Enski boltinn

Arsenal sagt ætla að bjóða í Podolski

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lukas Podolski fagnar marki í leik með Köln.
Lukas Podolski fagnar marki í leik með Köln. Nordic Photos / Getty Images
Enskir fjölmiðlar fullyrða að Arsenal ætli sér að leggja fram tilboð í þýska framherjann Lukas Podolski upp á tíu milljónir punda.

Podolski er á mála hjá Köln þar sem hann hefur skorað fjórtán mörk í sextán deildarleikjum á tímabilinu. Honum mun hins vegar hafa sinnast við Volker Finke sem er yfirmaður íþróttamála hjá félaginu.

Hann er samningsbundinn Köln til 2013 en ekki ólíklegt að félaginu þætti freistandi að selja hann nú ef myndarlegt tilboð bærist í hann, ekki síst ef ólíklegt þykir að hann sé vilugur til að framlengja samning sinn.

Per Mertesacker, varnarmaður Arsenal, þekkir vel til Podolski enda samherjar í þýska landsliðinu. „Hann er með ótrúlegan vinstri fót og ég er mikill aðdáandi hans. Hann hefur skorað mikið á tímabilinu og er einfaldlega frábær leikmaður."

Forráðamenn Köln eru sagðir vilja fá 12,5 milljónir punda fyrir kappann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×