Græni kjóllinn sem liggur í kjöltu Nas á umslagi plötunnar er brúðarkjóll söngkonunnar Kelis, fyrrverandi eiginkonu rapparans. Þau eiga saman einn son.
Kjóllinn var það eina sem Kelis skildi eftir þegar leiðir þeirra skildu og fór það mikið í taugarnar á Nas.
„Ég fann kjólinn heima og hugsaði með mér að ég þyrfti eitthvað að gera við hann. Annaðhvort setja hann á plötuumslag eða brenna hann í ruslatunnu," sagði Nas í viðtali við breska dagblaðið The Guardian.
„Ég var sár og reiður þegar ég fann kjólinn, en ég held að hún hafi reyndar ekki skilið hann eftir til að særa mig."
Lífið