Íslenska lýsið stóðst prófið Karen Kjartansdóttir skrifar 15. nóvember 2012 18:41 Íslenskar fiskolíur fengu toppeinkunn frá vísindamönnum Matís sem fréttastofa Stöðvar 2 fékk til að kanna. Í dönskum neytendaþætti komu þær ekki vel út en líklegt þykir að danskir fréttamenn hafi ruglað saman viðmiðum sem eigi við við jurtaolíu en ekki olíu úr fiski. Danska ríkissjónvarpið sýndi í fyrradag neytendaþáttinn Kontant. Í honum voru gæði fiskolíu í lýsisperlum könnuð. Íslensku Omega 3 perlurnar illa út í athuguninni þar sem svokallað totox gildi sem notað er til að mæla þránun í olíu var í hærra lagi í þeim eða um 19. Varan sem best kom úr mældist þrír á totox-kvarðanum en sú sem verst kom úr mældist 22 stig. Matvælastofnun Danmerkur sendi frá sér yfirlýsingu eftir þáttinn og sögðu þránun í vörunum hafa verið fullkomlega eðlilega. "Það er ekki rétt að við höfum komið illa út," segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. "Það er túlkun þeirra sem gerðu þennan þátt." Við á fréttastofunni ákváðum að athuga hvernig staðan væri hér á landi og hver hefði rétt fyrir sér. Fórum í verslun og keyptum nokkrar tegundir frá Lýsi í dag. Því næst kostaði fréttastofa mælingu hjá Heiðu Pálmadóttur, fagstjóra hjá Matís, sem kannaði málið á rannsóknarstöðu. Niðurstöðurnar fengum við klukkan fjögur en Katrín fékk að koma með til að sjá þær. Sp.blm. Jæja hvernig kom þetta út? "Þetta kom mjög vel út og sýnir það í raun og veru að vörurnar eru undir þeim mörkum sem vísindasamfélagið hefur samþykkt að séu notaðar," segir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri MATÍS. Omega 3 (sem gerð er úr ansjósum frá Chile og Perú )mældist hæst á totox-kvarðanum með 18,6 stig en þorskalýsi í flösku kom best út með 9,3 á kvarðanum. Gallinn er samt sá að sérfræðingar MATÍS telja að dönsku fréttamennirnir hefðu ekki átt að nota totox-kvarðann því engir staðlar séu um hann. Þá virðist honum þeir dönsku fréttamennirnir hafi einnig ruglað viðmiðum sem eiga við jurtaolíu við fiskolíu. "Þannig að þá spyrja menn sig, hvað á að nota? Jú, þá er bara að skoða peroxíð gildi," segir Steinar. Eins og við sögðum var totox gildi varanna ekki hátt en þar sem engir staðlar eru til um það ákváðum við á frétttastofu Stöðvar 2 ákváðum þá að sýna frekar peroxíðgildin en Steinar segir staðlaráð telja hármaks peroxíðgildi vera 5 einingar.Þorskalýsi í flösku mældist 1,5Omega 3 perlur mældust 1,4Krakkalýsi í flösku mældist 1,6Þorskalýsi í perlum 1,5. Allar þær vörur sem við skoðuðum fyrir ykkur [fréttastofu Stöðvar 2], frá Lýsi voru allar langt undir mörkunum," segir Steinar og bætir við. "Þessar vörur koma mjög vel út." Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Íslenskar fiskolíur fengu toppeinkunn frá vísindamönnum Matís sem fréttastofa Stöðvar 2 fékk til að kanna. Í dönskum neytendaþætti komu þær ekki vel út en líklegt þykir að danskir fréttamenn hafi ruglað saman viðmiðum sem eigi við við jurtaolíu en ekki olíu úr fiski. Danska ríkissjónvarpið sýndi í fyrradag neytendaþáttinn Kontant. Í honum voru gæði fiskolíu í lýsisperlum könnuð. Íslensku Omega 3 perlurnar illa út í athuguninni þar sem svokallað totox gildi sem notað er til að mæla þránun í olíu var í hærra lagi í þeim eða um 19. Varan sem best kom úr mældist þrír á totox-kvarðanum en sú sem verst kom úr mældist 22 stig. Matvælastofnun Danmerkur sendi frá sér yfirlýsingu eftir þáttinn og sögðu þránun í vörunum hafa verið fullkomlega eðlilega. "Það er ekki rétt að við höfum komið illa út," segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. "Það er túlkun þeirra sem gerðu þennan þátt." Við á fréttastofunni ákváðum að athuga hvernig staðan væri hér á landi og hver hefði rétt fyrir sér. Fórum í verslun og keyptum nokkrar tegundir frá Lýsi í dag. Því næst kostaði fréttastofa mælingu hjá Heiðu Pálmadóttur, fagstjóra hjá Matís, sem kannaði málið á rannsóknarstöðu. Niðurstöðurnar fengum við klukkan fjögur en Katrín fékk að koma með til að sjá þær. Sp.blm. Jæja hvernig kom þetta út? "Þetta kom mjög vel út og sýnir það í raun og veru að vörurnar eru undir þeim mörkum sem vísindasamfélagið hefur samþykkt að séu notaðar," segir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri MATÍS. Omega 3 (sem gerð er úr ansjósum frá Chile og Perú )mældist hæst á totox-kvarðanum með 18,6 stig en þorskalýsi í flösku kom best út með 9,3 á kvarðanum. Gallinn er samt sá að sérfræðingar MATÍS telja að dönsku fréttamennirnir hefðu ekki átt að nota totox-kvarðann því engir staðlar séu um hann. Þá virðist honum þeir dönsku fréttamennirnir hafi einnig ruglað viðmiðum sem eiga við jurtaolíu við fiskolíu. "Þannig að þá spyrja menn sig, hvað á að nota? Jú, þá er bara að skoða peroxíð gildi," segir Steinar. Eins og við sögðum var totox gildi varanna ekki hátt en þar sem engir staðlar eru til um það ákváðum við á frétttastofu Stöðvar 2 ákváðum þá að sýna frekar peroxíðgildin en Steinar segir staðlaráð telja hármaks peroxíðgildi vera 5 einingar.Þorskalýsi í flösku mældist 1,5Omega 3 perlur mældust 1,4Krakkalýsi í flösku mældist 1,6Þorskalýsi í perlum 1,5. Allar þær vörur sem við skoðuðum fyrir ykkur [fréttastofu Stöðvar 2], frá Lýsi voru allar langt undir mörkunum," segir Steinar og bætir við. "Þessar vörur koma mjög vel út."
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira