Körfubolti

Toppslagur hjá konunum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Berglind Gunnarsdóttir Snæfell er enn ósigrað í vetur. fréttablaðið/ernir
Berglind Gunnarsdóttir Snæfell er enn ósigrað í vetur. fréttablaðið/ernir
Keflavík og Snæfell hafa unnið fjóra fyrstu leiki sína í Dominos-deild kvenna í körfubolta í vetur en annað liðanna mun tapa sínum fyrsta leik í kvöld þegar toppliðin mætast í Toyota-höllinni í Keflavík.

Snæfellskonur hafa unnið alla níu leikina og báða titlana á tímabilinu og þar á meðal er sex stiga sigur á Keflavík (78-72) í úrslitaleik Lengjubikarsins. Keflavíkurliðið lék þá án bæði bandaríska bakvarðarins Jessicu Jenkins og fyrirliðans Birnu Valgarðsdóttur en þessir tveir lykilmenn liðsins verða með í kvöld.

Keflavíkurkonur hafa rúllað yfir andstæðinga sína í fyrstu fjórum umferðunum og unnið þá með 28 stiga mun að meðaltali en fá væntanlega mun meiri mótstöðu í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19.15 en þá fara einnig fram eftirtaldir leikir: Grindavík-Valur í Grindavík, Haukar-Fjölnir í Schenker-höllinni og KR-Njarðvík í DHL-höllinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×