KSÍ og fordómar Baldur Kristjánsson skrifar 30. mars 2012 06:00 Því miður fór umræðan svolítið úr böndunum á netinu þegar aganefnd KSÍ dæmdi tvo drengi í leikbann og gagnrýnt var. Svolítið er eins og verið sé að stíga inn á heilagt svæði en knattspyrna kemur okkur öllum við og kynþáttafordómar eru því miður staðreynd hér á landi. Nú tek ég drengina tvo út fyrir sviga enda hafa þeir sæst en tilvikið gefur tilefni til umræðu og ábendinga. Nauðsynlegt er að mínu mati að KSÍ og önnur sambærileg sambönd komi sér upp verklagsreglum í meðferð svona mála. Þau eiga að leita til sérfræðinga við gerð þeirra. UEFA hafði samráð við ECRI (Evrópunefndin gegn kynþáttafordómum) þegar verklagsreglur voru settar fyrir síðasta og einnig næsta Evrópumót um það hvernig ætti að tækla rasisma á fótboltavellinum. Knattspyrnusambandið í Englandi hefur haft samráð við svipaðan aðila þar. Ekki skal efast um góðan ásetning forystu KSÍ, þ.m.t. Þóris Hákonarsonar, en þetta með verklagsreglur og hvernig þær eiga að vera er ekkert sjálfgefið. Þar ætti m.a. að kveða á um að dómarar og þeir sem sitja í ráðum og nefndum fái fræðslu um það hvernig þekkja eigi rasisma og hvernig bregðast eigi við honum. Það sama á við um yfirstjórn og starfsmenn. Félögin eiga með hjálp KSÍ að fræða þjálfara um rasisma og helst ekki að ráða þá til starfa nema að undangengnu námskeiði um það hvernig meðhöndla eigi hann. Þá er í meira lagi vafasamt að bregðast við með leikbönnum í yngri flokkum. Slíkt getur einangrað og útilokað. Fræðsla er á því stigi árangursríkust. Þetta eru drengir/stúlkur á mótunarskeiði. Sá sem gerir sig sekan um rasisma er yfirleitt hvorki betri né verri en félagarnir en endurspeglar þá menningu sem þeir eru allir sprottnir úr. Hann er, má segja, einnig fórnarlamb hennar. Rasisma má líkja við veiru sem þarf að útrýma. Rasískt hugarfar flokkar fólk eftir uppruna, litarafti, þjóðerni og jafnvel menningu og trú og felur í sér fyrirlitningu á hóp eða hópum sem við tilheyrum ekki. Rasismi kumrar í yfirborði samfélags. Kemur stundum upp á yfirborðið og er þá gjarnan meðhöndlaður sem einstakt tilvik. Það er ekki bara KSÍ sem þarf að koma sér upp verklagsreglum í þessum málaflokki. Þess þurfa önnur sambærileg sambönd svo og skólar og allir þeir sem koma að mótun unglinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Því miður fór umræðan svolítið úr böndunum á netinu þegar aganefnd KSÍ dæmdi tvo drengi í leikbann og gagnrýnt var. Svolítið er eins og verið sé að stíga inn á heilagt svæði en knattspyrna kemur okkur öllum við og kynþáttafordómar eru því miður staðreynd hér á landi. Nú tek ég drengina tvo út fyrir sviga enda hafa þeir sæst en tilvikið gefur tilefni til umræðu og ábendinga. Nauðsynlegt er að mínu mati að KSÍ og önnur sambærileg sambönd komi sér upp verklagsreglum í meðferð svona mála. Þau eiga að leita til sérfræðinga við gerð þeirra. UEFA hafði samráð við ECRI (Evrópunefndin gegn kynþáttafordómum) þegar verklagsreglur voru settar fyrir síðasta og einnig næsta Evrópumót um það hvernig ætti að tækla rasisma á fótboltavellinum. Knattspyrnusambandið í Englandi hefur haft samráð við svipaðan aðila þar. Ekki skal efast um góðan ásetning forystu KSÍ, þ.m.t. Þóris Hákonarsonar, en þetta með verklagsreglur og hvernig þær eiga að vera er ekkert sjálfgefið. Þar ætti m.a. að kveða á um að dómarar og þeir sem sitja í ráðum og nefndum fái fræðslu um það hvernig þekkja eigi rasisma og hvernig bregðast eigi við honum. Það sama á við um yfirstjórn og starfsmenn. Félögin eiga með hjálp KSÍ að fræða þjálfara um rasisma og helst ekki að ráða þá til starfa nema að undangengnu námskeiði um það hvernig meðhöndla eigi hann. Þá er í meira lagi vafasamt að bregðast við með leikbönnum í yngri flokkum. Slíkt getur einangrað og útilokað. Fræðsla er á því stigi árangursríkust. Þetta eru drengir/stúlkur á mótunarskeiði. Sá sem gerir sig sekan um rasisma er yfirleitt hvorki betri né verri en félagarnir en endurspeglar þá menningu sem þeir eru allir sprottnir úr. Hann er, má segja, einnig fórnarlamb hennar. Rasisma má líkja við veiru sem þarf að útrýma. Rasískt hugarfar flokkar fólk eftir uppruna, litarafti, þjóðerni og jafnvel menningu og trú og felur í sér fyrirlitningu á hóp eða hópum sem við tilheyrum ekki. Rasismi kumrar í yfirborði samfélags. Kemur stundum upp á yfirborðið og er þá gjarnan meðhöndlaður sem einstakt tilvik. Það er ekki bara KSÍ sem þarf að koma sér upp verklagsreglum í þessum málaflokki. Þess þurfa önnur sambærileg sambönd svo og skólar og allir þeir sem koma að mótun unglinga.
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun