Íslenska lýsið stóðst prófið Karen Kjartansdóttir skrifar 15. nóvember 2012 18:41 Íslenskar fiskolíur fengu toppeinkunn frá vísindamönnum Matís sem fréttastofa Stöðvar 2 fékk til að kanna. Í dönskum neytendaþætti komu þær ekki vel út en líklegt þykir að danskir fréttamenn hafi ruglað saman viðmiðum sem eigi við við jurtaolíu en ekki olíu úr fiski. Danska ríkissjónvarpið sýndi í fyrradag neytendaþáttinn Kontant. Í honum voru gæði fiskolíu í lýsisperlum könnuð. Íslensku Omega 3 perlurnar illa út í athuguninni þar sem svokallað totox gildi sem notað er til að mæla þránun í olíu var í hærra lagi í þeim eða um 19. Varan sem best kom úr mældist þrír á totox-kvarðanum en sú sem verst kom úr mældist 22 stig. Matvælastofnun Danmerkur sendi frá sér yfirlýsingu eftir þáttinn og sögðu þránun í vörunum hafa verið fullkomlega eðlilega. "Það er ekki rétt að við höfum komið illa út," segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. "Það er túlkun þeirra sem gerðu þennan þátt." Við á fréttastofunni ákváðum að athuga hvernig staðan væri hér á landi og hver hefði rétt fyrir sér. Fórum í verslun og keyptum nokkrar tegundir frá Lýsi í dag. Því næst kostaði fréttastofa mælingu hjá Heiðu Pálmadóttur, fagstjóra hjá Matís, sem kannaði málið á rannsóknarstöðu. Niðurstöðurnar fengum við klukkan fjögur en Katrín fékk að koma með til að sjá þær. Sp.blm. Jæja hvernig kom þetta út? "Þetta kom mjög vel út og sýnir það í raun og veru að vörurnar eru undir þeim mörkum sem vísindasamfélagið hefur samþykkt að séu notaðar," segir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri MATÍS. Omega 3 (sem gerð er úr ansjósum frá Chile og Perú )mældist hæst á totox-kvarðanum með 18,6 stig en þorskalýsi í flösku kom best út með 9,3 á kvarðanum. Gallinn er samt sá að sérfræðingar MATÍS telja að dönsku fréttamennirnir hefðu ekki átt að nota totox-kvarðann því engir staðlar séu um hann. Þá virðist honum þeir dönsku fréttamennirnir hafi einnig ruglað viðmiðum sem eiga við jurtaolíu við fiskolíu. "Þannig að þá spyrja menn sig, hvað á að nota? Jú, þá er bara að skoða peroxíð gildi," segir Steinar. Eins og við sögðum var totox gildi varanna ekki hátt en þar sem engir staðlar eru til um það ákváðum við á frétttastofu Stöðvar 2 ákváðum þá að sýna frekar peroxíðgildin en Steinar segir staðlaráð telja hármaks peroxíðgildi vera 5 einingar.Þorskalýsi í flösku mældist 1,5Omega 3 perlur mældust 1,4Krakkalýsi í flösku mældist 1,6Þorskalýsi í perlum 1,5. Allar þær vörur sem við skoðuðum fyrir ykkur [fréttastofu Stöðvar 2], frá Lýsi voru allar langt undir mörkunum," segir Steinar og bætir við. "Þessar vörur koma mjög vel út." Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Íslenskar fiskolíur fengu toppeinkunn frá vísindamönnum Matís sem fréttastofa Stöðvar 2 fékk til að kanna. Í dönskum neytendaþætti komu þær ekki vel út en líklegt þykir að danskir fréttamenn hafi ruglað saman viðmiðum sem eigi við við jurtaolíu en ekki olíu úr fiski. Danska ríkissjónvarpið sýndi í fyrradag neytendaþáttinn Kontant. Í honum voru gæði fiskolíu í lýsisperlum könnuð. Íslensku Omega 3 perlurnar illa út í athuguninni þar sem svokallað totox gildi sem notað er til að mæla þránun í olíu var í hærra lagi í þeim eða um 19. Varan sem best kom úr mældist þrír á totox-kvarðanum en sú sem verst kom úr mældist 22 stig. Matvælastofnun Danmerkur sendi frá sér yfirlýsingu eftir þáttinn og sögðu þránun í vörunum hafa verið fullkomlega eðlilega. "Það er ekki rétt að við höfum komið illa út," segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. "Það er túlkun þeirra sem gerðu þennan þátt." Við á fréttastofunni ákváðum að athuga hvernig staðan væri hér á landi og hver hefði rétt fyrir sér. Fórum í verslun og keyptum nokkrar tegundir frá Lýsi í dag. Því næst kostaði fréttastofa mælingu hjá Heiðu Pálmadóttur, fagstjóra hjá Matís, sem kannaði málið á rannsóknarstöðu. Niðurstöðurnar fengum við klukkan fjögur en Katrín fékk að koma með til að sjá þær. Sp.blm. Jæja hvernig kom þetta út? "Þetta kom mjög vel út og sýnir það í raun og veru að vörurnar eru undir þeim mörkum sem vísindasamfélagið hefur samþykkt að séu notaðar," segir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri MATÍS. Omega 3 (sem gerð er úr ansjósum frá Chile og Perú )mældist hæst á totox-kvarðanum með 18,6 stig en þorskalýsi í flösku kom best út með 9,3 á kvarðanum. Gallinn er samt sá að sérfræðingar MATÍS telja að dönsku fréttamennirnir hefðu ekki átt að nota totox-kvarðann því engir staðlar séu um hann. Þá virðist honum þeir dönsku fréttamennirnir hafi einnig ruglað viðmiðum sem eiga við jurtaolíu við fiskolíu. "Þannig að þá spyrja menn sig, hvað á að nota? Jú, þá er bara að skoða peroxíð gildi," segir Steinar. Eins og við sögðum var totox gildi varanna ekki hátt en þar sem engir staðlar eru til um það ákváðum við á frétttastofu Stöðvar 2 ákváðum þá að sýna frekar peroxíðgildin en Steinar segir staðlaráð telja hármaks peroxíðgildi vera 5 einingar.Þorskalýsi í flösku mældist 1,5Omega 3 perlur mældust 1,4Krakkalýsi í flösku mældist 1,6Þorskalýsi í perlum 1,5. Allar þær vörur sem við skoðuðum fyrir ykkur [fréttastofu Stöðvar 2], frá Lýsi voru allar langt undir mörkunum," segir Steinar og bætir við. "Þessar vörur koma mjög vel út."
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira