Motörhead gegn íslenska ríkisbákninu Hjörleifur Árnason skrifar 9. febrúar 2012 00:01 Á hverjum degi flytja fimm manns frá Íslandi til þess að hefja nýtt líf í öðru landi. Eftir 2008 hefur hvert áfallið á fætur öðru dunið á hinum almenna borgara með hækkandi sköttum og verðlausari krónu og hafa menn reynt hvað þeir geta til þess að bæta upp tapið með allskyns aukavinnu. Eitt slíkt tilvik átti sér stað í mars 2011. Þá var stofnað fyrirtækið ROKK slf sem ætlaði sér stóra hluti á innflutningi á Rauðvíninu Motörhead Shiraz og verður saga þess rakin hér stuttlega. Stofnendur gerðu sér grein fyrir gríðarlega háum og ósanngjörnum tollum og gjöldum á áfengi en töldu sig vera með nokkuð sérstaka vöru sem hefur ekki verið í boði á íslenskum markaði hingað til. Þeir voru komnir í samband við nokkra aðila sem sérhæfa sig í framleiðslu vína sem eru framleidd í samstarfi við tónlistarmenn og / eða umboðsmenn þeirra og eru kennd við þá. Byrjað var á því að flytja inn einn kassa til að kanna markaðinn og farið með tvær flöskur til ÁTVR sem prufur til að leggja fyrir óskilgreinda nefnd sem leggja átti mat á það hvort vínið kæmist í reynslusölu eða ekki. Þetta var í byrjun mars 2011. 28. mars tekur síðan nefnd ÁTVR ákvörðun um að hafna umsókninni um vínið og vísar þar til siðareglna ÁTVR. ROKK slf leggur þá fram mótgögn í málinu og reynir að snúa við ákvörðun ÁTVR. 29. apríl er svarað með staðfestingu á fyrri höfnun. Þá er málið kært samdægurs til Fjármálaráðuneytis eins og eðlilegt ferli er. Engar upplýsingar eru gefnar um hvar eigi að kæra og kæran því send á skrifsfofustjóra ráðuneytisins sem áframsendir beiðnina samdægurs til lögfræðings ráðuneytisins. 5. maí svarar svo Guðmundur Jóhann Árnason lögfræðingur og er settur á fundur með honum þar sem farið er yfir stöðu mála og í beinu framhaldi lögð fram formleg kæra. 1. júlí kemur loksins svar, eftir margítrekaðar tölvupóstsendingar, um að búið sé að úrskurða í málinu. Niðurstaðan var sú að kærunefnd Fjármálaráðuneytis hefði komist að þeirri niðurstöðu að snúa við ákvörðun ÁTVR um að hafna umsókn um Motörhead Shiraz. Aðgangur að birgja vef ÁTVR er síðan veittur 13. júlí og samdægurs sótt um reynslusölu á Motörhead Shiraz í gegnum vefinn. Fyrir fyrirtæki sem er nýstofnað og á vægast sagt mjög erfitt með að fá skýr svör um næstu skref var álitið sem svo að málið væri í höfn og því farið í það að panta eitt bretti af rauðvíni. Annað kom hinsvegar í ljós. ÁTVR hafði eingöngu verið að hafna "umsókn" um reynslusölu, en ekki reynslusölunni sjálfri. Einnig er rétt að taka fram á þessum tímapunkti að ROKK slf hefur enginn svör fengið um það hvaða fólk situr í ákvörðunarnefnd ÁTVR né hverjir sitja í kærunefnd Fjármálaráðuneytisins. Eftir margítrekaðar tilraunir til svars um ákvörðun um sölu, kemur, þann 3. Ágúst, loksins svar frá framkvæmdastjóra sölu og þjónustusviðs ÁTVR, þar sem hann segir að svars megi vænta á næstu dögum. 17. ágúst er svo þolinmæðin á þrotum og póstur sendur á Guðmund Árnason ráðuneytisstjóra Fjármálaráðuneytisins og Ívar J. Arndal forstjóra ÁTVR til að fá úr því skorið hvort yfir höfuð væri verið að vinna í málum ROKK slf, hvorugur þeirra hafði fyrir því að svara. 22. ágúst kemur svo niðurstaða ÁTVR um að stofnunin hafni reynslusölu á Motörhead Shiraz. 2. september er því leitað til lögmannsstofu sem sendir formlegt bréf til ÁTVR þar sem bent er á að engin ný gögn hafi komið fram í málinu síðan ráðuneytið úrskurðaði að ÁTVR bæri að taka við umsókn um reynslusölu og þess krafist að taka vínið í reynslusölu. Við því var ekki orðið. 19. september er seinni kæran því send inn til Fjármálaráðuneytisins og enn og aftur eftir margítrekaðar tilraunir til þess að ná sambandi við lögfræðing ráðuneytisins kemur loks lokaniðurstaða inn um lúguna í byrjun árs 2012. Á einhvern óskiljanlegan hátt tekst kærunefnd ráðuneytisins að vera sammála ÁTVR og hafna reynslusölu á víninu í verslunum ÁTVR. Þetta er þveröfug niðurstaða við fyrra svari ráðuneytisins með nákvæmlega sömu gögn í höndunum. Fyrirspurn ROKK slf um reynslusölu á Motörhead Shiraz í ÁTVR hefur því tekið um það bil 10 mánuði og eru helstu ástæður höfnunar eftirfarandi: „Nafn hljómsveitarinnar er vísun í notendur hins ólöglega fíkniefnis amfetamíns ásamt því að textar við lög hljómsveitarinnar fjalli iðulega um stríð, misnotkun valds, óábyrgt kynlíf og misnotkun vímuefna ". Þessar upplýsingar fékk ÁTVR af hinum opna upplýsingavef Wikipedia en á honum getur hver sem er sett inn þær upplýsingar sem honum sýnist og er hann því varla marktækur í kærumálum sem þessum. Einnig segir í úrskurði að umrætt rauðvín sé ekki framleitt af Motörhead heldur af Broken Back Winery í Ástralíu og þar af leiðandi má ekki standa Motörhead framann á flöskunni. Semsagt meðlimir hljómsveitarinnar eru ekki sveittir að tína ber og tappa á flöskur og þess vegna má nafn hljómsveitarinnar ekki prýða miðann á flöskunni. Rétt er að það komi einnig fram að lönd sem við miðum okkur oft við í regluverki eru að selja Motörhead Shiraz. Í Svíþjóð seldist fyrsta upplag upp á nokkrum dögum, í Finnlandi seldist það einnig upp á nokkrum dögum. Í Noregi, Bretlandi og Þýskalandi hefur salan einnig farið vel af stað. Einnig er komið á markaðinn Motörhead Vodka og selst hann einnig mjög vel erlendis. Af þessu má einfaldlega sjá að allt vín sem ber merki tónlistarmanns eða hljómsveitar, sem kemur ekki beint sjálfur að gerð vínsins, hvernig sem það er svo metið, verður aldrei selt í ÁTVR með núgildandi reglum. ROKK slf er komið í samband við birgja sem eru með vín merktum Rolling Stones, Police, AC/DC, Pink Floyd og í lauslegum viðræðum við birgja sem er með nokkrar Elvis Presley flöskur til sölu. Ekkert af þessu víni verður nokkurn tímann til sölu í ÁTVR. Síðan vaknar óneitanlega spurningin hvort stóru fyrirtækin lúta öðrum reglum en litlu fyrirtækin ? Heilagur Papi er gott dæmi en þar setti umboðsmaður Alþingis ofaní við ÁTVR og Fjármálaráðuneytið eftir að Papinn fékk ekki náð hjá þessum stofnunum. Ómögulegt er að vita um allar þær tegundir sem særðu blygðunarkennd "nefndarmanna" og var hafnað. Þá er brugghúsið Borg sem er í eigu Ölgerðarinnar að setja á markað nýjan bjór sem ber nafnið Surtur. Rétt er að það komi skýrt fram að ROKK slf hefur ekkert á móti Ölgerðinni en ef nota ætti sömu rök á stór og lítil fyrirtæki sem eru að setja nýjar vörur á markað þá kæmist þessi vara líklega ekki í sölu í ÁTVR. Surtur er ekkert minna en heimsendaspá með tilheyrandi morðum og blóðsúthellingum og ekki þykir líklegt að Surtur sjálfur komi mikið að framleiðslu bjórsins. Þessi bjór fór í sölu í ÁTVR á bóndadaginn og selst vonandi vel. Fleiri tegundir sem ÁTVR selur sem hljóta að falla undir sömu rök og varð til þess að Motörhead Shiraz var synjað eru meðal annars Captain Morgan (kemur hann að gerð rommsins?), Dooley´s Toffee (skírskotun í nammi), Hobgoblin bjór, Fjallagrasaseyði (inniheldur gildishlaðnar upplýsingar) og Hoegarden Verbuten Vrucht þar sem miðinn inniheldur nekt, sem er náttúrulega tabú á Íslandi og má helst hvergi sjást. ROKK slf biður innflytjendur þessara vína fyrirfram afsökunar á þessari upptalningu og vonar að hún geri ekkert annað en auka söluna hjá þeim. Hún er eingöngu til að sýna fram á mismunun ÁTVR á birgjum sínum. Væri ekki bara einfaldast að láta markaðinn ráða því hvað er selt í ÁTVR og hvað ekki ? Ef fólki líkar ekki innihaldið eða umbúðirnar sem það er í þá er það einfaldlega ekki keypt og fellur því um sjálft sig. Hversu langt á forræðishyggjan að ganga í okkar annars frábæra landi ? Einhver hefði haldið að það væri alveg nóg að skattleggja áfengi til tunglsins og til baka svo ekki bætist við ótrúlegar siðareglur sem gilda einungis fyrir suma en ekki alla til að fara eftir. Þess má að lokum geta að umboðsmaður Alþingis er kominn með þetta mál inná borð hjá sér. Á hverjum degi flytja fimm manns frá Íslandi til þess að hefja nýtt líf í öðru landi og lái þeim hver sem vill.Fyrir hönd ROKK slf.Hjörleifur Árnason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á hverjum degi flytja fimm manns frá Íslandi til þess að hefja nýtt líf í öðru landi. Eftir 2008 hefur hvert áfallið á fætur öðru dunið á hinum almenna borgara með hækkandi sköttum og verðlausari krónu og hafa menn reynt hvað þeir geta til þess að bæta upp tapið með allskyns aukavinnu. Eitt slíkt tilvik átti sér stað í mars 2011. Þá var stofnað fyrirtækið ROKK slf sem ætlaði sér stóra hluti á innflutningi á Rauðvíninu Motörhead Shiraz og verður saga þess rakin hér stuttlega. Stofnendur gerðu sér grein fyrir gríðarlega háum og ósanngjörnum tollum og gjöldum á áfengi en töldu sig vera með nokkuð sérstaka vöru sem hefur ekki verið í boði á íslenskum markaði hingað til. Þeir voru komnir í samband við nokkra aðila sem sérhæfa sig í framleiðslu vína sem eru framleidd í samstarfi við tónlistarmenn og / eða umboðsmenn þeirra og eru kennd við þá. Byrjað var á því að flytja inn einn kassa til að kanna markaðinn og farið með tvær flöskur til ÁTVR sem prufur til að leggja fyrir óskilgreinda nefnd sem leggja átti mat á það hvort vínið kæmist í reynslusölu eða ekki. Þetta var í byrjun mars 2011. 28. mars tekur síðan nefnd ÁTVR ákvörðun um að hafna umsókninni um vínið og vísar þar til siðareglna ÁTVR. ROKK slf leggur þá fram mótgögn í málinu og reynir að snúa við ákvörðun ÁTVR. 29. apríl er svarað með staðfestingu á fyrri höfnun. Þá er málið kært samdægurs til Fjármálaráðuneytis eins og eðlilegt ferli er. Engar upplýsingar eru gefnar um hvar eigi að kæra og kæran því send á skrifsfofustjóra ráðuneytisins sem áframsendir beiðnina samdægurs til lögfræðings ráðuneytisins. 5. maí svarar svo Guðmundur Jóhann Árnason lögfræðingur og er settur á fundur með honum þar sem farið er yfir stöðu mála og í beinu framhaldi lögð fram formleg kæra. 1. júlí kemur loksins svar, eftir margítrekaðar tölvupóstsendingar, um að búið sé að úrskurða í málinu. Niðurstaðan var sú að kærunefnd Fjármálaráðuneytis hefði komist að þeirri niðurstöðu að snúa við ákvörðun ÁTVR um að hafna umsókn um Motörhead Shiraz. Aðgangur að birgja vef ÁTVR er síðan veittur 13. júlí og samdægurs sótt um reynslusölu á Motörhead Shiraz í gegnum vefinn. Fyrir fyrirtæki sem er nýstofnað og á vægast sagt mjög erfitt með að fá skýr svör um næstu skref var álitið sem svo að málið væri í höfn og því farið í það að panta eitt bretti af rauðvíni. Annað kom hinsvegar í ljós. ÁTVR hafði eingöngu verið að hafna "umsókn" um reynslusölu, en ekki reynslusölunni sjálfri. Einnig er rétt að taka fram á þessum tímapunkti að ROKK slf hefur enginn svör fengið um það hvaða fólk situr í ákvörðunarnefnd ÁTVR né hverjir sitja í kærunefnd Fjármálaráðuneytisins. Eftir margítrekaðar tilraunir til svars um ákvörðun um sölu, kemur, þann 3. Ágúst, loksins svar frá framkvæmdastjóra sölu og þjónustusviðs ÁTVR, þar sem hann segir að svars megi vænta á næstu dögum. 17. ágúst er svo þolinmæðin á þrotum og póstur sendur á Guðmund Árnason ráðuneytisstjóra Fjármálaráðuneytisins og Ívar J. Arndal forstjóra ÁTVR til að fá úr því skorið hvort yfir höfuð væri verið að vinna í málum ROKK slf, hvorugur þeirra hafði fyrir því að svara. 22. ágúst kemur svo niðurstaða ÁTVR um að stofnunin hafni reynslusölu á Motörhead Shiraz. 2. september er því leitað til lögmannsstofu sem sendir formlegt bréf til ÁTVR þar sem bent er á að engin ný gögn hafi komið fram í málinu síðan ráðuneytið úrskurðaði að ÁTVR bæri að taka við umsókn um reynslusölu og þess krafist að taka vínið í reynslusölu. Við því var ekki orðið. 19. september er seinni kæran því send inn til Fjármálaráðuneytisins og enn og aftur eftir margítrekaðar tilraunir til þess að ná sambandi við lögfræðing ráðuneytisins kemur loks lokaniðurstaða inn um lúguna í byrjun árs 2012. Á einhvern óskiljanlegan hátt tekst kærunefnd ráðuneytisins að vera sammála ÁTVR og hafna reynslusölu á víninu í verslunum ÁTVR. Þetta er þveröfug niðurstaða við fyrra svari ráðuneytisins með nákvæmlega sömu gögn í höndunum. Fyrirspurn ROKK slf um reynslusölu á Motörhead Shiraz í ÁTVR hefur því tekið um það bil 10 mánuði og eru helstu ástæður höfnunar eftirfarandi: „Nafn hljómsveitarinnar er vísun í notendur hins ólöglega fíkniefnis amfetamíns ásamt því að textar við lög hljómsveitarinnar fjalli iðulega um stríð, misnotkun valds, óábyrgt kynlíf og misnotkun vímuefna ". Þessar upplýsingar fékk ÁTVR af hinum opna upplýsingavef Wikipedia en á honum getur hver sem er sett inn þær upplýsingar sem honum sýnist og er hann því varla marktækur í kærumálum sem þessum. Einnig segir í úrskurði að umrætt rauðvín sé ekki framleitt af Motörhead heldur af Broken Back Winery í Ástralíu og þar af leiðandi má ekki standa Motörhead framann á flöskunni. Semsagt meðlimir hljómsveitarinnar eru ekki sveittir að tína ber og tappa á flöskur og þess vegna má nafn hljómsveitarinnar ekki prýða miðann á flöskunni. Rétt er að það komi einnig fram að lönd sem við miðum okkur oft við í regluverki eru að selja Motörhead Shiraz. Í Svíþjóð seldist fyrsta upplag upp á nokkrum dögum, í Finnlandi seldist það einnig upp á nokkrum dögum. Í Noregi, Bretlandi og Þýskalandi hefur salan einnig farið vel af stað. Einnig er komið á markaðinn Motörhead Vodka og selst hann einnig mjög vel erlendis. Af þessu má einfaldlega sjá að allt vín sem ber merki tónlistarmanns eða hljómsveitar, sem kemur ekki beint sjálfur að gerð vínsins, hvernig sem það er svo metið, verður aldrei selt í ÁTVR með núgildandi reglum. ROKK slf er komið í samband við birgja sem eru með vín merktum Rolling Stones, Police, AC/DC, Pink Floyd og í lauslegum viðræðum við birgja sem er með nokkrar Elvis Presley flöskur til sölu. Ekkert af þessu víni verður nokkurn tímann til sölu í ÁTVR. Síðan vaknar óneitanlega spurningin hvort stóru fyrirtækin lúta öðrum reglum en litlu fyrirtækin ? Heilagur Papi er gott dæmi en þar setti umboðsmaður Alþingis ofaní við ÁTVR og Fjármálaráðuneytið eftir að Papinn fékk ekki náð hjá þessum stofnunum. Ómögulegt er að vita um allar þær tegundir sem særðu blygðunarkennd "nefndarmanna" og var hafnað. Þá er brugghúsið Borg sem er í eigu Ölgerðarinnar að setja á markað nýjan bjór sem ber nafnið Surtur. Rétt er að það komi skýrt fram að ROKK slf hefur ekkert á móti Ölgerðinni en ef nota ætti sömu rök á stór og lítil fyrirtæki sem eru að setja nýjar vörur á markað þá kæmist þessi vara líklega ekki í sölu í ÁTVR. Surtur er ekkert minna en heimsendaspá með tilheyrandi morðum og blóðsúthellingum og ekki þykir líklegt að Surtur sjálfur komi mikið að framleiðslu bjórsins. Þessi bjór fór í sölu í ÁTVR á bóndadaginn og selst vonandi vel. Fleiri tegundir sem ÁTVR selur sem hljóta að falla undir sömu rök og varð til þess að Motörhead Shiraz var synjað eru meðal annars Captain Morgan (kemur hann að gerð rommsins?), Dooley´s Toffee (skírskotun í nammi), Hobgoblin bjór, Fjallagrasaseyði (inniheldur gildishlaðnar upplýsingar) og Hoegarden Verbuten Vrucht þar sem miðinn inniheldur nekt, sem er náttúrulega tabú á Íslandi og má helst hvergi sjást. ROKK slf biður innflytjendur þessara vína fyrirfram afsökunar á þessari upptalningu og vonar að hún geri ekkert annað en auka söluna hjá þeim. Hún er eingöngu til að sýna fram á mismunun ÁTVR á birgjum sínum. Væri ekki bara einfaldast að láta markaðinn ráða því hvað er selt í ÁTVR og hvað ekki ? Ef fólki líkar ekki innihaldið eða umbúðirnar sem það er í þá er það einfaldlega ekki keypt og fellur því um sjálft sig. Hversu langt á forræðishyggjan að ganga í okkar annars frábæra landi ? Einhver hefði haldið að það væri alveg nóg að skattleggja áfengi til tunglsins og til baka svo ekki bætist við ótrúlegar siðareglur sem gilda einungis fyrir suma en ekki alla til að fara eftir. Þess má að lokum geta að umboðsmaður Alþingis er kominn með þetta mál inná borð hjá sér. Á hverjum degi flytja fimm manns frá Íslandi til þess að hefja nýtt líf í öðru landi og lái þeim hver sem vill.Fyrir hönd ROKK slf.Hjörleifur Árnason
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun