Ísland má mögulega tapa fyrir Slóveníu í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2012 00:01 Róbert Gunnarsson í leiknum í kvöld. Eins og venja er þegar fram undan er lokaumferð riðlakeppninnar á stórmóti í handbolta er við hæfi að rýna í tölurnar og spá í spilin um möguleika íslenska liðsins. Ísland vann í fyrrakvöld tveggja marka sigur á Noregi, 34-32, og fékk þar með sín fyrstu stig í riðlinum. Noregur var líka með tvö stig eftir sigur gegn Slóvenum í fyrstu umferð en Króatía er efst í riðlinum með fjögur stig. Þrjú efstu liðin komast áfram. Strákarnir okkar mæta Slóvenum í lokaumferð riðlakeppninnar í dag og mun duga jafntefli til að fara áfram í milliriðlakeppnina með tvö stig. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17.10 og að honum leiknum mætast svo Króatar og Norðmenn. Tap fyrir Slóveníu myndi ekki endilega þýða að öll nótt væri úti. Þá þyrfti liðið að treysta á að Króatía vinni Noreg því annars myndi Ísland sitja eftir í fjórða sæti riðilsins með tvö stig eins og Slóvenía - en lakari árangur í innbyrðisviðureign liðanna. Ef hins vegar Noregur, Ísland og Slóvenía enda öll með tvö stig eftir riðlakeppnina mun það ráðast af markatölu í innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða hvaða tvö lið fara áfram í milliriðilinn með Krótöum. Ísland færi þó áfram í milliriðilinn án stiganna tveggja sem liðið vann sér inn gegn Noregi. Eins og sjá má á útreikningum hér fyrir neðan er ljóst að Ísland má tapa með tveggja marka mun fyrir Slóveníu en komast samt áfram. Þriggja marka sigur Slóvena gæti dugað til - en þá aðeins ef Ísland skorar tilskilinn fjölda marka. Fjögurra marka sigur Slóveníu gegn Íslandi á eftir þýðir þó einfaldlega að Ísland er úr leik og muni ekki spila fleiri leiki á mótinu.Hvernig má Ísland-Slóvenía fara ef Króatía vinnur Noreg?Eins marks sigur Slóveníu:2. Ísland +1 í markatölu 3. Slóvenía 0 4. Noregur -1Tveggja marka sigur Slóveníu: 2. Slóvenía +13. Ísland 0 4. Noregur -1Þriggja marka sigur Slóveníu: 2. Slóvenía +23.-4. Ísland -1 3.-4. Noregur -1Ísland fer áfram með því að skora minnst 27 mörk í leiknumEf Ísland skorar 26 mörk ræðst það af heildarmarktölu í riðlinum hvaða lið fara áfram - ekki innbyrðis. Þá skiptir máli hversu stórt tap Noregs er gegn Króatíu og mögulega hversu mörg mörk Norðmenn skora í leiknum.Ef Ísland skorar 25 mörk eða minna kemst Noregur áfram.Fjögurra marka sigur Slóveníu: 2. Slóvenía +3 3. Noregur -14. Ísland -2 Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Sjá meira
Eins og venja er þegar fram undan er lokaumferð riðlakeppninnar á stórmóti í handbolta er við hæfi að rýna í tölurnar og spá í spilin um möguleika íslenska liðsins. Ísland vann í fyrrakvöld tveggja marka sigur á Noregi, 34-32, og fékk þar með sín fyrstu stig í riðlinum. Noregur var líka með tvö stig eftir sigur gegn Slóvenum í fyrstu umferð en Króatía er efst í riðlinum með fjögur stig. Þrjú efstu liðin komast áfram. Strákarnir okkar mæta Slóvenum í lokaumferð riðlakeppninnar í dag og mun duga jafntefli til að fara áfram í milliriðlakeppnina með tvö stig. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17.10 og að honum leiknum mætast svo Króatar og Norðmenn. Tap fyrir Slóveníu myndi ekki endilega þýða að öll nótt væri úti. Þá þyrfti liðið að treysta á að Króatía vinni Noreg því annars myndi Ísland sitja eftir í fjórða sæti riðilsins með tvö stig eins og Slóvenía - en lakari árangur í innbyrðisviðureign liðanna. Ef hins vegar Noregur, Ísland og Slóvenía enda öll með tvö stig eftir riðlakeppnina mun það ráðast af markatölu í innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða hvaða tvö lið fara áfram í milliriðilinn með Krótöum. Ísland færi þó áfram í milliriðilinn án stiganna tveggja sem liðið vann sér inn gegn Noregi. Eins og sjá má á útreikningum hér fyrir neðan er ljóst að Ísland má tapa með tveggja marka mun fyrir Slóveníu en komast samt áfram. Þriggja marka sigur Slóvena gæti dugað til - en þá aðeins ef Ísland skorar tilskilinn fjölda marka. Fjögurra marka sigur Slóveníu gegn Íslandi á eftir þýðir þó einfaldlega að Ísland er úr leik og muni ekki spila fleiri leiki á mótinu.Hvernig má Ísland-Slóvenía fara ef Króatía vinnur Noreg?Eins marks sigur Slóveníu:2. Ísland +1 í markatölu 3. Slóvenía 0 4. Noregur -1Tveggja marka sigur Slóveníu: 2. Slóvenía +13. Ísland 0 4. Noregur -1Þriggja marka sigur Slóveníu: 2. Slóvenía +23.-4. Ísland -1 3.-4. Noregur -1Ísland fer áfram með því að skora minnst 27 mörk í leiknumEf Ísland skorar 26 mörk ræðst það af heildarmarktölu í riðlinum hvaða lið fara áfram - ekki innbyrðis. Þá skiptir máli hversu stórt tap Noregs er gegn Króatíu og mögulega hversu mörg mörk Norðmenn skora í leiknum.Ef Ísland skorar 25 mörk eða minna kemst Noregur áfram.Fjögurra marka sigur Slóveníu: 2. Slóvenía +3 3. Noregur -14. Ísland -2
Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Sjá meira