Norðmenn ætla ekki að bora í Norðurpólinn Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2012 05:00 Jens Stoltenberg forsætisráðherra: Slær á fingur olíu- og orkumálaráðherrans. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefur sett ofan í við einn af ráðherrum sínum, sjálfan olíu- og orkumálaráðherrann Ola Borten Moe, vegna yfirlýsingar hans um að Noregur gæti leitað að olíu og gasi alla leið á Norðurskautið. Norðmenn leyfa nú þegar boranir í Barentshafi, langt norðan heimskautsbaugs, og var olíumálaráðherrann, sem situr fyrir Miðflokkinn í þriggja flokka rauðgrænni ríkisstjórn Noregs, spurður í Stafangri í síðustu viku, í tengslum við ráðstefnu olíuiðnaðarins, hve langt norður á bóginn ætti að sækja. Olíumálaráðherrann svaraði í viðtali við Stavanger Aftenblad að engin ástæða væri til að hætta núna enda næði lögsaga Noregs nánast alla leið á Norðurpólinn. Yfirlýsingin vakti hörð viðbrögð náttúruverndarsamtaka og ólgu innan Vinstri sósíalista, en þaðan kemur umhverfisráðherrann Bård Vegar Solhjell. Frederic Hauge, leiðtogi Bellona, helstu umhverfissamtaka Noregs, sagði að hann gæti ekki hvatt neinn til að styðja Vinstri sósíalista ef flokkurinn lýsti því ekki yfir að hann myndi ekki sitja í ríkisstjórn sem opnaði á olíuleit á Norðurskautinu. Umhverfisráðherrann lýsti því þá yfir að olíumálaráðherrann gæti gleymt því að láta sig dreyma um boranir á pólnum. „Vinstri sósalistar vilja ekki vera hluti af ríkisstjórn sem borar eða leitar eftir olíu á svæðum í kringum Norðurskautið. Það er ekki rauðgræn pólitík," sagði umhverfisráðherrann. Leiðtogi Bellona krafði þá forsætisráðherrann um skýr svör við því hvor væri stefna ríkisstjórnarinnar í málinu; sú sem olíumálaráðherrann lýsti eða sú sem umhverfisráðherrann lýsti. Svarið er nú komið frá Jens Stoltenberg, sem sagði í viðtali við Verdens Gang: Stefna ríkisstjórnarinnar í olíumálum er skýr og felur ekki í sér að leyfðar verði olíuboranir á Norðurskautinu. Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefur sett ofan í við einn af ráðherrum sínum, sjálfan olíu- og orkumálaráðherrann Ola Borten Moe, vegna yfirlýsingar hans um að Noregur gæti leitað að olíu og gasi alla leið á Norðurskautið. Norðmenn leyfa nú þegar boranir í Barentshafi, langt norðan heimskautsbaugs, og var olíumálaráðherrann, sem situr fyrir Miðflokkinn í þriggja flokka rauðgrænni ríkisstjórn Noregs, spurður í Stafangri í síðustu viku, í tengslum við ráðstefnu olíuiðnaðarins, hve langt norður á bóginn ætti að sækja. Olíumálaráðherrann svaraði í viðtali við Stavanger Aftenblad að engin ástæða væri til að hætta núna enda næði lögsaga Noregs nánast alla leið á Norðurpólinn. Yfirlýsingin vakti hörð viðbrögð náttúruverndarsamtaka og ólgu innan Vinstri sósíalista, en þaðan kemur umhverfisráðherrann Bård Vegar Solhjell. Frederic Hauge, leiðtogi Bellona, helstu umhverfissamtaka Noregs, sagði að hann gæti ekki hvatt neinn til að styðja Vinstri sósíalista ef flokkurinn lýsti því ekki yfir að hann myndi ekki sitja í ríkisstjórn sem opnaði á olíuleit á Norðurskautinu. Umhverfisráðherrann lýsti því þá yfir að olíumálaráðherrann gæti gleymt því að láta sig dreyma um boranir á pólnum. „Vinstri sósalistar vilja ekki vera hluti af ríkisstjórn sem borar eða leitar eftir olíu á svæðum í kringum Norðurskautið. Það er ekki rauðgræn pólitík," sagði umhverfisráðherrann. Leiðtogi Bellona krafði þá forsætisráðherrann um skýr svör við því hvor væri stefna ríkisstjórnarinnar í málinu; sú sem olíumálaráðherrann lýsti eða sú sem umhverfisráðherrann lýsti. Svarið er nú komið frá Jens Stoltenberg, sem sagði í viðtali við Verdens Gang: Stefna ríkisstjórnarinnar í olíumálum er skýr og felur ekki í sér að leyfðar verði olíuboranir á Norðurskautinu.
Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira