Krónan eða kúgildið 30. mars 2012 06:00 Íslenska krónan sem gjaldmiðill sjálfstæðrar þjóðar er nú komin á ellilífeyrisaldurinn. Öll hennar vegferð hefur verið sama markinu brennd. Ýmist hefur hún verið í frjálsu falli eða hrunið stall af stalli niður til móts við botnlaust hyldýpið. Krónan er nú innan við eyris virði á við það, sem var þegar lagt var upp með hana. Samt vilja sumir halda því fram, að krónan hafi bjargað landsmönnum og geri það enn. Í hvert skipti sem krónan hefur hrunið hefur hún flutt verðmæti frá almenningi til útvaldra – ekki síst til útvegsmanna. Þann hagnað hafa menn svo notað með ýmsum hætti sér og sínum til hagræðis – stundum til þess að kaupa sér útgerðarfyrirtæki í útlöndum nú eða kvóta hver af öðrum. Í hvert skipti sem krónan hefur fallið hefur kaupmáttur launa almennings hrunið. Kaupgeta rýrnað. Ávöxtur kjarabaráttu horfið. Húseignir almennings verðfallið. Traust glatast. Svo segja menn að þjóðin hafi grætt á því! Aðrir vinir hrunkrónunnar halda því fram, að íslenska krónan sé svo „þjóðleg". Ég sé ekki hvað er þjóðlegt við það að hanga á gjaldmiðli, sem alltaf er á hausnum. Vel má vera, að útlendingar, sem töpuðu meira en sjö þúsund milljónum króna á því að lána Íslendingum peninga, telji að þar hæfi skel kjafti þegar þjóð, sem illa er treystandi noti gjaldmiðil, sem ekki er treystandi – en að það eigi að vera þjóðlegt get ég ekki skilið. Er samhengið þar? Svo hangið sé áfram á hinum þjóðlegu nótum þá kennir Íslandssagan okkur að þjóðin hefur átt miklu habílli gjaldmiðla í sögu sinni en íslensku krónuna. Þeir, sem þjóðlegheitanna vegna vilja taka upp nýjan og stöðugri gjaldmiðil en hrunkrónuna og umfram allt vilja ekki samsama okkur Íslendinga við þá heimsálfu, Evrópu, sem Drottinn kaus okkur sem íverustað, ættu að leita þjóðlegra lausna í sögunni. Þar eru a.m.k. þrjú fordæmi um gjaldmiðil, sem var stöðugri en krónan. 1. Mörk silfurs. Sá var gjaldmiðillinn í árdaga íslenskrar sögu. Sú mynt var hins vegar vegin en ekki slegin og sá ljóður var á, að svindlarar þjóðveldistímans, sem nú heita víst útrásarvíkingar, komust fljótt að raun um að hafa mátti fé af almenningi bæði með því að svindla á vog og silfri. Gullaldaríslendingar gáfu því þennan gjaldmiðil frá sér – enda ekki eins umburðarlyndir með ónýtum gjaldmiðli og afkomendurnir. 2. Alin vaðmáls. Sá gjaldmiðill stóð lengi fyrir sínu sbr. „Sögu Íslendinga" eftir Jón Jóhannesson. Erfiðleikarnir í dag yrðu hins vegar þeir, að eftir lokun ullarfabrikka SÍS á Akureyri og Álafossverksmiðjanna er vaðmál nánast ekki lengur framleitt á Íslandi og því hætt við að lausafjárskortur yrði meðal þjóðarinnar ef þessi gjaldmiðill yrði nú endurupptekinn. 3. Kúgildi tók svo síðar við sem verðgildisviðmið og grundvöllur viðskipta og eignamats á Íslandi. Sá gjaldmiðill var miklu stöðugri en íslenska krónan – enda kýr tregar í taumi. Að byggja nýjan gjaldmiðil á Íslandi á kúgildinu er því ekki aðeins traustleikamerki heldur umfram allt einkar þjóðlegt. Hvað er þjóðlegra en það að nota íslensku kúna, sem er af mjög sérstöku kúakyni sem hvergi finnst annars staðar og framleiðir auk þess mjólk sem talin er vera sú hollasta í heimi og þó víðar væri leitað – að nota þessa dýrðarskepnu sem undirstöðu nýs gjaldmiðils, kúgildisins? Myntfóturinn gæti sem hæglegast verið afurðamikil kýr í Árnessýslu, sveitinni hans Guðna míns Ágústssonar. Á bakhlið kúgildismyntarinnar færi vel að hafa mynd af rjómabúinu á Baugsstöðum og á framhliðinni portrett af Guttormi sálaða, húsdýragarðsnauti, en Guttormur sá mun vera einna frægastur nautpenings á Íslandi frá landnámi næstur á eftir Þorgeirsbola. Í stað þess að menn hneykslist svo yfir því að útrásarvíkingar skuli nota gullsand sem útálát með sósunni í London, París eða Róm geta blöðin slegið því upp að þeir hafi étið kúgildi á mann í London, París eða Róm. „Blessaaaðir mennirnir", mundi Guðni þá segja. Þetta ættu þjóðhollir menn að skoða vandlega. Svo leitað sé í nýyrðasafn Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, þá ætti forystan þar að „stinga höfðinu í steininn" og efna til ráðstefnu sem gæti heitið: „KRÓNAN EÐA KÚGILDIÐ". Ekki þyrfti þá að leita að fyrirlesurum utan landsteinanna því í þeirri sveit er mikið til af aldeilis kýrskýru fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Íslenska krónan sem gjaldmiðill sjálfstæðrar þjóðar er nú komin á ellilífeyrisaldurinn. Öll hennar vegferð hefur verið sama markinu brennd. Ýmist hefur hún verið í frjálsu falli eða hrunið stall af stalli niður til móts við botnlaust hyldýpið. Krónan er nú innan við eyris virði á við það, sem var þegar lagt var upp með hana. Samt vilja sumir halda því fram, að krónan hafi bjargað landsmönnum og geri það enn. Í hvert skipti sem krónan hefur hrunið hefur hún flutt verðmæti frá almenningi til útvaldra – ekki síst til útvegsmanna. Þann hagnað hafa menn svo notað með ýmsum hætti sér og sínum til hagræðis – stundum til þess að kaupa sér útgerðarfyrirtæki í útlöndum nú eða kvóta hver af öðrum. Í hvert skipti sem krónan hefur fallið hefur kaupmáttur launa almennings hrunið. Kaupgeta rýrnað. Ávöxtur kjarabaráttu horfið. Húseignir almennings verðfallið. Traust glatast. Svo segja menn að þjóðin hafi grætt á því! Aðrir vinir hrunkrónunnar halda því fram, að íslenska krónan sé svo „þjóðleg". Ég sé ekki hvað er þjóðlegt við það að hanga á gjaldmiðli, sem alltaf er á hausnum. Vel má vera, að útlendingar, sem töpuðu meira en sjö þúsund milljónum króna á því að lána Íslendingum peninga, telji að þar hæfi skel kjafti þegar þjóð, sem illa er treystandi noti gjaldmiðil, sem ekki er treystandi – en að það eigi að vera þjóðlegt get ég ekki skilið. Er samhengið þar? Svo hangið sé áfram á hinum þjóðlegu nótum þá kennir Íslandssagan okkur að þjóðin hefur átt miklu habílli gjaldmiðla í sögu sinni en íslensku krónuna. Þeir, sem þjóðlegheitanna vegna vilja taka upp nýjan og stöðugri gjaldmiðil en hrunkrónuna og umfram allt vilja ekki samsama okkur Íslendinga við þá heimsálfu, Evrópu, sem Drottinn kaus okkur sem íverustað, ættu að leita þjóðlegra lausna í sögunni. Þar eru a.m.k. þrjú fordæmi um gjaldmiðil, sem var stöðugri en krónan. 1. Mörk silfurs. Sá var gjaldmiðillinn í árdaga íslenskrar sögu. Sú mynt var hins vegar vegin en ekki slegin og sá ljóður var á, að svindlarar þjóðveldistímans, sem nú heita víst útrásarvíkingar, komust fljótt að raun um að hafa mátti fé af almenningi bæði með því að svindla á vog og silfri. Gullaldaríslendingar gáfu því þennan gjaldmiðil frá sér – enda ekki eins umburðarlyndir með ónýtum gjaldmiðli og afkomendurnir. 2. Alin vaðmáls. Sá gjaldmiðill stóð lengi fyrir sínu sbr. „Sögu Íslendinga" eftir Jón Jóhannesson. Erfiðleikarnir í dag yrðu hins vegar þeir, að eftir lokun ullarfabrikka SÍS á Akureyri og Álafossverksmiðjanna er vaðmál nánast ekki lengur framleitt á Íslandi og því hætt við að lausafjárskortur yrði meðal þjóðarinnar ef þessi gjaldmiðill yrði nú endurupptekinn. 3. Kúgildi tók svo síðar við sem verðgildisviðmið og grundvöllur viðskipta og eignamats á Íslandi. Sá gjaldmiðill var miklu stöðugri en íslenska krónan – enda kýr tregar í taumi. Að byggja nýjan gjaldmiðil á Íslandi á kúgildinu er því ekki aðeins traustleikamerki heldur umfram allt einkar þjóðlegt. Hvað er þjóðlegra en það að nota íslensku kúna, sem er af mjög sérstöku kúakyni sem hvergi finnst annars staðar og framleiðir auk þess mjólk sem talin er vera sú hollasta í heimi og þó víðar væri leitað – að nota þessa dýrðarskepnu sem undirstöðu nýs gjaldmiðils, kúgildisins? Myntfóturinn gæti sem hæglegast verið afurðamikil kýr í Árnessýslu, sveitinni hans Guðna míns Ágústssonar. Á bakhlið kúgildismyntarinnar færi vel að hafa mynd af rjómabúinu á Baugsstöðum og á framhliðinni portrett af Guttormi sálaða, húsdýragarðsnauti, en Guttormur sá mun vera einna frægastur nautpenings á Íslandi frá landnámi næstur á eftir Þorgeirsbola. Í stað þess að menn hneykslist svo yfir því að útrásarvíkingar skuli nota gullsand sem útálát með sósunni í London, París eða Róm geta blöðin slegið því upp að þeir hafi étið kúgildi á mann í London, París eða Róm. „Blessaaaðir mennirnir", mundi Guðni þá segja. Þetta ættu þjóðhollir menn að skoða vandlega. Svo leitað sé í nýyrðasafn Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, þá ætti forystan þar að „stinga höfðinu í steininn" og efna til ráðstefnu sem gæti heitið: „KRÓNAN EÐA KÚGILDIÐ". Ekki þyrfti þá að leita að fyrirlesurum utan landsteinanna því í þeirri sveit er mikið til af aldeilis kýrskýru fólki.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun