Heimir: Ferguson var hugrakkur og breytti rétt
Umfjöllun um leik Man Utd og Braga frá því í gær má skoða með því að smella á örina hér fyrir ofan.
Javier Hernández stimplaði sig inn í tímabilið með því að skora tvö mörk. United lenti 0-2 undir eftir tuttugu mínútur en kom til baka og Javier Hernández tryggði liðinu þriðja sigurinn í röð í Meistaradeildinni með sínu öðru marki í leiknum.
Brasilíumaðurinn Alan kom Braga í 2-0 á fyrstu 20 mínútum leiksins. Fyrra markið skoraði hann með skalla á 2. mínútu eftir fyrirgjöf frá Hugo Viana en það síðara með skoti úr teignum eftir frábæran undirbúning Éder.
Javier Hernández náði að minnka muninn á 25. mínútu með skalla af stuttu færi eftir sendingu frá Shinji Kagawa en laglegur einleikur Robin Van Persie átti þátt í undirbúningi marksins.
Pressa Manchester United var mun meiri í seinni hálfleiknum og Jonny Evans náði að jafna metin á 62. mínútu eftir hornspyrnu. Evans hitti ekki boltann í fyrstu tilraun en náði síðan að pota boltanum inn.
Javier Hernández kom United í 3-2 með öðrum skalla nú eftir fyrirgjöf frá Tom Cleverley og það reyndist vera sigurmark leiksins.
Það er nóg um að vera á Stöð2 sport í kvöld en dagskráin hefst kl. 15:55 með leik Zenit frá Rússland i og Anderlecht frá Belgíu:
Dagskrá kvöldsins frá Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 sport:
15:55 Zenit - Anderlecht (opin dagskrá) | Stöð 2 sport HD
18:00 Þorsteinn J. og gestir – upphitun | Stöð 2 sport HD
18:30: Arsenal – Schalke | Stöð 2 sport 3
18:30: Ajax - Man. City | Stöð 2 sport 4
18:30: Borussia Dortmund - Real Madrid | Stöð 2 sport HD
20:45: Þorsteinn J. og gestir – meistaramörk
Tengdar fréttir
Meistaradeildin: Stórkostleg tilþrif hjá Joe Hart
Joe Hart, markvörður enska meistaraliðsins Manchester City, fór á kostum þegar lið hans mætti þýska meistaraliðinu Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í byrjun þessa mánaðar. Markvörðurinn og félagar hans í Man City eru með bakið upp við vegg í D-riðlinum en liðið mætir hollenska meistaraliðinu Ajax í kvöld. Í myndbrotinu sem fylgir fréttinni má sjá tilþrifin hjá Hart í leiknum gegn Dortmund og viðtal við Hart sem er markvörður enska landsliðsins.
Spartak Moskva komið á blað í Meistaradeildinni
Spartak Moskva vann sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í ár þegar liðið vann 2-1 heimasigur á Benfica í kuldanum í Moskvu í dag. Bæði lið voru án sigurs fyrir leikinn.
Manchester United lenti 0-2 undir en vann samt
Javier Hernández stimplaði sig inn í tímabilið með því að skora tvö mörk í 3-2 endurkomu sigri Manchester United á Braga í leik liðanna í Meistaradeildinni á Old Trafford í kvöld. United lenti 0-2 undir eftir tuttugu mínútur en kom til baka og Javier Hernández tryggði liðinu þriðja sigurinn í röð í Meistaradeildinni með sínu öðru marki í leiknum.
Shakhtar Donetsk vann Chelsea
Shakhtar Donetsk sýndi styrk sinn í kvöld með því að vinna 2-1 sigur á Evrópumeisturum Chelsea í Úkraínu. Shakhtar Donetsk er því komið með þriggja stiga forskot á Chelsea á toppi E-riðilsins.
Nordsjælland náði í stig gegn Juve - úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni
Nordsjælland nýtti sér örugglega góð ráð frá Ólafi Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks, þegar danska liðið var aðeins níu mínútum frá því að vinna ítölsku meistarana í Juventus í Meistaradeildinni í kvöld. Juve tryggði sér jafntefli í lokin. Roberto Soldado skoraði þrennu þegar Valencia stoppaði BATE-menn.
Jordi Alba með sigurmark Barca í uppbótartíma
Celtic kom á óvart með frábærri frammistöðu sinni á Nývangi í kvöld og var grátlega nálægt því að ná í stig út úr leiknum. Jordi Alba skoraði sigurmark Barcaelona á fjórðu mínútu í uppbótartíma og tryggði spænska liðinu nauman en sanngjarnan 2-1 sigur.
United búið að lenda átta sinnum 0-1 undir í tólf leikjum
Manchester United þekkir það orðið vel að lenda 0-1 undir og koma til baka í leikjum sínum en liðið vann enn einn endurkomusigur í kvöld með því að snúa 0-2 stöðu í 3-2 sigur á móti Braga í Meistaradeildinni. Þetta var í áttunda sinn í tólf leikjum sem United lendir 0-1 undir í leik á tímabilinu.
Sir Alex: Svona er þetta búið að vera allt þetta tímabil
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gat brosað eftir 3-2 sigur liðsins á Braga á Old Trafford í kvöld en hvorki honum né öðrum United-mönnum leyst eflaust á blikuna þegar portúgalska liðið var komið í 2-0 eftir tuttugu mínútna leik.