Syngja í fyrsta sinn á íslensku - hlustaðu á nýja UNICEF-lagið hér Freyr Bjarnason skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Lagið Öll í kór með hljómsveitinni FM Belfast er hér frumflutt í tilefni af degi rauða nefsins hjá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. "Við ætluðum að gera þetta fyrir þau fyrir tveimur árum en þá vorum við í útlöndum og gátum það ekki," segir söngkonan Lóa Hjálmtýsdóttir spurð út í tilurð lagsins. "Það er gaman að fá tækifæri til að gera góðverk og styrkja UNICEF því þau eru að vinna svo gott starf." Hægt er að hlusta á lagið hér fyrir ofan og neðar í fréttinni er hægt að hlusta á gömlu lögin sem samin hafa verið í tilefni af Degi rauða nefsins. Meðlimir FM Belfast, þau Lóa, Árni Rúnar Hlöðversson, Árni Vilhjálmsson og Örvar Þóreyjarson Smárason, fengu hvorki fleiri né færri en fjórtán manns til að vera gestasöngvarar í laginu. Meðal þeirra eru Ásgeir Trausti, Diddú, Helga Möller, Jóhann Helgason, Hugleikur Dagsson, Sigríður Thorlacius og Steindi Jr. "Okkur fannst hátíðlegra að fá ógeðslega mikið af fólki til að syngja með. Ég er mjög ánægð með hvað allir voru til í að aðstoða. Ég bjóst við að þetta yrði erfiðara en það voru allir voða jákvæðir," segir Lóa. Allir sem koma að laginu gerðu það í sjálfboðavinnu og var það tekið upp af Guðmundi Kristni Jónssyni, eða Kidda í Hjálmum.Diddú er ein þeirra sem hefur upp raust sína í hinu stjörnum prýdda lagi. Fréttablaðið/GVATextann gerði Örvar og í honum er sungið um það hvernig fólk er á endanum allt eins. "Komdu með, við erum eins, þú mátt ekki gleyma að á endanum erum við eins – þú og ég," segir meðal annars í textanum. Þetta er í fyrsta sinn sem FM Belfast syngur á íslensku. Myndband við Öll í kór verður frumsýnt í söfnunar- og skemmtiþætti á degi rauða nefsins, föstudaginn 7. desember, í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi. "Við hjá UNICEF erum öllu þessu góða fólki ákaflega þakklát. Það er ómetanlegt að fá þau til liðs við okkur við að vekja athygli á degi rauða nefsins og málefnum bágstaddra barna. Síðan er auðvitað fallegt að textinn gengur út á að á endanum erum við öll eins," segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Baggalútur átti fyrsta lagiðLagið í fyrra gerði Páll Óskar Hjálmtýsson (Megi það byrja með mér) en það sat í margar vikur á vinsældarlista Rásar 2. Þar áður lagði Retro Stefson UNICEF lið með laginu Dagur rauða nefsins og árið þar áður Ljótu hálfvitarnir með Hættu þessu væli. Baggalútur á heiðurinn af fyrsta laginu sem samið var fyrir UNICEF á Íslandi sem heitir Brostu. Brostu með Baggalút. Samið fyrir Dag rauða nefsins árið 2006. Hætt'essu væli með Ljótu hálfvitunum. Samið fyrir Dag rauða nefsins árið 2009. Megi það byrja með mér með Páli Óskari. Samið fyrir Dag rauða nefsins árið 2011. Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Lagið Öll í kór með hljómsveitinni FM Belfast er hér frumflutt í tilefni af degi rauða nefsins hjá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. "Við ætluðum að gera þetta fyrir þau fyrir tveimur árum en þá vorum við í útlöndum og gátum það ekki," segir söngkonan Lóa Hjálmtýsdóttir spurð út í tilurð lagsins. "Það er gaman að fá tækifæri til að gera góðverk og styrkja UNICEF því þau eru að vinna svo gott starf." Hægt er að hlusta á lagið hér fyrir ofan og neðar í fréttinni er hægt að hlusta á gömlu lögin sem samin hafa verið í tilefni af Degi rauða nefsins. Meðlimir FM Belfast, þau Lóa, Árni Rúnar Hlöðversson, Árni Vilhjálmsson og Örvar Þóreyjarson Smárason, fengu hvorki fleiri né færri en fjórtán manns til að vera gestasöngvarar í laginu. Meðal þeirra eru Ásgeir Trausti, Diddú, Helga Möller, Jóhann Helgason, Hugleikur Dagsson, Sigríður Thorlacius og Steindi Jr. "Okkur fannst hátíðlegra að fá ógeðslega mikið af fólki til að syngja með. Ég er mjög ánægð með hvað allir voru til í að aðstoða. Ég bjóst við að þetta yrði erfiðara en það voru allir voða jákvæðir," segir Lóa. Allir sem koma að laginu gerðu það í sjálfboðavinnu og var það tekið upp af Guðmundi Kristni Jónssyni, eða Kidda í Hjálmum.Diddú er ein þeirra sem hefur upp raust sína í hinu stjörnum prýdda lagi. Fréttablaðið/GVATextann gerði Örvar og í honum er sungið um það hvernig fólk er á endanum allt eins. "Komdu með, við erum eins, þú mátt ekki gleyma að á endanum erum við eins – þú og ég," segir meðal annars í textanum. Þetta er í fyrsta sinn sem FM Belfast syngur á íslensku. Myndband við Öll í kór verður frumsýnt í söfnunar- og skemmtiþætti á degi rauða nefsins, föstudaginn 7. desember, í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi. "Við hjá UNICEF erum öllu þessu góða fólki ákaflega þakklát. Það er ómetanlegt að fá þau til liðs við okkur við að vekja athygli á degi rauða nefsins og málefnum bágstaddra barna. Síðan er auðvitað fallegt að textinn gengur út á að á endanum erum við öll eins," segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Baggalútur átti fyrsta lagiðLagið í fyrra gerði Páll Óskar Hjálmtýsson (Megi það byrja með mér) en það sat í margar vikur á vinsældarlista Rásar 2. Þar áður lagði Retro Stefson UNICEF lið með laginu Dagur rauða nefsins og árið þar áður Ljótu hálfvitarnir með Hættu þessu væli. Baggalútur á heiðurinn af fyrsta laginu sem samið var fyrir UNICEF á Íslandi sem heitir Brostu. Brostu með Baggalút. Samið fyrir Dag rauða nefsins árið 2006. Hætt'essu væli með Ljótu hálfvitunum. Samið fyrir Dag rauða nefsins árið 2009. Megi það byrja með mér með Páli Óskari. Samið fyrir Dag rauða nefsins árið 2011.
Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp