið. Þegar upp er staðið virðist því sem áhrif sameininganna á skólastarf hafi í besta falli verið hlutlaus en því miður neikvæð fyrir alltof marga án þess að nokkur fjárhagslegur ávinningur hafi fylgt sameiningunum. Faglegt starf menntastofnana hefur hins vegar verið sett í uppnám og tekur tíma að leysa úr því. Minnir þetta nokkuð á útrásarvíkingana sem sómdu sér svo vel við að skipuleggja viðskiptalífið á landakorti og reiknuðu sér alltaf gríðarlegan hagnað með aðstoð einhverra fínna reikniformúla. Ekki er nú reynslan af þeirri aðferðafræði góð. Það verður því að segjast að betra hefði verið heima setið en af stað farið. Þessari ógæfuför hefði meirihlutinn getað afstýrt ef hann hefði hlustað á borgarbúa, kennara, foreldra, fulltrúa minnihlutans og marga fleiri sem bentu á gallana strax í upphafi. En eins og svo oft áður valdi meirihlutinn að skella skollaeyrum við allri gagnrýni og keyra málið í gegn. Fá leik- og grunnskólabörn í borginni, foreldrar þeirra og fagstéttir nú að súpa seyðið af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ekki alls fyrir löngu stóð Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur (áður Menntaráð) frammi fyrir því að þurfa að skera töluvert niður. Þurfa er kannski ofsagt – það var pólitísk ákvörðun meirihlutans að skera svona mikið niður í menntamálum en hlífa í staðinn öðrum sviðum. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingarinnar var auðvitað fljótur að finna upp á frábærri leið til þess að spara hundruð milljóna króna ef ekki milljarða. Þau ætluðu bara að sameina fullt af skólum og leikskólum og alls konar menntastofnunum. Nýr og skapandi meirihluti. Í aðdraganda málsins og í ferlinu sjálfu gerðum við Vinstri græn mýmargar athugasemdir og vöktum máls á margvíslegum vandamálum við sameiningarnar. Fag- og stéttarfélög gagnrýndu fyrirætlanirnar líka harðlega, og þegar áformin urðu almenningi ljós bárust jafnframt alvarlegar athugasemdir frá foreldrum. Tvennt stóð að mínu mati upp úr. Ekkert mat lá fyrir um faglegan ávinning fyrir nemendur borgarinnar og fjárhagslegi ávinningurinn af sameiningunum var sýnd veiði en ekki gefin. Nú þegar nokkuð er liðið frá því að ákvörðunin var tekin er meintur fjárhagslegur ávinningur umdeilanlegur. Hins vegar blasir við að sameiningarnar skapa hin ýmsu vandkvæði í skólunum. Það hefur sannast á foreldrafundum sem haldnir hafa verið nýlega þar sem foreldrar hafa bent á alvarlega galla á sameiningarhugmyndunum. Auðvitað hafa ákvarðanir líkt og þær að sameina skóla margar hliðar og koma sér misvel fyrir borgarbúa. Eflaust breyta sameiningarnar ekki miklu fyrir stóran hluta þeirra en foreldrar í Grafarvogi hafa sýnt að þær hafa ýmiss konar neikvæð áhrif fyrir börnin þar. Til dæmis hefur óvissa skapast um sérkennsluna og leið barnanna í skólann lengist og þurfa þau að fara yfir fleiri umferðargötur svo eitthvað sé nefnt. Samgöngumál í Hamrahverfinu í Grafarvogi voru lítið skoðuð þegar ákvörðunin var tekin og hefur meirihlutinn ekki beitt sér fyrir því að strætó keyri í hverfið. Þegar upp er staðið virðist því sem áhrif sameininganna á skólastarf hafi í besta falli verið hlutlaus en því miður neikvæð fyrir alltof marga án þess að nokkur fjárhagslegur ávinningur hafi fylgt sameiningunum. Faglegt starf menntastofnana hefur hins vegar verið sett í uppnám og tekur tíma að leysa úr því. Minnir þetta nokkuð á útrásarvíkingana sem sómdu sér svo vel við að skipuleggja viðskiptalífið á landakorti og reiknuðu sér alltaf gríðarlegan hagnað með aðstoð einhverra fínna reikniformúla. Ekki er nú reynslan af þeirri aðferðafræði góð. Það verður því að segjast að betra hefði verið heima setið en af stað farið. Þessari ógæfuför hefði meirihlutinn getað afstýrt ef hann hefði hlustað á borgarbúa, kennara, foreldra, fulltrúa minnihlutans og marga fleiri sem bentu á gallana strax í upphafi. En eins og svo oft áður valdi meirihlutinn að skella skollaeyrum við allri gagnrýni og keyra málið í gegn. Fá leik- og grunnskólabörn í borginni, foreldrar þeirra og fagstéttir nú að súpa seyðið af því.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun