Tævanski raftækjaframleiðandinn Foxconn tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að hækka kaup starfsmanna sinn verulega. Þá ætlar fyrirtækið einnig að bæta vinnuaðstæður í verksmiðjum sínum í Kína.
Foxconn framleiðir íhluti fyrir iPad spjaldtölvuna og iPhone snjallsímann. Á síðustu mánuðum hefur fyrirtækið verið harðlega gagnrýnt fyrir meðferð sína á starfsfólki.
Að minnsta kosti 15 starfsmenn Foxconn hafa svipt sig lífi á síðustu árum. Í janúar á þessu ári hótuðu 150 starfsmenn að fleygja sér fram af verksmiðjuhúsi Foxconn í Kína.
Apple svaraði gagnrýninni með því að opna dyr verksmiðjanna fyrir óháðum eftirlitsmönnum.
Í skýrslu eftirlitsmannanna - sem kynnt var í gær - kemur fram að Foxconn og Apple hafi brotið ítrekað á launþegum. Þá eru dæmi um að starfsmenn hafi unnið 11 daga í röð við hættulegar aðstæður.
Foxconn bregst við gagnrýni

Mest lesið

Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar
Viðskipti innlent

Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni
Viðskipti innlent

Gefur eftir í tollastríði við Kína
Viðskipti erlent

Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör
Viðskipti erlent

Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf
Viðskipti innlent

Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús
Viðskipti innlent

Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent

Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð
Viðskipti erlent

ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða
Viðskipti erlent

Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira
Viðskipti innlent