Á fimmtíu pör af skóm 2. október 2012 05:00 Sölvi Tryggvason segir íslenska karlmenn vanmeta hversu miklu máli fallegir skór skipta fyrir heildarútlitið en skósafn Sölva telur fimmtíu pör. Fréttablaðið/gva „Ég viðurkenni að ég er forfallinn skófíkill en það er bara fallegt. Fólk hefur verri fíknir en þetta,“ segir rithöfundurinn og fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason. Sölvi er stoltur skósafnari og á yfir 50 pör af skóm sem hann hugsar um af alúð. Ekki eru nema tvö ár síðan áhugi Sölva á skóbúnaði kviknaði, en hann hefur verið iðinn við að bæta í safnið. Sölvi er einmitt nýkominn heim frá Marokkó þar sem hann fjárfesti í tveimur pörum. „Það var ekki vegna þess að mig vantaði skó. Annað parið er ljósbrún leðurstígvél með munstri á tánni sem mig hefur dreymt um að eignast lengi. Þau passa bæði við jakkaföt og gallabuxur en það er mikill kostur,“ segir Sölvi sem kennir starfi sínu í sjónvarpi um skódelluna. „Þá þurfti ég að byrja að hugsa út í hvernig ég klæddist og allt í einu fattaði ég hvað skór skipta miklu máli. Það er afar vont að vera vel klæddur en í ljótum skóm. Það bara gengur ekki,“ segir Sölvi en bætir við að einnig séu ákveðin fræði á bak við það að para flotta skó saman við fatnað. Sölvi vandar sig í skókaupum og segir hvert skópar bæta fataskápinn. Hann segir íslenska karlmenn hugsa of lítið um klæðaburð, en hefur fundið fyrir auknum áhuga hins kynsins eftir að hann fór að spá í tísku og safna skóm. „Karlarnir fatta bara ekki hversu miklu máli þetta skiptir. Ég var reyndar í bænum um helgina og þá var ég þrisvar sinnum spurður hvort ég væri hommi en ég tek því sem miklu hrósi fyrir minn fatastíl.“ Sölvi er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Hann flakkar á milli framhalds- og grunnskóla með fyrirlestra um forvarnir og kemur að handritagerð fyrir þættina Sönn íslensk sakamál. Sölvi ætlar svo að henda sér í jólabókaflóðið í byrjun nóvember með ævisögu Jóns Páls Sigmarssonar. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Ég viðurkenni að ég er forfallinn skófíkill en það er bara fallegt. Fólk hefur verri fíknir en þetta,“ segir rithöfundurinn og fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason. Sölvi er stoltur skósafnari og á yfir 50 pör af skóm sem hann hugsar um af alúð. Ekki eru nema tvö ár síðan áhugi Sölva á skóbúnaði kviknaði, en hann hefur verið iðinn við að bæta í safnið. Sölvi er einmitt nýkominn heim frá Marokkó þar sem hann fjárfesti í tveimur pörum. „Það var ekki vegna þess að mig vantaði skó. Annað parið er ljósbrún leðurstígvél með munstri á tánni sem mig hefur dreymt um að eignast lengi. Þau passa bæði við jakkaföt og gallabuxur en það er mikill kostur,“ segir Sölvi sem kennir starfi sínu í sjónvarpi um skódelluna. „Þá þurfti ég að byrja að hugsa út í hvernig ég klæddist og allt í einu fattaði ég hvað skór skipta miklu máli. Það er afar vont að vera vel klæddur en í ljótum skóm. Það bara gengur ekki,“ segir Sölvi en bætir við að einnig séu ákveðin fræði á bak við það að para flotta skó saman við fatnað. Sölvi vandar sig í skókaupum og segir hvert skópar bæta fataskápinn. Hann segir íslenska karlmenn hugsa of lítið um klæðaburð, en hefur fundið fyrir auknum áhuga hins kynsins eftir að hann fór að spá í tísku og safna skóm. „Karlarnir fatta bara ekki hversu miklu máli þetta skiptir. Ég var reyndar í bænum um helgina og þá var ég þrisvar sinnum spurður hvort ég væri hommi en ég tek því sem miklu hrósi fyrir minn fatastíl.“ Sölvi er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Hann flakkar á milli framhalds- og grunnskóla með fyrirlestra um forvarnir og kemur að handritagerð fyrir þættina Sönn íslensk sakamál. Sölvi ætlar svo að henda sér í jólabókaflóðið í byrjun nóvember með ævisögu Jóns Páls Sigmarssonar. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira