Tónlist

Adele með tólf verðlaun

Adele
Adele
Adele var sigurvegari Billboard-tónlistarverðlaunanna sem voru haldin í Los Angeles. Hún hlaut tólf verðlaun, þar á meðal sem besti flytjandinn og fyrir bestu plötuna, 21. Söngkonan, sem hafði verið tilnefnd til átján verðlauna, var ekki viðstödd verðlaunahátíðina.

Meðal annarra vinningshafa voru Justin Bieber, Katy Perry, Taylor Swift og LMFAO, sem vann fyrir lag ársins, Party Rock Anthem. Hljómsveitin vann fimm verðlaun til viðbótar. Jordin Sparks og John Legend stigu einnig á svið og sungu til heiðurs Whitney Houston.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.