Frændi minn er með krabbamein Bergur Hauksson skrifar 4. september 2012 06:00 Frændi minn er með krabbamein og var eitthvað ósáttur við að vera sendur heim af spítalanum vegna þess að tæki sem er hluti af meðferð hans var bilað. Samkvæmt fréttum þá kostar svona tæki um fjögur hundruð milljónir króna. Það eru ekki til peningar segja stjórnmálamennirnir sem hafa sumir unnið myrkranna á milli í þrjú ár og eru orðnir þreyttir. Ég sagði frænda mínum að vera ekki að þessu væli, honum væri ekki vorkunn, stjórnvöld væru alltaf að hugsa um hann en það væru ekki til peningar. Honum væri nær að hugsa um þreyttu stjórnmálamennina sem væru alltaf að vinna, enginn vorkenndi þeim. Frændi minn sagði þá að þetta snerist um forgangsröðun. Ég sagðist nú þekkja það, stjórnmálamennirnir hefðu sagt okkur að þeir forgangsraði og ekki ljúga þeir. Frændi minn sagði þá að forgangsröðunin væri ekki rétt. Ég sagði að nú væri hann ósanngjarn, stjórnmálamennirnir hafa sagt okkur að þeir hafi lagt áherslu á að skera niður á réttum stöðum og halda verndarvæng yfir þeim sem minna mega sín. Frændi minn maldaði eitthvað í móinn milli þess sem hann kastaði upp. Loksins þegar hann gat talað aftur sagði hann: En væri það ekki rétt forgangsröð að kaupa nýtt geislatæki svo meðferð krabbameinsjúklinga gæti verið með eðlilegum hætti. Og einnig að veitt yrði fjárveiting fyrir öðrum tækjum sem spítalinn þarf á að halda bætti hann við. Ætti ekki frekar að veita fjármunum í þessi tækjakaup en að styrkja stjórnmálaflokkana um hundruð milljóna króna á ári eða styrkja einhver barnaheimili norður í landi sem eru hætt starfsemi eða gera jarðgöng sem kosta milljarða króna og engin þörf er á, væri það ekki meira í anda hugsjóna stjórnmálaflokkanna spurði hann. Ég náði ekki að svara honum áður en hann rauk inn á klósett. Vanþakklætið í fólki hugsaði ég, getur fólk aldrei unnt öðrum neins, það eru ekki til peningar í allt og hann frændi minn verður að skilja að það verður að forgangsraða! Vonandi verður hann orðinn góður þegar göngin verða tilbúin svo hann geti að minnsta kosti notað þau, hugsaði ég og gekk út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Frændi minn er með krabbamein og var eitthvað ósáttur við að vera sendur heim af spítalanum vegna þess að tæki sem er hluti af meðferð hans var bilað. Samkvæmt fréttum þá kostar svona tæki um fjögur hundruð milljónir króna. Það eru ekki til peningar segja stjórnmálamennirnir sem hafa sumir unnið myrkranna á milli í þrjú ár og eru orðnir þreyttir. Ég sagði frænda mínum að vera ekki að þessu væli, honum væri ekki vorkunn, stjórnvöld væru alltaf að hugsa um hann en það væru ekki til peningar. Honum væri nær að hugsa um þreyttu stjórnmálamennina sem væru alltaf að vinna, enginn vorkenndi þeim. Frændi minn sagði þá að þetta snerist um forgangsröðun. Ég sagðist nú þekkja það, stjórnmálamennirnir hefðu sagt okkur að þeir forgangsraði og ekki ljúga þeir. Frændi minn sagði þá að forgangsröðunin væri ekki rétt. Ég sagði að nú væri hann ósanngjarn, stjórnmálamennirnir hafa sagt okkur að þeir hafi lagt áherslu á að skera niður á réttum stöðum og halda verndarvæng yfir þeim sem minna mega sín. Frændi minn maldaði eitthvað í móinn milli þess sem hann kastaði upp. Loksins þegar hann gat talað aftur sagði hann: En væri það ekki rétt forgangsröð að kaupa nýtt geislatæki svo meðferð krabbameinsjúklinga gæti verið með eðlilegum hætti. Og einnig að veitt yrði fjárveiting fyrir öðrum tækjum sem spítalinn þarf á að halda bætti hann við. Ætti ekki frekar að veita fjármunum í þessi tækjakaup en að styrkja stjórnmálaflokkana um hundruð milljóna króna á ári eða styrkja einhver barnaheimili norður í landi sem eru hætt starfsemi eða gera jarðgöng sem kosta milljarða króna og engin þörf er á, væri það ekki meira í anda hugsjóna stjórnmálaflokkanna spurði hann. Ég náði ekki að svara honum áður en hann rauk inn á klósett. Vanþakklætið í fólki hugsaði ég, getur fólk aldrei unnt öðrum neins, það eru ekki til peningar í allt og hann frændi minn verður að skilja að það verður að forgangsraða! Vonandi verður hann orðinn góður þegar göngin verða tilbúin svo hann geti að minnsta kosti notað þau, hugsaði ég og gekk út.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar