Innlent

Úraræningjar fyrir dóm í dag

Við þingfestingu málsins, 30. maí síðastliðinn.
Við þingfestingu málsins, 30. maí síðastliðinn. mynd/gva

Aðalmeðferð fer fram í dag í máli ríkissaksóknara gegn þeim Grzegorz Marcin Nowak og Pawel Jerzy Podburaczynski, sem eru grunaðir um hafa skipulagt úrarán í Michelsen á Laugavegi síðasta haust. Einn maður hefur þegar verið dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir aðild sína að ráninu.



Við þingfestingu málsins í lok maí síðastliðinn játuðu mennirnir aðild sína að ráninu en neituðu hinsvegar að hafa skipulagt það og fjármagnað. Þeir neituðu líka að hafa stolið fjórum bílum sem voru notaðir í ráninu.



Fjórir menn fóru vopnaðir leikfangabyssum inn í úrabúðina og stálu úrum fyrir um 50 milljónir. Eftir ránið komust þeir allir úr landi nema einn, Marcin Tomsz Lech, sem átti að koma þýfinu úr landi með Norrænu. Hann var handtekinn og síðar dæmdur í fimm ára fangelsi á og til þess að greiða 14 milljóna króna kröfu VÍS tryggingafélagsins.



Grzegorz og Pawel komust úr landi en voru þó handteknir í Póllandi stuttu síðar. En þar sem enginn framsalssamningur er í gildi á milli Íslands og Póllands var ekki hægt að krefjast framsals. Þeir voru þó handteknir stuttu síðar í Sviss og voru þá framseldir.



Starfsfólk Michelsen fer fram á 24 milljónir í miskabætur og VÍS krefst 14 milljóna af þeim.



Aðalmeðferðin hefst klukkan 13:15 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×