Viðskipti innlent

Helgi Magnús "nálægt því að hlæja“

Helgi Magnús Gunnarsson.
Helgi Magnús Gunnarsson.
Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hóf málflutning sinn fyrir dómi á því, að segja orðrétt; „Sækjandi biðst afsökunar á því ef hann var of „nálægt því að hlægja" undir þessum málflutningi," og vitnaði til þessi sem Guðjón Ólafur Jónsson hrl., lögmaður Gunnars Andersen, hafði sagt í ræðu sinni þar sem hann krafðist þess að Helgi Magnús myndi víkja sem sækjandi í málinu, vegna þess að hann hefði verið meðal þeirra sem sóttu um stöðu forstjóra FME þegar hún var auglýst til umsóknar 11. febrúar 2009.

Krafan byggir á því að Helgi Magnús sé vanhæfur til þess að sækja málið, þar sem hann hefði orðið undir í „persónulegri samkeppni" um embætti forstjóra FME.

Þessu hafnar Helgi Magnús alfarið, og segir að sú staðreynd að hann hafi verið með umsækjenda um embætti forstjóra FME, þar sem Gunnar var líka meðal umsækjenda, sé langt í frá að geta talist vera frávísunarástæða. Helgi Magnús segir að engin tengsl, sem mögulega varði efnisatriði málsins, séu fyrir hendi sem geti leitt til vanhæfis.

Málflutningi vegna frávísunarkröfu Gunnars er nú lokið. Úrskurður verður kveðinn upp 10. október klukkan 09:15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×