Enn um vald forseta Finnur Torfi Stefánsson skrifar 13. júní 2012 06:00 Mikil hreyfing er nú meðal manna að gefa forseta Íslands heimild til þess að neita að undirrita lög frá Alþingi og gera hann þannig pólitískan. Þetta gera menn þvert gegn þeim skilningi á stjórnarskránni, sem verið hefur í gildi frá lýðveldisstofnun, að forseti sé, þrátt fyrir mikil formleg völd, efnislega með öllu valdalaus og ábyrgðarlaus á öllum stjórnarathöfnum. Sú túlkun byggir á skýrum og óumdeilanlegum ákvæðum stjórnarskrárinnar, eins og sýnt hefur verið fram á hér í blaðinu. Ekki verður þess vart að stuðningsmenn pólitísks forseta ætli sér að breyta stjórnarskránni með þeim hætti sem lögboðinn er, heldur eiga yfirlýsingar og endurtekningar í fjölmiðlum að duga og forseti að hrifsa völdin sjálfur í kjölfarið, eftir því sem hann telur henta. Mikill vandi steðjar að þessu góða fólki, því nú hafa runnið upp fyrir því djúpstæðir annmarkar málstaðarins, sem greinilega var ekki hugsað fyrir í upphafi. Ef forsetanum eru játuð völd til þess að neita að skrifa undir lög frá Alþingi þá hlýtur hann einnig að mega neita að skipa ráðherra, setja embættismenn í stöður, gera samninga við erlend ríki og margt fleira, sem upp er talið í stjórnarskránni, eftir því sem honum hentar. Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu er það einkum með 11. gr. 13. gr og 14. gr. stjskr., sem öll efnisleg völd eru tekin af forseta og færð öðrum. Menn hafa þegar talað sig upp í það, að framangreind ákvæði gildi ekki um 26.gr stjskr., sem fjallar um málsskotsrétt. Þá hlýtur sú spurning að fylgja hvort ekki sé rétt að tala sig upp í það líka, að víkja greinunum þremur til hliðar hvað varðar allar aðrar starfsskyldur forsetans. Ræða menn það nú í fullri alvöru hvort forseti geti ekki sniðgengið þingræðisreglu og rofið þing að vild sinni. Einn ágætur háskólakennari skrifaði um þessi efni nýlega og reynir að koma fótum undir haltan málstað. Hann segir meðal annars: „Hins vegar gildir reglan (þ.e. 14.gr. stjskr., innskot undirritaðs) ekki um synjunarvald forseta skv. 26. gr. stjskr. Forseti getur því synjað lögum Alþingis staðfestingar án atbeina ráðherra…" Háskólakennarinn rökstyður þessa skoðun ekki einu orði og vitnar ekki í neinar réttarheimildir eða lagarök máli sínu til stuðnings. Fullyrðingin ein er látin duga. Efnislega samhljóða fullyrðing hefur dunið á eyrum landsmanna um nokkra hríð og eftir því sem best er vitað alltaf án rökstuðnings. Hér er þeirri aðferð fylgt að láta endurtekninguna undirbyggja sannfæringuna og bæta það upp sem á skortir í rökum. Það er gömul aðferð og hefur orðið mönnum til mikils tjóns og vandræða um langan aldur. Því næst heldur háskólakennarinn því fram að forsetinn hafi samkvæmt stjskr. „neikvæðar valdheimildir". Hann verði ekki þvingaður til að staðfesta tillögur ráðherra um ýmis mál. Samkvæmt þessu á forseti að hafa um það frjálst val hvort hann uppfyllir þær ýmsu skyldur embættisins sem á hann eru lagðar í stjórnarskránni. Þetta er frumleg kenning. Gaman væri að vita hvort kennarinn telur þetta valkvæði geta náð til annarra greina réttarins og hvort almenningur geti líka notið góðs af kenningunni og menn ráði því sjálfir að hve miklu leyti þeir hlýða lögum. Það gildir um þessa kenningu eins og staðhæfinguna um málskotsrétt forsetans, að engin tilraun er gerð til þess að rökstyðja hana, því síður er borið við að finna henni staðfestingu í lögum eða öðrum réttarheimildum. Hér er um að hreina hugarsmíð að ræða, sem er sett fram að því er virðist í þeirri von að hún fái hljómgrunn í fjölmiðlum og verði endurtekin nógu oft til þess að verða á endanum samþykkt sem gildur réttur á Íslandi. Þess verður oft vart að fræðimenn setji fram skoðanir og fullyrðingar með þessum hætti. Sá andi svífur yfir vötnum að menn þurfi ekki lengur að aga hugsun sína eftir akademískum venjum eða að fara eftir lögum. Hroki og sjálfsánægja bólunnar lifir enn. Það er að sönnu furðulegt að heyra löglærða menn tala og skrifa í þeim dúr að unnt sé að breyta stjórnarskrá með því að brjóta hana fyrst og ná síðan samstöðu um brotið í fjölmiðlaumræðu. Hér er komið að grundvelli réttarríkisins. Vilja menn fara eftir lögum eða ekki. Þá heggur sá er hlífa skyldi ef kennarar Lagadeildar HÍ styðja stjórnarskrárbreytingar án laga. Íslensk stjórnskipun er ekki losaralegur samtíningur heldur heilsteypt smíð. Hún er eins og hús sem hrynur til grunna ef einni meginstoð er kippt undan henni. Málsskotsréttur er nú efnislega í höndum ráðherra. Það má vel vera að gott sé fyrir stjórnarfarið að hafa víðtækari málskotsrétt en það. Hins vegar stríðir það gegn grunnhugsun stjórnarskrárinnar að forseti hafi slíkt vald. Hann hefur öðrum hlutverkum að gegna, m.a. þeim að stuðla að samstöðu þjóðarinnar og virðingu manna fyrir lögum, rétti og stjórnarfari. Oft var þörf á slíku og nú er það nauðsyn. Hvaða leið sem menn vilja fara í þessu efni ætti það að vera yfir deilur hafið, að stjórnarskránni verður ekki breytt með öðrum hætti en þeim sem mælt er fyrir um í lögum. Fjölmiðlaskrumið eitt getur þar aldrei dugað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mikil hreyfing er nú meðal manna að gefa forseta Íslands heimild til þess að neita að undirrita lög frá Alþingi og gera hann þannig pólitískan. Þetta gera menn þvert gegn þeim skilningi á stjórnarskránni, sem verið hefur í gildi frá lýðveldisstofnun, að forseti sé, þrátt fyrir mikil formleg völd, efnislega með öllu valdalaus og ábyrgðarlaus á öllum stjórnarathöfnum. Sú túlkun byggir á skýrum og óumdeilanlegum ákvæðum stjórnarskrárinnar, eins og sýnt hefur verið fram á hér í blaðinu. Ekki verður þess vart að stuðningsmenn pólitísks forseta ætli sér að breyta stjórnarskránni með þeim hætti sem lögboðinn er, heldur eiga yfirlýsingar og endurtekningar í fjölmiðlum að duga og forseti að hrifsa völdin sjálfur í kjölfarið, eftir því sem hann telur henta. Mikill vandi steðjar að þessu góða fólki, því nú hafa runnið upp fyrir því djúpstæðir annmarkar málstaðarins, sem greinilega var ekki hugsað fyrir í upphafi. Ef forsetanum eru játuð völd til þess að neita að skrifa undir lög frá Alþingi þá hlýtur hann einnig að mega neita að skipa ráðherra, setja embættismenn í stöður, gera samninga við erlend ríki og margt fleira, sem upp er talið í stjórnarskránni, eftir því sem honum hentar. Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu er það einkum með 11. gr. 13. gr og 14. gr. stjskr., sem öll efnisleg völd eru tekin af forseta og færð öðrum. Menn hafa þegar talað sig upp í það, að framangreind ákvæði gildi ekki um 26.gr stjskr., sem fjallar um málsskotsrétt. Þá hlýtur sú spurning að fylgja hvort ekki sé rétt að tala sig upp í það líka, að víkja greinunum þremur til hliðar hvað varðar allar aðrar starfsskyldur forsetans. Ræða menn það nú í fullri alvöru hvort forseti geti ekki sniðgengið þingræðisreglu og rofið þing að vild sinni. Einn ágætur háskólakennari skrifaði um þessi efni nýlega og reynir að koma fótum undir haltan málstað. Hann segir meðal annars: „Hins vegar gildir reglan (þ.e. 14.gr. stjskr., innskot undirritaðs) ekki um synjunarvald forseta skv. 26. gr. stjskr. Forseti getur því synjað lögum Alþingis staðfestingar án atbeina ráðherra…" Háskólakennarinn rökstyður þessa skoðun ekki einu orði og vitnar ekki í neinar réttarheimildir eða lagarök máli sínu til stuðnings. Fullyrðingin ein er látin duga. Efnislega samhljóða fullyrðing hefur dunið á eyrum landsmanna um nokkra hríð og eftir því sem best er vitað alltaf án rökstuðnings. Hér er þeirri aðferð fylgt að láta endurtekninguna undirbyggja sannfæringuna og bæta það upp sem á skortir í rökum. Það er gömul aðferð og hefur orðið mönnum til mikils tjóns og vandræða um langan aldur. Því næst heldur háskólakennarinn því fram að forsetinn hafi samkvæmt stjskr. „neikvæðar valdheimildir". Hann verði ekki þvingaður til að staðfesta tillögur ráðherra um ýmis mál. Samkvæmt þessu á forseti að hafa um það frjálst val hvort hann uppfyllir þær ýmsu skyldur embættisins sem á hann eru lagðar í stjórnarskránni. Þetta er frumleg kenning. Gaman væri að vita hvort kennarinn telur þetta valkvæði geta náð til annarra greina réttarins og hvort almenningur geti líka notið góðs af kenningunni og menn ráði því sjálfir að hve miklu leyti þeir hlýða lögum. Það gildir um þessa kenningu eins og staðhæfinguna um málskotsrétt forsetans, að engin tilraun er gerð til þess að rökstyðja hana, því síður er borið við að finna henni staðfestingu í lögum eða öðrum réttarheimildum. Hér er um að hreina hugarsmíð að ræða, sem er sett fram að því er virðist í þeirri von að hún fái hljómgrunn í fjölmiðlum og verði endurtekin nógu oft til þess að verða á endanum samþykkt sem gildur réttur á Íslandi. Þess verður oft vart að fræðimenn setji fram skoðanir og fullyrðingar með þessum hætti. Sá andi svífur yfir vötnum að menn þurfi ekki lengur að aga hugsun sína eftir akademískum venjum eða að fara eftir lögum. Hroki og sjálfsánægja bólunnar lifir enn. Það er að sönnu furðulegt að heyra löglærða menn tala og skrifa í þeim dúr að unnt sé að breyta stjórnarskrá með því að brjóta hana fyrst og ná síðan samstöðu um brotið í fjölmiðlaumræðu. Hér er komið að grundvelli réttarríkisins. Vilja menn fara eftir lögum eða ekki. Þá heggur sá er hlífa skyldi ef kennarar Lagadeildar HÍ styðja stjórnarskrárbreytingar án laga. Íslensk stjórnskipun er ekki losaralegur samtíningur heldur heilsteypt smíð. Hún er eins og hús sem hrynur til grunna ef einni meginstoð er kippt undan henni. Málsskotsréttur er nú efnislega í höndum ráðherra. Það má vel vera að gott sé fyrir stjórnarfarið að hafa víðtækari málskotsrétt en það. Hins vegar stríðir það gegn grunnhugsun stjórnarskrárinnar að forseti hafi slíkt vald. Hann hefur öðrum hlutverkum að gegna, m.a. þeim að stuðla að samstöðu þjóðarinnar og virðingu manna fyrir lögum, rétti og stjórnarfari. Oft var þörf á slíku og nú er það nauðsyn. Hvaða leið sem menn vilja fara í þessu efni ætti það að vera yfir deilur hafið, að stjórnarskránni verður ekki breytt með öðrum hætti en þeim sem mælt er fyrir um í lögum. Fjölmiðlaskrumið eitt getur þar aldrei dugað.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun