Engar grunnbreytingar á frumvarpi um stjórnarskrá 24. október 2012 07:30 Starfið kynnt Páll Þórhallsson, formaður sérfræðingahóps sem yfirfer drög stjórnlagaráðs að stjórnarskrá, kynnti vinnu hópsins fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær.Fréttablaðið/gva Lögfræðingahópur sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis skipaði til að fara yfir drög stjórnlagaráðs að stjórnarskrá á að skila af sér á mánudag. Páll Þórhallsson, formaður hópsins, sagði á nefndarfundi í gær að reynt yrði að virða þau tímamörk, en það gæti dregist um einhverja daga þar sem heilmikil vinna væri eftir. Hópnum var falið að yfirfara drögin með tilliti til lagatæknilega atriða. Páll sagði að engar grundvallarbreytingar yrðu gerðar á drögunum, en hins vegar væru mörkin á milli lagatæknilegra og efnislegra athugasemda oft og tíðum óljós. „Við erum búin að greina tillögurnar og greinargerðina og erum að koma okkur niður á þær lagatæknilegu lagfæringar sem þarf að gera og bæta greinargerðina. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að það þyrfti töluvert mikla vinnu í að þétta skýringarnar sem fylgdu með frá stjórnlagaráði," sagði Páll á fundinum, en hópnum er falið að vinna greinargerð með frumvarpinu. Sem dæmi um atriði sem hópurinn væri að skoða nefndi hann mannréttindakaflann, en mikið púður hefði farið í hann. Þá mætti nefna ákvæði um takmörkun á setu forseta við þrjú kjörtímabil og ráðherra við átta ár. Taka þyrfti á því hvernig það sneri að þeim sem nú eru í embætti. Þá mætti nefna ákvæði um að Alþingi skyldi koma saman tveimur vikum eftir kosningar og samspil þess við ákvæði um vandaðri feril en nú er við að meta gildi kosninga. Samræma þyrfti þetta og jafnvel stytta leiðir í kæruferli varðandi kosningar. Sérstök umræða var á Alþingi í gær um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði mikilvægt að forystumenn flokka kæmu sér saman um tímaramma á umræður. Hvað eðli breytinga hópsins og Alþingis varðar sagði hún: „Þannig geta komið fram bæði tæknilegar og efnislegar breytingar á tillögum stjórnlagaráðs, en stjórnlagaráð opnaði sjálft fyrir svigrúm til breytinga eftir aukafund ráðsins í vor, m.a. að Alþingi hækkaði þröskuldinn vegna þjóðaratkvæðagreiðslna." Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að fyrirsjáanlegt væri að breytingar yrðu gerðar á drögunum. Þjóðaratkvæðagreiðslan hefði ekki bundið hendur Alþingis. „Alþingi ber ábyrgð á breytingum á stjórnarskrá og eru alþingismenn bundnir af sinni eigin sannfæringu í því grundvallarverkefni þingsins." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Lögfræðingahópur sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis skipaði til að fara yfir drög stjórnlagaráðs að stjórnarskrá á að skila af sér á mánudag. Páll Þórhallsson, formaður hópsins, sagði á nefndarfundi í gær að reynt yrði að virða þau tímamörk, en það gæti dregist um einhverja daga þar sem heilmikil vinna væri eftir. Hópnum var falið að yfirfara drögin með tilliti til lagatæknilega atriða. Páll sagði að engar grundvallarbreytingar yrðu gerðar á drögunum, en hins vegar væru mörkin á milli lagatæknilegra og efnislegra athugasemda oft og tíðum óljós. „Við erum búin að greina tillögurnar og greinargerðina og erum að koma okkur niður á þær lagatæknilegu lagfæringar sem þarf að gera og bæta greinargerðina. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að það þyrfti töluvert mikla vinnu í að þétta skýringarnar sem fylgdu með frá stjórnlagaráði," sagði Páll á fundinum, en hópnum er falið að vinna greinargerð með frumvarpinu. Sem dæmi um atriði sem hópurinn væri að skoða nefndi hann mannréttindakaflann, en mikið púður hefði farið í hann. Þá mætti nefna ákvæði um takmörkun á setu forseta við þrjú kjörtímabil og ráðherra við átta ár. Taka þyrfti á því hvernig það sneri að þeim sem nú eru í embætti. Þá mætti nefna ákvæði um að Alþingi skyldi koma saman tveimur vikum eftir kosningar og samspil þess við ákvæði um vandaðri feril en nú er við að meta gildi kosninga. Samræma þyrfti þetta og jafnvel stytta leiðir í kæruferli varðandi kosningar. Sérstök umræða var á Alþingi í gær um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði mikilvægt að forystumenn flokka kæmu sér saman um tímaramma á umræður. Hvað eðli breytinga hópsins og Alþingis varðar sagði hún: „Þannig geta komið fram bæði tæknilegar og efnislegar breytingar á tillögum stjórnlagaráðs, en stjórnlagaráð opnaði sjálft fyrir svigrúm til breytinga eftir aukafund ráðsins í vor, m.a. að Alþingi hækkaði þröskuldinn vegna þjóðaratkvæðagreiðslna." Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að fyrirsjáanlegt væri að breytingar yrðu gerðar á drögunum. Þjóðaratkvæðagreiðslan hefði ekki bundið hendur Alþingis. „Alþingi ber ábyrgð á breytingum á stjórnarskrá og eru alþingismenn bundnir af sinni eigin sannfæringu í því grundvallarverkefni þingsins." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira