Bág kjör Þór Gunnlaugsson skrifar 30. mars 2012 06:00 Lýsingar á bágum kjörum þeirra einstaklinga og fjölskyldna sem eiga hvorki fyrir mat né lyfjum hafa varla farið fram hjá nokkrum manni. Nýlegt dæmi er um krabbameinssjúkling sem átti 15.000 kr. til að lifa af eftir greiðslu húsaleigu og hafði ekkert handbært fé til matarkaupa né krabbameinslyfja. Íslendingar eru örlát þjóð og við látum ekki fólk sitja óbætt hjá garði og eigum skilyrðislaust að rétta fram hjálparhönd og meðal annars leggja niður komugjöld á dagdeild LHS fyrir þá sem eru í krabbameinsmeðferð. Er réttlætanlegt að skafa skinnið af þessum sjúklingum og láta sem svo að þetta verði kannski lagfært í gegnum skattkerfið? Hvað með eldri borgara sem hafa fengið skerðingu á sínum tekjum sem duga ekki fyrir nauðþurftum en einhverjir hundraðkallar eru skildir eftir í formi vasapeninga? Þvílík niðurlæging á ævikvöldi þeirra eftir að hafa staðið undir framþróun landsins alla sína ævi uns halla fór undan fæti og þeir réttu fram hönd sér til aðstoðar. Ef þessi gamalmenni eiga einhverjar eignir, sparifé eða fasteign skal það greiða yfir 230.000 á mánuði með sér fái það vistun á hjúkrunarheimili og skyldi það ákvarða flýtimeðferð inn á móti öðrum sem á ekkert og þarf ekkert að greiða fyrir sömu þjónustu? Hvar er jafnræðið og réttlætið í þessu landi? Nú heyrast raddir að handbremsa sé sett á þá vistun sjúklinga sem þurfa að fá S-merkt lyf sem eru rándýr og stofnanir geta ekki veitt þessum aðilum vegna daggjalda sem ekki gera ráð fyrir slíkum útgjöldum. Hvað með Framkvæmdasjóð aldraðra? Hvert rennur það fé? Varla í uppbyggingu heimila fyrir okkur þegar tíminn er kominn þótt skatturinn rukki grimmt inn gjöld pr. ár í þennan sjóð. Þá skulum við skoða heimilin í landinu og þá þróun sem hefur átt sér stað í átt til örbirgðar og mér er bara um megn að hugsa til þess að heimili 200 fjölskyldna verði boðin upp á þessu ári og fólkið sett út á gaddinn þar sem tekjur þess duga ekki fyrir húsaleigu. Rödd konunnar sem viðtal var við, vel menntuð en atvinnulaus, alltaf staðið í skilum með greiðslur og þá kom hrunið sem kippti grundvellinum undan fjölskyldu hennar sem býr í gamalli íbúð án íburðar svo ekki var bruðlað á þeim bæ. Umboðsmaður skuldara vísaði máli hennar á dyr eins og mörgum öðrum en mál hennar tók tvö ár í vinnslu og síðan: Nei, því miður. Þú getur ekki greitt húsaleigu. Hvers vegna og til hvers var þetta dýra embætti stofnað? Jú, þeir áttu að semja um niðurfellingu skulda að 110% markinu. Embættið var sett á laggirnar með miklum lúðraþyt sem bjargvættur. Því miður hefur annað komið á daginn og sýnist mér að hér hafi verið stofnað embætti til að fletta skjölum og færa á milli borða eins og Spaugstofumenn lýsa á sannfærandi hátt. Koma af stað áskrift á vanskilalista ákveðinna fyrirtækja og auka enn á áþján viðkomandi fjölskyldna. Skyldu þeir aðilar sem hafa fengið háar fjárhæðir afskrifaðar hafa lent á slíkum vanskilalistum? Jú, tveir aðilar svo vitað sé lýstir gjaldþrota en líf þeirra hefur ekkert lækkað við það og árið er enn 2008 á þeim heimilum Ég vil hvetja þá sem eru með sár í sálinni, börn sem fullorðna að koma í Bústaðakirkju 2. apríl kl. 20.00, setjast þar niður í kyrrð og ró og njóta þess að hlusta óáreitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Sjá meira
Lýsingar á bágum kjörum þeirra einstaklinga og fjölskyldna sem eiga hvorki fyrir mat né lyfjum hafa varla farið fram hjá nokkrum manni. Nýlegt dæmi er um krabbameinssjúkling sem átti 15.000 kr. til að lifa af eftir greiðslu húsaleigu og hafði ekkert handbært fé til matarkaupa né krabbameinslyfja. Íslendingar eru örlát þjóð og við látum ekki fólk sitja óbætt hjá garði og eigum skilyrðislaust að rétta fram hjálparhönd og meðal annars leggja niður komugjöld á dagdeild LHS fyrir þá sem eru í krabbameinsmeðferð. Er réttlætanlegt að skafa skinnið af þessum sjúklingum og láta sem svo að þetta verði kannski lagfært í gegnum skattkerfið? Hvað með eldri borgara sem hafa fengið skerðingu á sínum tekjum sem duga ekki fyrir nauðþurftum en einhverjir hundraðkallar eru skildir eftir í formi vasapeninga? Þvílík niðurlæging á ævikvöldi þeirra eftir að hafa staðið undir framþróun landsins alla sína ævi uns halla fór undan fæti og þeir réttu fram hönd sér til aðstoðar. Ef þessi gamalmenni eiga einhverjar eignir, sparifé eða fasteign skal það greiða yfir 230.000 á mánuði með sér fái það vistun á hjúkrunarheimili og skyldi það ákvarða flýtimeðferð inn á móti öðrum sem á ekkert og þarf ekkert að greiða fyrir sömu þjónustu? Hvar er jafnræðið og réttlætið í þessu landi? Nú heyrast raddir að handbremsa sé sett á þá vistun sjúklinga sem þurfa að fá S-merkt lyf sem eru rándýr og stofnanir geta ekki veitt þessum aðilum vegna daggjalda sem ekki gera ráð fyrir slíkum útgjöldum. Hvað með Framkvæmdasjóð aldraðra? Hvert rennur það fé? Varla í uppbyggingu heimila fyrir okkur þegar tíminn er kominn þótt skatturinn rukki grimmt inn gjöld pr. ár í þennan sjóð. Þá skulum við skoða heimilin í landinu og þá þróun sem hefur átt sér stað í átt til örbirgðar og mér er bara um megn að hugsa til þess að heimili 200 fjölskyldna verði boðin upp á þessu ári og fólkið sett út á gaddinn þar sem tekjur þess duga ekki fyrir húsaleigu. Rödd konunnar sem viðtal var við, vel menntuð en atvinnulaus, alltaf staðið í skilum með greiðslur og þá kom hrunið sem kippti grundvellinum undan fjölskyldu hennar sem býr í gamalli íbúð án íburðar svo ekki var bruðlað á þeim bæ. Umboðsmaður skuldara vísaði máli hennar á dyr eins og mörgum öðrum en mál hennar tók tvö ár í vinnslu og síðan: Nei, því miður. Þú getur ekki greitt húsaleigu. Hvers vegna og til hvers var þetta dýra embætti stofnað? Jú, þeir áttu að semja um niðurfellingu skulda að 110% markinu. Embættið var sett á laggirnar með miklum lúðraþyt sem bjargvættur. Því miður hefur annað komið á daginn og sýnist mér að hér hafi verið stofnað embætti til að fletta skjölum og færa á milli borða eins og Spaugstofumenn lýsa á sannfærandi hátt. Koma af stað áskrift á vanskilalista ákveðinna fyrirtækja og auka enn á áþján viðkomandi fjölskyldna. Skyldu þeir aðilar sem hafa fengið háar fjárhæðir afskrifaðar hafa lent á slíkum vanskilalistum? Jú, tveir aðilar svo vitað sé lýstir gjaldþrota en líf þeirra hefur ekkert lækkað við það og árið er enn 2008 á þeim heimilum Ég vil hvetja þá sem eru með sár í sálinni, börn sem fullorðna að koma í Bústaðakirkju 2. apríl kl. 20.00, setjast þar niður í kyrrð og ró og njóta þess að hlusta óáreitt.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar