Fótbolti

Mancini: Þurfum kraftaverk til að komast áfram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini fylgist hér með leiknum í kvöld.
Roberto Mancini fylgist hér með leiknum í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, horfði upp á sína menn vera yfirspilaða þegar ensku meistararnir sóttu hollenska liðið Ajax heim í Meistaradeildinni í kvöld. Ajax vann leikinn 3-1 og Manchester City hefur aðeins náð í 1 stig af 9 mögulegum þegar riðlakeppnin er hálfnuð.

„Þeir voru betri en við og spiluðu betri fótbolta. Þetta er mér að kenna, ég undirbjó liðið ekki nógu vel fyrir leikinn og sökin er mín," sagði Roberto Mancini eftir leik.

„Ég sá fyrir mér að leikurinn myndi spilast öðruvísi en þetta þróaðist svona og þá er oft erfitt að bregðast við því. Við fengum samt tækifæri til að skora í þessum leik og þú verður að nýta slík færi í Meistaradeildinni," sagði Mancini.

„Það verður mjög erfitt að komast áfram úr þessum og við þurfum á kraftaverkim að halda," sagði Mancini en City-liðið er nú fimm stigum á eftir Real Madrid og sex stigum á eftir toppliði Dortmund þegar níu stig eru eftir í pottinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×