Kvikmyndamenntun: hin augljósa leið Hjálmar H. Ragnarsson skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Það er mikið fagnaðarefni að nú skuli loksins liggja fyrir tillögur um heildstæða stefnu um kvikmyndamenntun í landinu. Stefnan birtist í nýútkominni skýrslu þriggja manna stýrihóps sem mennta- og menningarmálaráðherra skipaði í febrúar síðastliðnum. Skýrslan ber heitið Stefnumótun um kvikmyndamenntun á Íslandi, og má finna hana á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins auk þess sem hún er birt á heimasíðu Listaháskólans. Niðurstöður stýrihópsins byggja á ítarlegri rannsókn á þörfum fyrir námið og núverandi framboði. Enn fremur leggur stýrihópurinn til grundvallar greiningu tveggja mikilsvirtra sérfræðinga á sviði kvikmyndamenntunar, sem leggja sjálfstætt mat á aðstæður hér og gera tillögur um uppbyggingu námsins, skipulag og áherslur. Í tillögum sínum skiptir stýrihópurinn og erlendu sérfræðingarnir kvikmyndamenntuninni í fjögur þrep: l Kvikmynda- og fjölmiðlalæsi, kennt á grunnskólastigi l Almennt kvikmyndanám, kennt á framhaldsskólastigi l Menntun í stoðhlutverkum kvikmyndagerðar (s.s. hljóð, tölvuvinnsla, búningar, leikmyndagerð), kennt á framhaldsskólastigi l Sérhæft nám með áherslu á listrænan grunn og með það að markmiði að útskrifa leiðandi kvikmyndagerðarmenn á sviðum leikstjórnar, handritsgerðar, kvikmyndatöku, klippingar, hljóðs og framleiðslu; háskólamenntun á BA-stigi. Það er mikilvægt hvernig tillögurnar byggja á samfellu frá einu skólastiginu til annars. Grunnurinn er lagður með markvissri kennslu í kvikmynda- og fjölmiðlalæsi á grunnskólastigi, og á framhaldsskólastiginu fá nemendur innsýn í helstu grunnþætti kvikmyndagerðar og skapa sér traustan grunn til frekara náms í kvikmyndagerð eða í tengdum fögum.Greinileg skil Hvert stefnir næst fer eftir því hvort nemandinn vill frekar leggja áherslu á ýmsa tækniþætti og stoðgreinar sem tengjast kvikmyndagerð eða hvort hann vill leggja áherslu á hinn listræna þátt og reyna að skapa sér leiðandi hlutverk í greininni. Að sjálfsögðu útilokar önnur leiðin ekki hina, en samkvæmt greiningu stýrihópsins eru greinileg skil þarna á milli. Fari nemandinn fyrrnefndu leiðina þá liggur leiðin í skóla á framhaldsskólastigi sem hefur yfir að ráða sérhæfðum kennurum á hinum ólíku stoðsviðum kvikmyndagerðar og þeim búnaði og tækjum sem menntun í þessum greinum krefst. Fari hann hina leiðina, vill í listrænt kvikmyndanám, fer hann í listaháskóla þar sem áherslan er lögð á fræðilega greiningu, listræna úrvinnslu, og þverfaglegar tengingar, fyrir utan þau tækifæri sem gefast í háskóla fyrir alþjóðlegt samstarf og tengingar við háskóla erlendis. Varðandi þessi tvö síðari þrep þá hvetur stýrihópurinn til þess að í stað þess að dreifa kröftunum víða verði náminu þjappað í fáa skóla, á framhaldsskólastiginu jafnvel í einn kjarnaskóla, sem þá hefði þeim mun betri aðstöðu og sérhæfðari mannafla til að geta gegnt hlutverki sínu vel en ef skólarnir væru fleiri. Á háskólastiginu blasir það við að aðeins fáir nemendur eru útvaldir hverju sinni og sýnist nefndinni það vera augljóst að slíkt nám eigi hvergi heima annars staðar en í listaháskóla. Þá bendir hópurinn á að BA-gráða frá viðurkenndum háskóla sé lykill að frekara námi erlendis. Þegar tillögur stýrihópsins eru lesnar í þessu samhengi þá finnst manni augljóst að það þjóni best nemendum að hafa skýrar línur um námsleiðir og hvernig eitt leiðir af öðru. Kerfið er fyrir nemendurna, ekki fyrir stofnanirnar eða fyrirtækin. Það er á miklu að byggja í landinu og tækifærin blasa við, en ef við hlúum ekki betur að menntuninni en við gerum nú þá verður lítið úr því forskoti sem landið okkur gefur og kraftmikið fólk. Mikil umræða hefur verið síðustu misseri um kvikmyndamenntun í landinu, sem þó því miður hefur frekar mótast af tilfinningalegum upphlaupum en raunverulegri greiningu og rökstuddum úrlausnum. Sérstaklega var umræðan hávær fyrir u.þ.b. ári síðan þegar málefni Kvikmyndaskóla Íslands voru í brennidepli.Þörf á skýrri stefnu Nú er hins vegar kominn tími til að taka þetta mál á annað plan og stjórnvöld taki skýra stefnu um hvað skuli gera og hvernig. Skýrsla stýrihópsins byggir á faglegri þekkingu og hlutleysi gagnvart þeim hagsmunum sem einstakar stofnanir eða fyrirtæki geta átt í þessu máli. Skýrslan er grunnurinn til að byggja á og nú þurfa stjórnvöld, skólamenn og kvikmyndagerðarfólk að taka höndum saman og hrinda tillögunum í framkvæmd. Það er ekki eftir neinu að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Það er mikið fagnaðarefni að nú skuli loksins liggja fyrir tillögur um heildstæða stefnu um kvikmyndamenntun í landinu. Stefnan birtist í nýútkominni skýrslu þriggja manna stýrihóps sem mennta- og menningarmálaráðherra skipaði í febrúar síðastliðnum. Skýrslan ber heitið Stefnumótun um kvikmyndamenntun á Íslandi, og má finna hana á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins auk þess sem hún er birt á heimasíðu Listaháskólans. Niðurstöður stýrihópsins byggja á ítarlegri rannsókn á þörfum fyrir námið og núverandi framboði. Enn fremur leggur stýrihópurinn til grundvallar greiningu tveggja mikilsvirtra sérfræðinga á sviði kvikmyndamenntunar, sem leggja sjálfstætt mat á aðstæður hér og gera tillögur um uppbyggingu námsins, skipulag og áherslur. Í tillögum sínum skiptir stýrihópurinn og erlendu sérfræðingarnir kvikmyndamenntuninni í fjögur þrep: l Kvikmynda- og fjölmiðlalæsi, kennt á grunnskólastigi l Almennt kvikmyndanám, kennt á framhaldsskólastigi l Menntun í stoðhlutverkum kvikmyndagerðar (s.s. hljóð, tölvuvinnsla, búningar, leikmyndagerð), kennt á framhaldsskólastigi l Sérhæft nám með áherslu á listrænan grunn og með það að markmiði að útskrifa leiðandi kvikmyndagerðarmenn á sviðum leikstjórnar, handritsgerðar, kvikmyndatöku, klippingar, hljóðs og framleiðslu; háskólamenntun á BA-stigi. Það er mikilvægt hvernig tillögurnar byggja á samfellu frá einu skólastiginu til annars. Grunnurinn er lagður með markvissri kennslu í kvikmynda- og fjölmiðlalæsi á grunnskólastigi, og á framhaldsskólastiginu fá nemendur innsýn í helstu grunnþætti kvikmyndagerðar og skapa sér traustan grunn til frekara náms í kvikmyndagerð eða í tengdum fögum.Greinileg skil Hvert stefnir næst fer eftir því hvort nemandinn vill frekar leggja áherslu á ýmsa tækniþætti og stoðgreinar sem tengjast kvikmyndagerð eða hvort hann vill leggja áherslu á hinn listræna þátt og reyna að skapa sér leiðandi hlutverk í greininni. Að sjálfsögðu útilokar önnur leiðin ekki hina, en samkvæmt greiningu stýrihópsins eru greinileg skil þarna á milli. Fari nemandinn fyrrnefndu leiðina þá liggur leiðin í skóla á framhaldsskólastigi sem hefur yfir að ráða sérhæfðum kennurum á hinum ólíku stoðsviðum kvikmyndagerðar og þeim búnaði og tækjum sem menntun í þessum greinum krefst. Fari hann hina leiðina, vill í listrænt kvikmyndanám, fer hann í listaháskóla þar sem áherslan er lögð á fræðilega greiningu, listræna úrvinnslu, og þverfaglegar tengingar, fyrir utan þau tækifæri sem gefast í háskóla fyrir alþjóðlegt samstarf og tengingar við háskóla erlendis. Varðandi þessi tvö síðari þrep þá hvetur stýrihópurinn til þess að í stað þess að dreifa kröftunum víða verði náminu þjappað í fáa skóla, á framhaldsskólastiginu jafnvel í einn kjarnaskóla, sem þá hefði þeim mun betri aðstöðu og sérhæfðari mannafla til að geta gegnt hlutverki sínu vel en ef skólarnir væru fleiri. Á háskólastiginu blasir það við að aðeins fáir nemendur eru útvaldir hverju sinni og sýnist nefndinni það vera augljóst að slíkt nám eigi hvergi heima annars staðar en í listaháskóla. Þá bendir hópurinn á að BA-gráða frá viðurkenndum háskóla sé lykill að frekara námi erlendis. Þegar tillögur stýrihópsins eru lesnar í þessu samhengi þá finnst manni augljóst að það þjóni best nemendum að hafa skýrar línur um námsleiðir og hvernig eitt leiðir af öðru. Kerfið er fyrir nemendurna, ekki fyrir stofnanirnar eða fyrirtækin. Það er á miklu að byggja í landinu og tækifærin blasa við, en ef við hlúum ekki betur að menntuninni en við gerum nú þá verður lítið úr því forskoti sem landið okkur gefur og kraftmikið fólk. Mikil umræða hefur verið síðustu misseri um kvikmyndamenntun í landinu, sem þó því miður hefur frekar mótast af tilfinningalegum upphlaupum en raunverulegri greiningu og rökstuddum úrlausnum. Sérstaklega var umræðan hávær fyrir u.þ.b. ári síðan þegar málefni Kvikmyndaskóla Íslands voru í brennidepli.Þörf á skýrri stefnu Nú er hins vegar kominn tími til að taka þetta mál á annað plan og stjórnvöld taki skýra stefnu um hvað skuli gera og hvernig. Skýrsla stýrihópsins byggir á faglegri þekkingu og hlutleysi gagnvart þeim hagsmunum sem einstakar stofnanir eða fyrirtæki geta átt í þessu máli. Skýrslan er grunnurinn til að byggja á og nú þurfa stjórnvöld, skólamenn og kvikmyndagerðarfólk að taka höndum saman og hrinda tillögunum í framkvæmd. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun