Ágúst og Lýður Guðmundssynir orðnir aðaleigendur Bakkavarar Þórður Snær Júlíusson skrifar 24. október 2012 06:00 Gerður var nauðasamningur við kröfuhafa Bakkavarar árið 2010. Í honum fólst að bræðurnir gætu eignast aftur hlut í fyrirtækinu ef þeir myndu greiða kröfuhöfum að fullu til baka. Þegar það gekk ekki eftir fengu þeir að kaupa 25 prósenta hlut. Þeir hafa síðan jafnt og þétt bætt við þá eign.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, eru orðnir stærstu einstöku hluthafar félagsins. Samkvæmt heimildum Markaðarins er eignarhluti þeirra nú um 40 prósent. Fyrir hann hafa þeir greitt yfir átta milljarða króna. Greint var frá því í Fréttablaðinu í lok september að bræðurnir væru komnir með um 30 prósenta eignarhlut í Bakkavör eftir að aðilar á þeirra vegum, meðal annars íslensk verðbréfafyrirtæki, hófu að gera innlendum hluthöfum tilboð í hluti þeirra í félaginu. Þá höfðu hluthafar á borð við þrotabú Glitnis og Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) selt bræðrunum hlut sinn. Síðan þá hafa aðrir hluthafar, meðal annars Íslandssjóðir (sjóðstýringarfélag í eigu Íslandsbanka), MP banki og minni lífeyrissjóðir, selt Lýð og Ágústi hluti sína. Ferli hafiðÁ aðalfundi Bakkavarar Group í maí síðastliðnum voru samþykktar umtalsverðar breytingar á félaginu. Í þeim fólst meðal annars að kröfuhafar Bakkavarar Group myndu breyta kröfum sínum á félagið í hlutafé í bresku móðurfélagi samstæðunnar, að Bakkavör Group yrði slitið, að bræðurnir myndu fá að kaupa fjórðungshlut í breska félaginu og að hluthafasamkomulag sem tryggði þeim meirihluta stjórnarmanna í Bakkavör yrði fellt úr gildi. Það samkomulag hafði verið í gildi frá því að nauðasamningar Bakkavarar voru samþykktir árið 2010. Greiddu sér níu milljarða í arðFjórðungshlutinn fengu bræðurnir að kaupa á um fjóra milljarða króna. Innra virði Bakkavarar miðað við eigið fé er um 20 milljarðar króna, og því ljóst að bræðurnir greiddu minna en eina krónu fyrir hverja nafnvirðiskrónu. Í kjölfarið hófu þeir mjög markvisst að reyna að kaupa hlutafé annarra hluthafa og buðust til að greiða í reiðufé. Tilboðið á þeim tíma var um 70 aurar á hverja nafnvirðiskrónu. Viðmælendur Markaðarins sem tengjast málinu segja að fjármagnið sem bræðurnir buðu hafi ekki verið lánsfé frá fjármagnsstofnunum. Mikið var því rætt um hvaðan bræðurnir fengu féð. Það ætti þó ekki að koma neinum á óvart að Lýður og Ágúst væru með fé á milli handanna. Fyrir hrun var hollenskt félag í þeirra eigu, Bakkabræður Holding B.V., aðaleigandi fjárfestingafélagsins Existu sem hélt meðal annars á eignarhlut þeirra í Bakkavör auk þess að vera stærsti eigandi Kaupþings. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kom fram að það félag hefði verið á meðal þeirra aðila sem þáðu hæstar arðgreiðslur á uppgangsárunum fyrir hrun. Alls fékk félagið tæpa níu milljarða króna í arðgreiðslur á árunum 2005 til 2007. Bæta duglega við sigBræðrunum varð strax töluvert ágengt. LSR seldi til að mynda sinn hlut í félaginu til þeirra, þó í gegnum þriðja aðila. Þann 27. september síðastliðinn var síðan haldinn hluthafafundur í Bakkavör Group til að slíta félaginu. Þegar kom að honum höfðu bræðurnir þegar tryggt sér rúmlega 30 prósenta hlut. Á meðal þeirra aðila sem höfðu líka selt þeim eignarhlut sinn var þrotabú Glitnis. Verðið sem þeir voru að greiða fyrir hlutina hafði þó farið hægt og bítandi hækkandi og var komið yfir eina krónu fyrir hverja krónu á nafnvirði. Í kjölfar slitanna má ekki lengur stunda viðskipti með „gömlu“ íslensku hlutabréfin í Bakkavör Group án undanþágu Seðlabankans heldur þurfa slík viðskipti að fara fram í Bretlandi og með hluti í breska móðurfélaginu. Áður en það gerðist bættu bræðurnir þó duglega við sig. Þeir keyptu meðal annars hluti Íslandssjóða, MP banka og minni lífeyrissjóða. Verðið sem þeir greiddu fyrir var komið upp í meira en 1,5 krónur á hverja nafnvirðiskrónu. Viðmælendur Markaðarins eru sammála um að meðalverð hafi líklega verið um ein króna fyrir hverja nafnvirðiskrónu. Samkvæmt því hafa bræðurnir greitt um átta milljarða króna fyrir um 40 prósenta hlut sinn. Stærstu einstöku eigendurnirStaðan í Bakkavör er því þannig í dag að bræðurnir eru stærstu einstöku eigendur félagsins með um 40 prósenta hlut. Hópur íslenskra kröfuhafa hefur myndað blokk á móti þeim og er með rúmlega 50 prósenta eignarhlut. Á meðal þeirra sem tilheyra þeirri blokk eru Arion banki (34 prósent), Lífeyrissjóður verzlunarmanna (sjö prósent ) og Gildi lífeyrissjóður (fimm prósent). Auk þess eru Almenni lífeyrissjóðurinn, Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Stafir lífeyrissjóður hluti af blokkinni. Afar ólíklegt er talið að þessir aðilar muni selja eignarhlut sinn til bræðranna. Aðrir eigendur eru vogunarsjóðurinn Burlington Loan Management Ltd. Sem hefur eignast alls um fimm prósenta hlut með uppkaupum á kröfum og hlutafé. Þessi sjóður er líka á meðal stærstu eigenda Klakka, sem áður hét Exista, og stærstu kröfuhafa þrotabúa Kaupþings og Glitnis. Heimildir Markaðarins herma að Burlington sjái sér frekar hag í að vinna með Arion banka og lífeyrissjóðunum en bræðrunum. Það sem upp á vantar, um fimm prósent hlutur, er í eigu fyrrum A-hlutabréfaeigenda í Bakkavör. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, eru orðnir stærstu einstöku hluthafar félagsins. Samkvæmt heimildum Markaðarins er eignarhluti þeirra nú um 40 prósent. Fyrir hann hafa þeir greitt yfir átta milljarða króna. Greint var frá því í Fréttablaðinu í lok september að bræðurnir væru komnir með um 30 prósenta eignarhlut í Bakkavör eftir að aðilar á þeirra vegum, meðal annars íslensk verðbréfafyrirtæki, hófu að gera innlendum hluthöfum tilboð í hluti þeirra í félaginu. Þá höfðu hluthafar á borð við þrotabú Glitnis og Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) selt bræðrunum hlut sinn. Síðan þá hafa aðrir hluthafar, meðal annars Íslandssjóðir (sjóðstýringarfélag í eigu Íslandsbanka), MP banki og minni lífeyrissjóðir, selt Lýð og Ágústi hluti sína. Ferli hafiðÁ aðalfundi Bakkavarar Group í maí síðastliðnum voru samþykktar umtalsverðar breytingar á félaginu. Í þeim fólst meðal annars að kröfuhafar Bakkavarar Group myndu breyta kröfum sínum á félagið í hlutafé í bresku móðurfélagi samstæðunnar, að Bakkavör Group yrði slitið, að bræðurnir myndu fá að kaupa fjórðungshlut í breska félaginu og að hluthafasamkomulag sem tryggði þeim meirihluta stjórnarmanna í Bakkavör yrði fellt úr gildi. Það samkomulag hafði verið í gildi frá því að nauðasamningar Bakkavarar voru samþykktir árið 2010. Greiddu sér níu milljarða í arðFjórðungshlutinn fengu bræðurnir að kaupa á um fjóra milljarða króna. Innra virði Bakkavarar miðað við eigið fé er um 20 milljarðar króna, og því ljóst að bræðurnir greiddu minna en eina krónu fyrir hverja nafnvirðiskrónu. Í kjölfarið hófu þeir mjög markvisst að reyna að kaupa hlutafé annarra hluthafa og buðust til að greiða í reiðufé. Tilboðið á þeim tíma var um 70 aurar á hverja nafnvirðiskrónu. Viðmælendur Markaðarins sem tengjast málinu segja að fjármagnið sem bræðurnir buðu hafi ekki verið lánsfé frá fjármagnsstofnunum. Mikið var því rætt um hvaðan bræðurnir fengu féð. Það ætti þó ekki að koma neinum á óvart að Lýður og Ágúst væru með fé á milli handanna. Fyrir hrun var hollenskt félag í þeirra eigu, Bakkabræður Holding B.V., aðaleigandi fjárfestingafélagsins Existu sem hélt meðal annars á eignarhlut þeirra í Bakkavör auk þess að vera stærsti eigandi Kaupþings. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kom fram að það félag hefði verið á meðal þeirra aðila sem þáðu hæstar arðgreiðslur á uppgangsárunum fyrir hrun. Alls fékk félagið tæpa níu milljarða króna í arðgreiðslur á árunum 2005 til 2007. Bæta duglega við sigBræðrunum varð strax töluvert ágengt. LSR seldi til að mynda sinn hlut í félaginu til þeirra, þó í gegnum þriðja aðila. Þann 27. september síðastliðinn var síðan haldinn hluthafafundur í Bakkavör Group til að slíta félaginu. Þegar kom að honum höfðu bræðurnir þegar tryggt sér rúmlega 30 prósenta hlut. Á meðal þeirra aðila sem höfðu líka selt þeim eignarhlut sinn var þrotabú Glitnis. Verðið sem þeir voru að greiða fyrir hlutina hafði þó farið hægt og bítandi hækkandi og var komið yfir eina krónu fyrir hverja krónu á nafnvirði. Í kjölfar slitanna má ekki lengur stunda viðskipti með „gömlu“ íslensku hlutabréfin í Bakkavör Group án undanþágu Seðlabankans heldur þurfa slík viðskipti að fara fram í Bretlandi og með hluti í breska móðurfélaginu. Áður en það gerðist bættu bræðurnir þó duglega við sig. Þeir keyptu meðal annars hluti Íslandssjóða, MP banka og minni lífeyrissjóða. Verðið sem þeir greiddu fyrir var komið upp í meira en 1,5 krónur á hverja nafnvirðiskrónu. Viðmælendur Markaðarins eru sammála um að meðalverð hafi líklega verið um ein króna fyrir hverja nafnvirðiskrónu. Samkvæmt því hafa bræðurnir greitt um átta milljarða króna fyrir um 40 prósenta hlut sinn. Stærstu einstöku eigendurnirStaðan í Bakkavör er því þannig í dag að bræðurnir eru stærstu einstöku eigendur félagsins með um 40 prósenta hlut. Hópur íslenskra kröfuhafa hefur myndað blokk á móti þeim og er með rúmlega 50 prósenta eignarhlut. Á meðal þeirra sem tilheyra þeirri blokk eru Arion banki (34 prósent), Lífeyrissjóður verzlunarmanna (sjö prósent ) og Gildi lífeyrissjóður (fimm prósent). Auk þess eru Almenni lífeyrissjóðurinn, Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Stafir lífeyrissjóður hluti af blokkinni. Afar ólíklegt er talið að þessir aðilar muni selja eignarhlut sinn til bræðranna. Aðrir eigendur eru vogunarsjóðurinn Burlington Loan Management Ltd. Sem hefur eignast alls um fimm prósenta hlut með uppkaupum á kröfum og hlutafé. Þessi sjóður er líka á meðal stærstu eigenda Klakka, sem áður hét Exista, og stærstu kröfuhafa þrotabúa Kaupþings og Glitnis. Heimildir Markaðarins herma að Burlington sjái sér frekar hag í að vinna með Arion banka og lífeyrissjóðunum en bræðrunum. Það sem upp á vantar, um fimm prósent hlutur, er í eigu fyrrum A-hlutabréfaeigenda í Bakkavör.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira