Sport

Maðurinn með vindilinn látinn

Sugar er hér með Oscar de la Hoya.
Sugar er hér með Oscar de la Hoya.
Einn þekktasti maðurinn í hnefaleikaheiminum, Bert Sugar, er fallinn frá 75 ára að aldri. Sugar var á stundum kallaður maðurinn með vindilinn enda kom hann helst ekki fram opinberlega nema með vindil og hatt.

Sugar fékk hjartaáfall en hann hafði verið að glíma við lungnakrabbamein.

Hinn geðugi Sugar var tekinn inn í heiðurshöll hnefaleikanna árið 2005 en hann skrifaði meira en 80 bækur um hnefaleika og þegar þurfti einhvers staðar að ræða um hnefaleika var hóað í Sugar.

Hann kom einnig fram í þó nokkrum kvikmyndum og þar á meðal Great White Hype með Samuel L. Jackson.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×