Menntakerfi fyrir nemendur 15. nóvember 2012 06:00 Sú þjóðsaga hefur verið lífseig hér á landi að við Íslendingar séum vel menntuð þjóð. Samanburður á menntunarstigi fólks á evrópskum vinnumarkaði segir hins vegar aðra sögu, því samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands og Eurostat hafa um 30% Íslendinga á aldrinum 25-64 ára eingöngu grunnmenntun samanborið við 25% í löndum ESB og 15-20% á Norðurlöndunum. Íslendingar eiga jafnframt þann vafasama heiður að brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum er hér mun meira en í Evrópu. Brotthvarf framhaldsskólanemenda á Íslandi er nærri 30% en meðaltal ESB-ríkja er um 13%. Heildarnámstími í grunn- og framhaldsskóla er óvenju langur á Íslandi, eða 14 ár samanborið við 12-13 ár í samanburðarlöndum. Þá er vægi bóknáms á kostnað verk- og tæknináms óvenju mikið í íslensku menntakerfi og ljóst að margir nemendur fara ekki í nám við hæfi.Samþætting menntunar og atvinnu Starfshópur undir minni forystu með þátttöku fulltrúa framhaldsskóla og háskóla, aðila vinnumarkaðarins, fulltrúa nemendahreyfinga og ráðuneyta hefur sent frá sér skýrslu um samþættingu menntunar og atvinnu, sem hefur að geyma átján tillögur um aðgerðir til að bæta menntunarstig þjóðarinnar, draga úr brotthvarfi nemenda og auka vægi verk- og tæknináms.Skilvirkari menntastefna Lagt er til að stjórnvöld setji sér það markmið að allir nemendur í framhaldsskólum ljúki a.m.k. framhaldsskólaprófi sem hafi sjálfstætt gildi sem lokapróf eða fyrsta þrep í frekara framhaldsnámi. Námið verði sveigjanlegt og lagað að áhugasviði nemenda, og geti farið að hluta til fram á vinnustað. Horft verði m.a. til reynslu Hollendinga sem náð hafa góðum árangri með skuldbindandi námslok í framhaldsskólum.Stytting og betri nýting námstíma Mikilvægt er að nýta betur námstíma í grunn- og framhaldsskóla og auka skilvirkni í menntakerfinu. Lagt er til að viðmiðunarnámstími í grunn- og framhaldsskólum verði 13 ár í stað 14 ára og námslok í framhaldsskólum verði því almennt við 19 ára aldur. Lagt er til að þeir fjármunir sem sparast við þessa styttingu verði nýttir til að bæta kjör kennara og skólastarfsfólks, auka sveigjanleika kennslu og styrkja starfsumhverfi skóla, þar með talið tækjakost, aðbúnað og námsgögn. Ætla má að stytting námstíma um eitt ár geti hliðrað fjármunum um 1,2 milljarða króna á ári, sem verði varið til fyrrnefndra nota.Aðgerðir gegn brotthvarfi – einstaklingsmiðað nám Mikilvægt er að stjórnvöld í samráði við skólasamfélagið og aðila vinnumarkaðar grípi til tafarlausra aðgerða til að draga verulega úr brotthvarfi nemenda. Leggja þarf áherslu á að stöðva nýliðun brotthvarfsnemenda með forvörnum og skimun í efri bekkjum grunnskóla. Með skimun er hægt að greina styrkleika og veikleika hvers nemanda og nýta þær upplýsingar til að sníða einstaklingsbundnar námsáætlanir sem ætlað er að kveikja áhuga nemenda og virkja á þeim sviðum þar sem hæfileikar þeirra og færni nýtast best. Starfshópurinn leggur fram hugmyndir um svokallaða námssamninga milli nemenda og kennara, með áfangaskiptum markmiðum um námsframvindu og árangur sem þessir aðilar auk forráðamanna nemenda skuldbinda sig til að fylgja eftir og endurskoða eftir þörfum.Í orði en ekki á borði Einstaklingsmiðað nám varð miðlægt í skólastefnu Reykjavíkurborgar undir lok síðustu aldar og skyldar áherslur hafa verið í grunnskólalögunum frá árinu 1974. Reyndar má finna hliðstæðu í stjórnarskrá lýðveldisins þar sem segir í 76. grein: „Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar fræðslu og menntunar við sitt hæfi.“ Í þessu niðurlagi er fólginn mikill sannleikur, sem því miður hefur ekki reynst leiðarljós íslenska menntakerfisins, því allt of margir nemendur velja ekki nám við sitt hæfi, heldur láta sjónarmið foreldra ráða námsvali eða taka mið af meginstraumi, sem oftar en ekki leiðir til þess að bóknám verður fyrir valinu. Afleiðingin er sú að margir nemendur eyða miklum tíma í nám sem hentar þeim ekki og margir hverfa frá námi um lengri eða skemmri tíma. Það er hins vegar athyglisvert að meirihluti þeirra sem snýr til baka í nám á þrítugsaldrinum velur verk- og tækninám og stór hluti þeirra sem útskrifast með sveinspróf er eldri en 25 ára.Aukin virkni nemenda Brýnt er að auka virkni nemenda í skólastofunni með verkefnabundnu námi sem ýtir undir frumkvæði, gagnrýna hugsun og skapandi starf nemenda. Nýta þarf nýja miðla sem nemendur nota utan skóla til að glæða áhuga þeirra á náminu og gera átak í að nútímavæða námsgagnaútgáfu með áherslu á margmiðlun og gagnvirkni. Í næstu grein mun ég fjalla um tillögur starfshópsins varðandi eflingu verk- og tæknináms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sú þjóðsaga hefur verið lífseig hér á landi að við Íslendingar séum vel menntuð þjóð. Samanburður á menntunarstigi fólks á evrópskum vinnumarkaði segir hins vegar aðra sögu, því samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands og Eurostat hafa um 30% Íslendinga á aldrinum 25-64 ára eingöngu grunnmenntun samanborið við 25% í löndum ESB og 15-20% á Norðurlöndunum. Íslendingar eiga jafnframt þann vafasama heiður að brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum er hér mun meira en í Evrópu. Brotthvarf framhaldsskólanemenda á Íslandi er nærri 30% en meðaltal ESB-ríkja er um 13%. Heildarnámstími í grunn- og framhaldsskóla er óvenju langur á Íslandi, eða 14 ár samanborið við 12-13 ár í samanburðarlöndum. Þá er vægi bóknáms á kostnað verk- og tæknináms óvenju mikið í íslensku menntakerfi og ljóst að margir nemendur fara ekki í nám við hæfi.Samþætting menntunar og atvinnu Starfshópur undir minni forystu með þátttöku fulltrúa framhaldsskóla og háskóla, aðila vinnumarkaðarins, fulltrúa nemendahreyfinga og ráðuneyta hefur sent frá sér skýrslu um samþættingu menntunar og atvinnu, sem hefur að geyma átján tillögur um aðgerðir til að bæta menntunarstig þjóðarinnar, draga úr brotthvarfi nemenda og auka vægi verk- og tæknináms.Skilvirkari menntastefna Lagt er til að stjórnvöld setji sér það markmið að allir nemendur í framhaldsskólum ljúki a.m.k. framhaldsskólaprófi sem hafi sjálfstætt gildi sem lokapróf eða fyrsta þrep í frekara framhaldsnámi. Námið verði sveigjanlegt og lagað að áhugasviði nemenda, og geti farið að hluta til fram á vinnustað. Horft verði m.a. til reynslu Hollendinga sem náð hafa góðum árangri með skuldbindandi námslok í framhaldsskólum.Stytting og betri nýting námstíma Mikilvægt er að nýta betur námstíma í grunn- og framhaldsskóla og auka skilvirkni í menntakerfinu. Lagt er til að viðmiðunarnámstími í grunn- og framhaldsskólum verði 13 ár í stað 14 ára og námslok í framhaldsskólum verði því almennt við 19 ára aldur. Lagt er til að þeir fjármunir sem sparast við þessa styttingu verði nýttir til að bæta kjör kennara og skólastarfsfólks, auka sveigjanleika kennslu og styrkja starfsumhverfi skóla, þar með talið tækjakost, aðbúnað og námsgögn. Ætla má að stytting námstíma um eitt ár geti hliðrað fjármunum um 1,2 milljarða króna á ári, sem verði varið til fyrrnefndra nota.Aðgerðir gegn brotthvarfi – einstaklingsmiðað nám Mikilvægt er að stjórnvöld í samráði við skólasamfélagið og aðila vinnumarkaðar grípi til tafarlausra aðgerða til að draga verulega úr brotthvarfi nemenda. Leggja þarf áherslu á að stöðva nýliðun brotthvarfsnemenda með forvörnum og skimun í efri bekkjum grunnskóla. Með skimun er hægt að greina styrkleika og veikleika hvers nemanda og nýta þær upplýsingar til að sníða einstaklingsbundnar námsáætlanir sem ætlað er að kveikja áhuga nemenda og virkja á þeim sviðum þar sem hæfileikar þeirra og færni nýtast best. Starfshópurinn leggur fram hugmyndir um svokallaða námssamninga milli nemenda og kennara, með áfangaskiptum markmiðum um námsframvindu og árangur sem þessir aðilar auk forráðamanna nemenda skuldbinda sig til að fylgja eftir og endurskoða eftir þörfum.Í orði en ekki á borði Einstaklingsmiðað nám varð miðlægt í skólastefnu Reykjavíkurborgar undir lok síðustu aldar og skyldar áherslur hafa verið í grunnskólalögunum frá árinu 1974. Reyndar má finna hliðstæðu í stjórnarskrá lýðveldisins þar sem segir í 76. grein: „Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar fræðslu og menntunar við sitt hæfi.“ Í þessu niðurlagi er fólginn mikill sannleikur, sem því miður hefur ekki reynst leiðarljós íslenska menntakerfisins, því allt of margir nemendur velja ekki nám við sitt hæfi, heldur láta sjónarmið foreldra ráða námsvali eða taka mið af meginstraumi, sem oftar en ekki leiðir til þess að bóknám verður fyrir valinu. Afleiðingin er sú að margir nemendur eyða miklum tíma í nám sem hentar þeim ekki og margir hverfa frá námi um lengri eða skemmri tíma. Það er hins vegar athyglisvert að meirihluti þeirra sem snýr til baka í nám á þrítugsaldrinum velur verk- og tækninám og stór hluti þeirra sem útskrifast með sveinspróf er eldri en 25 ára.Aukin virkni nemenda Brýnt er að auka virkni nemenda í skólastofunni með verkefnabundnu námi sem ýtir undir frumkvæði, gagnrýna hugsun og skapandi starf nemenda. Nýta þarf nýja miðla sem nemendur nota utan skóla til að glæða áhuga þeirra á náminu og gera átak í að nútímavæða námsgagnaútgáfu með áherslu á margmiðlun og gagnvirkni. Í næstu grein mun ég fjalla um tillögur starfshópsins varðandi eflingu verk- og tæknináms.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun