Opið bréf til karla Andrés Ragnarsson og Einar Gylfi Jónsson skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Ert þú að "missa stjórn á þér" í árekstrum við maka þinn? Ert þú "sjúklega afbrýðisamur" og ræður bara ekki við það? Finnst þér að maki þinni viti "á hvaða takka hún á að ýta" til að "gera" þig reiðan? Telur þú að ofbeldið sé það eina sem hún tekur mark á? – Ef svör þín við einhverjum þessara spurninga eru já, lestu þá áfram… Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi: "Heimilisfriður – heimsfriður", viljum við nota tækifærið og ávarpa sérstaklega þá karla sem beita eða hafa beitt ofbeldi í nánum samböndum.Vanmáttur og vankunnátta Hvers vegna beita sumir karlar ofbeldi í nánum samböndum? Við því eru ekki einföld svör. Sumir yfirfæra eigin reynslu af ofbeldi í æsku og beita því sem fyrir þeim var haft. Tengsl heimilisofbeldis og vímuefnaneyslu eru vel þekkt. Þá er ljóst að fylgni er milli atvinnuleysis, fjárhagserfiðleika og heimilisofbeldis. Bent hefur verið á að brengluð sýn karla á kynhlutverk geti verið réttlæting ofbeldisbeitingar. Í grunninn er ofbeldi þó fyrst og fremst byggt á vanmætti og vankunnáttu. Ofbeldið er "úrræði" til að ná yfirráðum eða þvinga fram vilja sinn, í kringumstæðum þar sem ofbeldismaðurinn kann ekki aðrar leiðir til að höndla sjálfan sig og samspilið við maka sinn. Ofbeldi er ekki einungis líkamlegt heldur getur það einnig birst sem andlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og ofbeldi sem beinist að dauðum hlutum. Það kann að vera að þér finnist hegðun þín ekki vera ofbeldi, en hún getur engu að síður verið mjög ógnandi fyrir þann sem fyrir verður. Karlar til ábyrgðar (KTÁ) er sérhæft meðferðarúrræði fyrir karla sem beita ofbeldi á heimilum. Um er að ræða einstaklingsmeðferð og hópmeðferð hjá sálfræðingum. Þegar þú pantar tíma (s. 555 3020; kta@lifogsal.is) er þér boðið einstaklingsviðtal, þar sem staðan er metin og meðferð hefst. Framhaldið getur ýmist verið áframhaldandi einstaklingsmeðferð eða hópmeðferð. Þó konur beiti einnig ofbeldi í nánum samböndum, þá er það engu að síður staðreynd að í alvarlegustu tilvikum heimilisofbeldis eru karlar oftast gerendur. Þess vegna er rökrétt að meðferð fyrir gerendur beinist í fyrstu umferð að körlum.Ábyrgð á eigin hegðun Eins og nafnið bendir til er þungamiðja meðferðarinnar að taka ábyrgð á eigin ofbeldishegðun og í framhaldinu að þróa leiðir til að takast á uppbyggilegan hátt á við það sem upp kann að koma í samskiptum. Lögð er áhersla á að viðkomandi þiggi aðstoðina af fúsum og frjálsum vilja og sjái sjálfur um að panta sér viðtal. Undantekningar á þessari meginreglu eru t.d. þegar barnaverndaraðilar vísa málum til KTÁ. Ekki er boðið upp á hjónaviðtöl, en mökum er boðið upp á tvö viðtöl við upphaf og lok meðferðar til að meta öryggi maka og barna. Með því að bjóða einungis upp á einstaklingsmeðferð fyrir þann sem ofbeldinu beitir er verið að undirstrika að ábyrgðin á ofbeldinu liggur alfarið hjá gerandanum. Og lykillinn að lausn vandans er að axla þá ábyrgð. Makar fá skriflega kynningu á meðferðinni og þeim áherslum sem þar eru lagðar til grundvallar. Auk þess er þeim bent á önnur stuðningsúrræði eftir því sem við á. Skaðlegt fyrir börn Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hversu skaðlegt það er fyrir börn að búa við ofbeldi á heimili. Hvort sem börnin verða beinlínis vitni að ofbeldinu eða ekki, þá búa þau engu að síður við afleiðingar þess. Í samstarfi við KTÁ og Alternativ til vold í Noregi kom Barnaverndarstofa á fót hópmeðferð fyrir börn sem búið hafa við ofbeldi á heimili árið 2010. Við hjá KTÁ leggjum mikla áherslu á að börn þeirra karla sem til okkar leita eigi kost á þessum stuðningi og hvetjum foreldra til að snúa sér þangað. Þér kann að finnast erfitt að stíga fyrsta skrefið og biðja um aðstoð. En að taka ábyrgð á eigin hegðun, sætta þig ekki við eigið ofbeldi, heldur horfast í augu við vandann, vilja læra nýjar leiðir í samskiptum, það gerir þig að meiri manni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ert þú að "missa stjórn á þér" í árekstrum við maka þinn? Ert þú "sjúklega afbrýðisamur" og ræður bara ekki við það? Finnst þér að maki þinni viti "á hvaða takka hún á að ýta" til að "gera" þig reiðan? Telur þú að ofbeldið sé það eina sem hún tekur mark á? – Ef svör þín við einhverjum þessara spurninga eru já, lestu þá áfram… Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi: "Heimilisfriður – heimsfriður", viljum við nota tækifærið og ávarpa sérstaklega þá karla sem beita eða hafa beitt ofbeldi í nánum samböndum.Vanmáttur og vankunnátta Hvers vegna beita sumir karlar ofbeldi í nánum samböndum? Við því eru ekki einföld svör. Sumir yfirfæra eigin reynslu af ofbeldi í æsku og beita því sem fyrir þeim var haft. Tengsl heimilisofbeldis og vímuefnaneyslu eru vel þekkt. Þá er ljóst að fylgni er milli atvinnuleysis, fjárhagserfiðleika og heimilisofbeldis. Bent hefur verið á að brengluð sýn karla á kynhlutverk geti verið réttlæting ofbeldisbeitingar. Í grunninn er ofbeldi þó fyrst og fremst byggt á vanmætti og vankunnáttu. Ofbeldið er "úrræði" til að ná yfirráðum eða þvinga fram vilja sinn, í kringumstæðum þar sem ofbeldismaðurinn kann ekki aðrar leiðir til að höndla sjálfan sig og samspilið við maka sinn. Ofbeldi er ekki einungis líkamlegt heldur getur það einnig birst sem andlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og ofbeldi sem beinist að dauðum hlutum. Það kann að vera að þér finnist hegðun þín ekki vera ofbeldi, en hún getur engu að síður verið mjög ógnandi fyrir þann sem fyrir verður. Karlar til ábyrgðar (KTÁ) er sérhæft meðferðarúrræði fyrir karla sem beita ofbeldi á heimilum. Um er að ræða einstaklingsmeðferð og hópmeðferð hjá sálfræðingum. Þegar þú pantar tíma (s. 555 3020; kta@lifogsal.is) er þér boðið einstaklingsviðtal, þar sem staðan er metin og meðferð hefst. Framhaldið getur ýmist verið áframhaldandi einstaklingsmeðferð eða hópmeðferð. Þó konur beiti einnig ofbeldi í nánum samböndum, þá er það engu að síður staðreynd að í alvarlegustu tilvikum heimilisofbeldis eru karlar oftast gerendur. Þess vegna er rökrétt að meðferð fyrir gerendur beinist í fyrstu umferð að körlum.Ábyrgð á eigin hegðun Eins og nafnið bendir til er þungamiðja meðferðarinnar að taka ábyrgð á eigin ofbeldishegðun og í framhaldinu að þróa leiðir til að takast á uppbyggilegan hátt á við það sem upp kann að koma í samskiptum. Lögð er áhersla á að viðkomandi þiggi aðstoðina af fúsum og frjálsum vilja og sjái sjálfur um að panta sér viðtal. Undantekningar á þessari meginreglu eru t.d. þegar barnaverndaraðilar vísa málum til KTÁ. Ekki er boðið upp á hjónaviðtöl, en mökum er boðið upp á tvö viðtöl við upphaf og lok meðferðar til að meta öryggi maka og barna. Með því að bjóða einungis upp á einstaklingsmeðferð fyrir þann sem ofbeldinu beitir er verið að undirstrika að ábyrgðin á ofbeldinu liggur alfarið hjá gerandanum. Og lykillinn að lausn vandans er að axla þá ábyrgð. Makar fá skriflega kynningu á meðferðinni og þeim áherslum sem þar eru lagðar til grundvallar. Auk þess er þeim bent á önnur stuðningsúrræði eftir því sem við á. Skaðlegt fyrir börn Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hversu skaðlegt það er fyrir börn að búa við ofbeldi á heimili. Hvort sem börnin verða beinlínis vitni að ofbeldinu eða ekki, þá búa þau engu að síður við afleiðingar þess. Í samstarfi við KTÁ og Alternativ til vold í Noregi kom Barnaverndarstofa á fót hópmeðferð fyrir börn sem búið hafa við ofbeldi á heimili árið 2010. Við hjá KTÁ leggjum mikla áherslu á að börn þeirra karla sem til okkar leita eigi kost á þessum stuðningi og hvetjum foreldra til að snúa sér þangað. Þér kann að finnast erfitt að stíga fyrsta skrefið og biðja um aðstoð. En að taka ábyrgð á eigin hegðun, sætta þig ekki við eigið ofbeldi, heldur horfast í augu við vandann, vilja læra nýjar leiðir í samskiptum, það gerir þig að meiri manni.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun