Viðskipti erlent

Samsung stefnir Apple vegna iPhone 5

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Samsung segir að ýmsar lausnir í nýja iPhone símanum séu stolnar
Samsung segir að ýmsar lausnir í nýja iPhone símanum séu stolnar mynd/ afp.
Samsung Electronics, sem framleiðir Samsung Galaxy símana, hefur ákveðið að höfða mál gegn Apple. Samsung sakar Apple um að hafa brotið gegn höfundarlögum með ýmsum lausnum sem eru í boði á nýja iPone 5 símanum, eftir því sem fram kemur í frétt Reuters.



„Við eigum fáa kosti í stöðunni, aðra en þá að grípa til aðgerða til að verja uppfinningar okkar og höfundarrétt," segir Samsung í yfirlýsingu. Samsung og Apple eru helstu keppinautarnir á snjallsímamarkaðnum og málshöfðanir og ásakanir um stuld á uppfinningum hafa gengið þar í milli um margra mánaða skeið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×