Lífið

SMS-skilaboð og Merlin-leikur

tracey moberly Listamaðurinn verður á meðal fyrirlesara á You Are In Control.
Mynd/johnny green
tracey moberly Listamaðurinn verður á meðal fyrirlesara á You Are In Control. Mynd/johnny green
Breski listamaðurinn Tracey Moberly verður á meðal fyrirlesara á alþjóðlegu ráðstefnunni You Are In Control sem verður haldin í fimmta sinn 4. til 6. nóvember. Ráðstefnan fer að þessu sinni fram í Hörpu. Hún snertir allar hliðar skapandi greina, svo sem mat, tölvutækni, bókmenntir, hönnun, tónlist, kvikmyndagerð, tölvuleikjagerð og viðskipti.

Moberly mun fara yfir verkefnið sitt Text Me Up!. Það er samantekt á persónulegum sms-sendingum, margar frá frömuðum innan listheimsins, sem teknar hafa verið saman í bók. "Ég er mjög ánægð með að hafa verið boðið að flytja erindi á You Are In Control 2012 og hlakka mikið til að kynnast fjölbreytileika íslenskra listamanna og skapandi fólks," segir Moberly. "Þetta er fullkominn vettvangur til að skoða hlutverk skapandi fólks þegar litið er á áskoranir og tækifæri sem mannfólkið stendur frammi fyrir næstu tíu árin."

Roberta Lucca frá tölvuleikjafyrirtækinu Bocca Studios heldur einnig fyrirlestur á ráðstefnunni. Lucca mun tala um tvö lykilverkefni sem Bossa vinnur að þessa dagana, eða Bafta-verðlaunaverkefnið Monstermind sem er Facebook-app sem leyfir þátttakendum að byggja sinn eigin bæ, og Merlin The Game sem er leikur byggður á samnefndri sjónvarpsþáttaröð og kemur út í október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×