Hrífandi ævintýri um Hugo 9. febrúar 2012 14:00 Dramatísku ævintýramyndinni um munaðarlausa drenginn Hugo hefur verið vel tekið vestanhafs en hún hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna á dögunum. Myndin verður frumsýnd hér á landi á morgun. Myndin Hugo gerist í París á fjórða áratug síðustu aldar og er dramatísk ævintýramynd sem spilar á tilfinningaskalann. Myndin er sú fyrsta sem leikstjórinn frægi Martin Scorsese tekur í þrívídd en honum líkaði tæknin vel. „Mér fannst þrívíddin mjög áhugaverð vegna þess hve mikið hún sýnir af tilfinningum leikaranna. Hver einasta hreyfing og hverri einustu hugsun er mun betur fylgt eftir með hjálp tækninnar." Myndin er byggð á metsölubók Brians Selznick og fjallar um hinn tólf ára gamla Hugo Cabret sem neyðist til að flytja til drykkfellds frænda eftir að faðir hans fellur frá. Frændinn vinnur við að laga klukkuna á aðallestarstöð borgarinnar en lætur sig skyndilega hverfa og verður Hugo því einn síns liðs á lestarstöðinni. Hann kemur sér fyrir í veggjum stöðvarinnar og stelur sér mat. Þar vinnur hann að sínu metnaðarfyllsta verkefni, að laga vélmenni sem faðir hans byggði. Hugo kynnist jafnaldra sínum Ísabellu og saman reyna þau að leysa ráðgátuna um vélmennið en Hugo er handviss um að vélmennið geymi mikilvæg skilaboð til hans frá föðurnum. Myndin hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda og hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna eða ellefu talsins, meðal annars sem besta myndin og besti leikstjórinn. Scorsese hlaut einmitt Golden Globe-verðlaunin á dögunum fyrir bestu leikstjórn í Hugo. Gagnrýnendur ausa myndina lofi og hafa blöð eins og Time, New York Daily News og Hollywood Reporter gefið myndinni fullt hús stiga. Gagnrýnandi Empire segir myndina vera einstakt sjónarspil fyrir börn jafnt sem fullorðna. Golden Globes Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Fleiri fréttir Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Sjá meira
Dramatísku ævintýramyndinni um munaðarlausa drenginn Hugo hefur verið vel tekið vestanhafs en hún hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna á dögunum. Myndin verður frumsýnd hér á landi á morgun. Myndin Hugo gerist í París á fjórða áratug síðustu aldar og er dramatísk ævintýramynd sem spilar á tilfinningaskalann. Myndin er sú fyrsta sem leikstjórinn frægi Martin Scorsese tekur í þrívídd en honum líkaði tæknin vel. „Mér fannst þrívíddin mjög áhugaverð vegna þess hve mikið hún sýnir af tilfinningum leikaranna. Hver einasta hreyfing og hverri einustu hugsun er mun betur fylgt eftir með hjálp tækninnar." Myndin er byggð á metsölubók Brians Selznick og fjallar um hinn tólf ára gamla Hugo Cabret sem neyðist til að flytja til drykkfellds frænda eftir að faðir hans fellur frá. Frændinn vinnur við að laga klukkuna á aðallestarstöð borgarinnar en lætur sig skyndilega hverfa og verður Hugo því einn síns liðs á lestarstöðinni. Hann kemur sér fyrir í veggjum stöðvarinnar og stelur sér mat. Þar vinnur hann að sínu metnaðarfyllsta verkefni, að laga vélmenni sem faðir hans byggði. Hugo kynnist jafnaldra sínum Ísabellu og saman reyna þau að leysa ráðgátuna um vélmennið en Hugo er handviss um að vélmennið geymi mikilvæg skilaboð til hans frá föðurnum. Myndin hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda og hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna eða ellefu talsins, meðal annars sem besta myndin og besti leikstjórinn. Scorsese hlaut einmitt Golden Globe-verðlaunin á dögunum fyrir bestu leikstjórn í Hugo. Gagnrýnendur ausa myndina lofi og hafa blöð eins og Time, New York Daily News og Hollywood Reporter gefið myndinni fullt hús stiga. Gagnrýnandi Empire segir myndina vera einstakt sjónarspil fyrir börn jafnt sem fullorðna.
Golden Globes Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Fleiri fréttir Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Sjá meira