Karla- og kvennalið Keflavíkur hafa orðið fyrir blóðtöku þar sem Arnar Freyr Jónsson og Ingibjörg Jakobsdóttir eru bæði á leið til Danmerkur.
Arnar Freyr og Ingibjörg eru par og halda því saman til Danmerkur þar sem þau ætla bæði að spila í Árósum. Bæði slitu nýlega krossband í hné en Arnar náði þó að spila í lok síðasta tímabils.
Arnar Freyr lék með Aabyhoj árið 2010 áður en hann meiddist en Víkurfréttir greindu frá því fyrr í vikunni að hann væri nú staddur í Danmörku til að ganga frá samningum við félagið á nýjan leik en það heitir í dag BC Aarhus.
Karfan.is greindi svo frá því í dag að Ingibjörg myndi líka fara til Danmerkur og leika með kvennaliði Aabyhoj.
Arnar Guðjónsson er aðstoðarþjálfari BC Aarhus.
Arnar Freyr og Ingibjörg til Danmerkur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið






Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við
Íslenski boltinn


„Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“
Íslenski boltinn

