I save Arnþór Gunnarsson skrifar 13. júní 2012 06:00 Sagan sýnir að pólitískur og efnahagslegur óstöðugleiki eða stjórnarbyltingar ala gjarnan af sér nýja öfluga pólitíska leiðtoga sem taka að sér að leiða þjóðir út úr aðsteðjandi vanda. Að vísu er upp og ofan hvort sú leiðsögn hefur reynst farsæl, því oftar en ekki hefur bjargvætturinn reynst vera loddari og lýðskrumari. Saga tuttugustu aldar geymir marga slíka. Allt frá bankahruninu og búsáhaldabyltingunni hafa margir Íslendingar vænst þess að fram á sjónarsviðið kæmi einstaklingur með sterkan persónuleika, hyggjuvit og slíka pólitíska færni að hann gæti leitt þjóðina í gegnum þrengingarnar og áfram inn í uppbyggingarstarfið. Mörgum til mikillar furðu bólaði ekkert á slíkum einstaklingi en þeir hinir sömu hafa nú loksins áttað sig á því að hann er mættur og það fyrir löngu. Hann var nefnilega á sviðinu allan tímann. Hann var á pólitíska sviðinu, fyrst sem alþingismaður, síðan ráðherra og loks forseti. Og hann var í útrásarveislunum, ýmist sem boðsgestur eða þá að hann hélt þær sjálfur. Og hann var í fjölmiðlunum, bæði hérlendis og erlendis. Hann var mikilvirkur gerandi og hann er það ennþá. Hlutverkin eru orðin mörg eins og hjá gamalreyndum leikara. En öfugt við leikarann hefur hann aldrei haft leikstjóra því hann hefur stjórnað sér sjálfur. Ekki nóg með það, hann hefur líka samið rulluna sína sjálfur. Framan af var hann að vísu oftar en ekki í aukahlutverki, enda létu þá ýmsir leikstjórar og handritshöfundar mjög að sér kveða, auk þess sem hann var frekar óvinsæll meðal áhorfenda. En mörg undanfarin ár hefur hann farið með eitt af aðalhlutverkunum og nú orðið er hann einfaldlega einn í aðalhlutverki. Aðrir eru í aukahlutverkum. Og vinsældir hans meðal áhorfenda hafa aukist til muna. Reyndar er orðið vafasamt að tala um áhorfendur því þeir eru orðnir virkir þátttakendur í leiknum, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Leikur þeirra er að sönnu veigalítill, þeir eru ýmist í klappliðinu eða pú-liðinu. Fáir muna lengur hvenær og hvernig sjónleikur þessi byrjaði og enginn veit fyrir víst hvaða stefnu hann tekur næst eða hvenær honum lýkur. Jafnvel ekki handritshöfundurinn sjálfur, enda semur hann handritið jafnharðan. Það er galdurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Sagan sýnir að pólitískur og efnahagslegur óstöðugleiki eða stjórnarbyltingar ala gjarnan af sér nýja öfluga pólitíska leiðtoga sem taka að sér að leiða þjóðir út úr aðsteðjandi vanda. Að vísu er upp og ofan hvort sú leiðsögn hefur reynst farsæl, því oftar en ekki hefur bjargvætturinn reynst vera loddari og lýðskrumari. Saga tuttugustu aldar geymir marga slíka. Allt frá bankahruninu og búsáhaldabyltingunni hafa margir Íslendingar vænst þess að fram á sjónarsviðið kæmi einstaklingur með sterkan persónuleika, hyggjuvit og slíka pólitíska færni að hann gæti leitt þjóðina í gegnum þrengingarnar og áfram inn í uppbyggingarstarfið. Mörgum til mikillar furðu bólaði ekkert á slíkum einstaklingi en þeir hinir sömu hafa nú loksins áttað sig á því að hann er mættur og það fyrir löngu. Hann var nefnilega á sviðinu allan tímann. Hann var á pólitíska sviðinu, fyrst sem alþingismaður, síðan ráðherra og loks forseti. Og hann var í útrásarveislunum, ýmist sem boðsgestur eða þá að hann hélt þær sjálfur. Og hann var í fjölmiðlunum, bæði hérlendis og erlendis. Hann var mikilvirkur gerandi og hann er það ennþá. Hlutverkin eru orðin mörg eins og hjá gamalreyndum leikara. En öfugt við leikarann hefur hann aldrei haft leikstjóra því hann hefur stjórnað sér sjálfur. Ekki nóg með það, hann hefur líka samið rulluna sína sjálfur. Framan af var hann að vísu oftar en ekki í aukahlutverki, enda létu þá ýmsir leikstjórar og handritshöfundar mjög að sér kveða, auk þess sem hann var frekar óvinsæll meðal áhorfenda. En mörg undanfarin ár hefur hann farið með eitt af aðalhlutverkunum og nú orðið er hann einfaldlega einn í aðalhlutverki. Aðrir eru í aukahlutverkum. Og vinsældir hans meðal áhorfenda hafa aukist til muna. Reyndar er orðið vafasamt að tala um áhorfendur því þeir eru orðnir virkir þátttakendur í leiknum, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Leikur þeirra er að sönnu veigalítill, þeir eru ýmist í klappliðinu eða pú-liðinu. Fáir muna lengur hvenær og hvernig sjónleikur þessi byrjaði og enginn veit fyrir víst hvaða stefnu hann tekur næst eða hvenær honum lýkur. Jafnvel ekki handritshöfundurinn sjálfur, enda semur hann handritið jafnharðan. Það er galdurinn.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar