Millistjórnandi Citigroup sýknaður Magnús Halldórsson skrifar 1. ágúst 2012 09:21 Brian Stoker, fyrrverandi millistjórnandi hjá bandaríska fjárfestingabankanum Citigroup, var í gær sýknaður af ásökunum um að hafa selt fjárfestum skuldabréfavafninga (CDO) á sama tíma og hann vissi, eða mátti vita, að eignirnar væru ofmetnar. Málareksturinn gegn Stoker hófst í október í fyrra þegar ákærunni á hendur honum var þinglýst. Í yfirlýsingu dómsins á Manhattan í New York, sem dómarinn Jed S. Rakoff las upp í dómsal, kom fram að þessi niðurstaða, það er að sýkna bæri Stoker, ætti ekki að draga úr krafti í rannsóknum yfirvalda þegar kæmi að málum sem tengdust fjármálahruninu á Wall Street sumarið 2007 og fram á vormánuði 2009. Lögmaður Stoker, John W. Keker, sagði fyrir dómi að Stoker væri sóttur til saka á röngum forsendum, þar sem hann hefði einungis verið að vinna vinnuna sína undir stefnumörkun yfirmanna sinna. Á þetta féllst dómurinn. Í frásögn New York Times frá uppkvaðningu dómsins, kemur fram að Stoker hafi brosað breitt þegar hann var sýknaður og faðmað lögmann sinn innilega. Keker sagði að niðurstaðan væri ánægjuleg, og réttlætinu hefði verið fullnægt. Það væri gott til þess að vita að Stoker gæti nú haldið áfram með líf sitt. Sjá má ítarlega frásögn viðskiptaritstjórnar New York Times, sem metsölurithöfundurinn Andrew Ross Sorkin ritstýrir, hér. Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Brian Stoker, fyrrverandi millistjórnandi hjá bandaríska fjárfestingabankanum Citigroup, var í gær sýknaður af ásökunum um að hafa selt fjárfestum skuldabréfavafninga (CDO) á sama tíma og hann vissi, eða mátti vita, að eignirnar væru ofmetnar. Málareksturinn gegn Stoker hófst í október í fyrra þegar ákærunni á hendur honum var þinglýst. Í yfirlýsingu dómsins á Manhattan í New York, sem dómarinn Jed S. Rakoff las upp í dómsal, kom fram að þessi niðurstaða, það er að sýkna bæri Stoker, ætti ekki að draga úr krafti í rannsóknum yfirvalda þegar kæmi að málum sem tengdust fjármálahruninu á Wall Street sumarið 2007 og fram á vormánuði 2009. Lögmaður Stoker, John W. Keker, sagði fyrir dómi að Stoker væri sóttur til saka á röngum forsendum, þar sem hann hefði einungis verið að vinna vinnuna sína undir stefnumörkun yfirmanna sinna. Á þetta féllst dómurinn. Í frásögn New York Times frá uppkvaðningu dómsins, kemur fram að Stoker hafi brosað breitt þegar hann var sýknaður og faðmað lögmann sinn innilega. Keker sagði að niðurstaðan væri ánægjuleg, og réttlætinu hefði verið fullnægt. Það væri gott til þess að vita að Stoker gæti nú haldið áfram með líf sitt. Sjá má ítarlega frásögn viðskiptaritstjórnar New York Times, sem metsölurithöfundurinn Andrew Ross Sorkin ritstýrir, hér.
Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira