Haukakonur eru komnar í frábæra stöðu í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Íslands- og deildarmeisturum Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir 73-68 sigur í kvöld. Haukaliðið vann einnig fyrsta leikinn í Keflavík og vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu.
Haukar voru jafnframt að vinna þriðja sigurinn í röð á Keflavík en Haukakonur unnu einnig öruggan sigur á Keflavík í síðasta deildarleik liðanna á dögunum. Haukar hafa unnið alla fimm leiki sína frá því að bandaríski miðherjinn Tierny Jenkins kom til liðsins.
Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Hauka og Keflavíkur í Schenker-höllinni á Ásvöllum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Haukakonur í lykilstöðu á móti Íslandsmeisturunum - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt
Enski boltinn




„Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta”
Íslenski boltinn

Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA
Körfubolti



Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum
Enski boltinn
