Risavaxinn sveppur fannst í Borgarfirði 11. ágúst 2012 03:15 Raimundas hefur tínt sveppi í meira en þrjátíu ár og hefur aldrei séð annað eins ferlíki og þennan kóngssvepp sem hann fann í Borgarfirðinum.Fréttablaðið/GVA „Ég held að þetta hljóti að vera stærsti sveppur á Íslandi,“ segir Raimundas Valasinavicius, reyndur sveppatínslumaður, um risavaxinn kóngssvepp sem hann fann í Borgarfirðinum í gær. Raimundas hefur tínt sveppi í meira en þrjátíu ár, bæði í föðurlandi sínu Litháen og hér á landi, hvar hann hefur nú verið búsettur í tólf ár. „Ég hafði ekki hugmynd um að þeir gætu orðið svona stórir, þó hef ég séð þá marga mjög stóra.“ Hann ætlar sér þó ekki að leggja sér sveppinn til munns, þar sem líklegt verði að teljast að flugulirfur og önnur skordýr séu búin að gera sig heimakomin í honum sökum stærðar og aldurs. Raimundas fann kóngssveppinn í einni af sínum árlegu sveppatínsluferðum. Ferlíkið vegur 2,6 kíló, svipað og meðalstórt lambalæri, er 33 sentimetrar í þvermál, sem er örlítið stærra en þvermál Fréttablaðsins, og 30 sentimetrar á hæð, eins og lengdin frá byrjun þessarar fréttar og niður blaðsíðuna. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar, segir þessa tilteknu tegund geta orðið mjög stóra. Önnur tegund, jötungíman, getur þó orðið mun stærri, en hún er af öðrum toga og myndar ekki staf og svepp, heldur eina stóra kúlu. „Allra stærstu sveppir í heimi geta orðið yfir tvö þúsund ára gamlir og náð yfir nokkra hektara. En þeir vaxa ofan í jörðinni og sjálft aldinið verður aldrei svo stórt,“ segir Guðríður. Kóngssveppur myndar svepprót með mörgum gerðum af trjárótum, er mjög fjölhæfur í því, að sögn Guðríðar. „Það er einmitt oft mikið af kóngssvepp í Borgarfirði þar sem þessi fannst,“ segir hún. Eitt af einkennum tegundarinnar er eins konar möskvamunstur efst á stofninum. Annars getur kúalubbinn verið svipaður kóngssveppnum, en hann er mun minni. Guðríður segir þetta sennilega vera einn af stærstu sveppum sem fundist hafa á landinu. sunna@frettabladid.is Tengdar fréttir Einn vinsælasti ætisveppurinn Kóngssveppur, eða ætilubbi (Boletus edulis), er algengastur á Vesturlandi og Vestfjörðum, en er einnig að finna í Borgarfirðinum og víðar. Hann er líkur kúalubba í útliti (Leccinum scabrum) en getur orðið mun stærri. Kóngssveppurinn sem Raimundas fann er með þeim stærstu sem fundist hafa hér á landi. Sveppurinn er kenndur við Karl Jóhann Svíakonung og er einn af vinsælustu ætisveppum hér á landi. 11. ágúst 2012 04:45 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
„Ég held að þetta hljóti að vera stærsti sveppur á Íslandi,“ segir Raimundas Valasinavicius, reyndur sveppatínslumaður, um risavaxinn kóngssvepp sem hann fann í Borgarfirðinum í gær. Raimundas hefur tínt sveppi í meira en þrjátíu ár, bæði í föðurlandi sínu Litháen og hér á landi, hvar hann hefur nú verið búsettur í tólf ár. „Ég hafði ekki hugmynd um að þeir gætu orðið svona stórir, þó hef ég séð þá marga mjög stóra.“ Hann ætlar sér þó ekki að leggja sér sveppinn til munns, þar sem líklegt verði að teljast að flugulirfur og önnur skordýr séu búin að gera sig heimakomin í honum sökum stærðar og aldurs. Raimundas fann kóngssveppinn í einni af sínum árlegu sveppatínsluferðum. Ferlíkið vegur 2,6 kíló, svipað og meðalstórt lambalæri, er 33 sentimetrar í þvermál, sem er örlítið stærra en þvermál Fréttablaðsins, og 30 sentimetrar á hæð, eins og lengdin frá byrjun þessarar fréttar og niður blaðsíðuna. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar, segir þessa tilteknu tegund geta orðið mjög stóra. Önnur tegund, jötungíman, getur þó orðið mun stærri, en hún er af öðrum toga og myndar ekki staf og svepp, heldur eina stóra kúlu. „Allra stærstu sveppir í heimi geta orðið yfir tvö þúsund ára gamlir og náð yfir nokkra hektara. En þeir vaxa ofan í jörðinni og sjálft aldinið verður aldrei svo stórt,“ segir Guðríður. Kóngssveppur myndar svepprót með mörgum gerðum af trjárótum, er mjög fjölhæfur í því, að sögn Guðríðar. „Það er einmitt oft mikið af kóngssvepp í Borgarfirði þar sem þessi fannst,“ segir hún. Eitt af einkennum tegundarinnar er eins konar möskvamunstur efst á stofninum. Annars getur kúalubbinn verið svipaður kóngssveppnum, en hann er mun minni. Guðríður segir þetta sennilega vera einn af stærstu sveppum sem fundist hafa á landinu. sunna@frettabladid.is
Tengdar fréttir Einn vinsælasti ætisveppurinn Kóngssveppur, eða ætilubbi (Boletus edulis), er algengastur á Vesturlandi og Vestfjörðum, en er einnig að finna í Borgarfirðinum og víðar. Hann er líkur kúalubba í útliti (Leccinum scabrum) en getur orðið mun stærri. Kóngssveppurinn sem Raimundas fann er með þeim stærstu sem fundist hafa hér á landi. Sveppurinn er kenndur við Karl Jóhann Svíakonung og er einn af vinsælustu ætisveppum hér á landi. 11. ágúst 2012 04:45 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Einn vinsælasti ætisveppurinn Kóngssveppur, eða ætilubbi (Boletus edulis), er algengastur á Vesturlandi og Vestfjörðum, en er einnig að finna í Borgarfirðinum og víðar. Hann er líkur kúalubba í útliti (Leccinum scabrum) en getur orðið mun stærri. Kóngssveppurinn sem Raimundas fann er með þeim stærstu sem fundist hafa hér á landi. Sveppurinn er kenndur við Karl Jóhann Svíakonung og er einn af vinsælustu ætisveppum hér á landi. 11. ágúst 2012 04:45