Hált í hvoru Bergsteinn Sigurðsson skrifar 11. janúar 2012 06:00 Þegar Jón Gnarr varð borgarstjóri biðu margir í ofvæni eftir því hvernig hann myndi spjara sig á hinu „pólitíska svelli". Enginn meinti það bókstaflega en sú er engu að síður orðin raunin; hið pólitíska svell er orðið að áþreifanlegum veruleika í Reykjavík, undir brakandi kliði í brotnum mjöðmum og undnum hnjám. Fæstir tóku því líka bókstaflega þegar Jón Gnarr og Besti flokkurinn sögðust ætla að fara ótroðnar slóðir. Sú er engu að síður líka orðin raunin. Slóðir borgarinnar eru ótroðnar. Svona eru stjórnmálin ófyrirsjáanleg. Kannski verður hálkan í lykilhlutverki í næstu kosningabaráttu, með tilheyrandi yfirboðum í kosningaloforðum. Hugsið ykkur slagorðin. „Söltum göturnar, ekki málin!"; „Maldon-salt á göturnar!"; „Hlákan kemur með okkur!"; að ógleymdu sérframboðinu „Sölt framtíð". Ef frá eru talin slysahættan og búrarnir úti á landi sem hringja í útvarpið og segja „þetta er nú bara smá föl hjá ykkur þarna fyrir sunnan," er þvargið um að „kerfið hafi brugðist" sennilega mest þreytandi fylgifiskur ófærðarinnar. Jú, við borgum skatta og útsvar fyrir grunnþjónustu samfélagsins, en útsvarið losar okkur seint undan því að finna fyrir afleiðingum metofankomu, asahláku og frosts, eða öðrum frávikum frá náttúrunnar hendi sem raska daglegu lífi. Í fljótu bragði sé ég þrjá kosti í stöðunni: Látum borgina leigja fjölda stórtækra vinnuvéla sem hreinsa allar götur og stíga borgarinnar á einum til tveimur dögum og hækkum lögbundin gjöld til að koma til móts við kostnaðinn. Ekki? Jæja, tökum pening úr einum þætti grunnþjónustunnar, til dæmis sorphirðunni eða leikskólunum, og notum til að greiða götu okkar í mestu snjóþyngslunum. Ekki heldur? Gott og vel, hvað um þetta: Reddum okkur. Að minnsta kosti rétt á meðan mesta fannfergið gengur yfir. Sýnum fyrirhyggju, varkárni, tillitssemi og samkennd í umsvifum okkar og samneyti við annað fólk næstu daga. Hættum að ætlast til þess að gröfukarl frá borginni bjargi okkur eftir hentugleika. Söndum planið sjálf, skiljum bílinn eftir heima, kaupum mannbrodda, skjótumst út í búð fyrir gömlu hjónin á efri hæðinni. Þorri þjóðar sem hefur setið föst í sömu hjólförunum í þrjú ár situr nú í orðsins fyllstu merkingu fastur í sömu hjólförunum í nokkra daga. Það er kaldhæðnislegt en um leið kannski ágæt áminning um að besta leiðin til að takast á við vandann er að byrja að haga sér eins og fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Þegar Jón Gnarr varð borgarstjóri biðu margir í ofvæni eftir því hvernig hann myndi spjara sig á hinu „pólitíska svelli". Enginn meinti það bókstaflega en sú er engu að síður orðin raunin; hið pólitíska svell er orðið að áþreifanlegum veruleika í Reykjavík, undir brakandi kliði í brotnum mjöðmum og undnum hnjám. Fæstir tóku því líka bókstaflega þegar Jón Gnarr og Besti flokkurinn sögðust ætla að fara ótroðnar slóðir. Sú er engu að síður líka orðin raunin. Slóðir borgarinnar eru ótroðnar. Svona eru stjórnmálin ófyrirsjáanleg. Kannski verður hálkan í lykilhlutverki í næstu kosningabaráttu, með tilheyrandi yfirboðum í kosningaloforðum. Hugsið ykkur slagorðin. „Söltum göturnar, ekki málin!"; „Maldon-salt á göturnar!"; „Hlákan kemur með okkur!"; að ógleymdu sérframboðinu „Sölt framtíð". Ef frá eru talin slysahættan og búrarnir úti á landi sem hringja í útvarpið og segja „þetta er nú bara smá föl hjá ykkur þarna fyrir sunnan," er þvargið um að „kerfið hafi brugðist" sennilega mest þreytandi fylgifiskur ófærðarinnar. Jú, við borgum skatta og útsvar fyrir grunnþjónustu samfélagsins, en útsvarið losar okkur seint undan því að finna fyrir afleiðingum metofankomu, asahláku og frosts, eða öðrum frávikum frá náttúrunnar hendi sem raska daglegu lífi. Í fljótu bragði sé ég þrjá kosti í stöðunni: Látum borgina leigja fjölda stórtækra vinnuvéla sem hreinsa allar götur og stíga borgarinnar á einum til tveimur dögum og hækkum lögbundin gjöld til að koma til móts við kostnaðinn. Ekki? Jæja, tökum pening úr einum þætti grunnþjónustunnar, til dæmis sorphirðunni eða leikskólunum, og notum til að greiða götu okkar í mestu snjóþyngslunum. Ekki heldur? Gott og vel, hvað um þetta: Reddum okkur. Að minnsta kosti rétt á meðan mesta fannfergið gengur yfir. Sýnum fyrirhyggju, varkárni, tillitssemi og samkennd í umsvifum okkar og samneyti við annað fólk næstu daga. Hættum að ætlast til þess að gröfukarl frá borginni bjargi okkur eftir hentugleika. Söndum planið sjálf, skiljum bílinn eftir heima, kaupum mannbrodda, skjótumst út í búð fyrir gömlu hjónin á efri hæðinni. Þorri þjóðar sem hefur setið föst í sömu hjólförunum í þrjú ár situr nú í orðsins fyllstu merkingu fastur í sömu hjólförunum í nokkra daga. Það er kaldhæðnislegt en um leið kannski ágæt áminning um að besta leiðin til að takast á við vandann er að byrja að haga sér eins og fólk.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun