Danski kvikmyndaleikstjórinn og Óskarsverðlaunahafinn Susanne Bier verður verðlaunuð fyrir framúrskarandi listfengi á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í lok mánaðarins.
Bier hlaut Óskarinn fyrir myndina Hævnen í fyrra.
Af því tilefni verða þrjár myndir Bier sýndar á RIFF, Elska þig að eilífu, Eftir brúðkaupið og Hárlausi hárskerinn, en sú mynd var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir tveimur vikum síðan og skartar þeim Pierce Brosnan og Trine Dyrholm í aðalhlutverkum.
Bier mætir til landsins til að veita verðlaunum viðtöku þann 29. september en sama kvöld verður myndin sýnd og Bier situr fyrir svörum áhorfenda.
Óskarverðlaunahafi á RIFF

Mest lesið





Setja markið á 29. sætið
Lífið

Gurrý selur slotið
Lífið




Ekkert gefið eftir í elegansinum
Tíska og hönnun