Tónlist

Skálmöld í hljóðver föstudaginn þrettánda

Björgvin Sigurðsson og félagar í Skálmöld virðast ekki vera hjátrúarfullir því þeir hafa bókað tíma í hljóðveri föstudaginn 13. apríl. Tilefnið er ný plata víkingarokkaranna sem áætlað er að komi út í haust.

Hljómsveitin hélt tvenna tónleika á Gauki á Stöng síðasta laugardag. Biðröðin á þá báða náði alla leið að Grillhúsi Guðmundar og komust því færri að en vildu. Skálmöld spilaði eitt nýtt lag á tónleikunum og verður það væntanlega að finna á nýja gripnum. -fb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.