Handbolti

Anton til Danmerkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anton Rúnarsson í leik með Val.
Anton Rúnarsson í leik með Val. Mynd/Valli
Anton Rúnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið SönderjyskE. Hann kemur til liðsins frá Val.

Anton var markahæstur leikmanna Vals í N1-deild karla á nýliðinni leiktíð með 143 mörk. Hann æfði með liðinu til reynslu á dögunum og var boðinn samningur. Hann var þá einnig nýbúinn að æfa með ungverska liðinu Veszprem.

Anton segir í viðtali við heimasíðu félagsins að honum lítist vel á næsta tímabil. „Þetta er metnaðarfullt félag og með leikstíl sem hentar mér vel. Ég vona að stuðningsmenn liðsins verði ánægðir með frammistöðu mína á vellinum," sagði hann.

SönderjyskE hafnaði í tólfta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og hélt sæti sínu í deildinni eftir umspilskeppni í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×