Fótbolti

Hallbera Guðný með sitt fyrsta mark í Íslendingaslag

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Hallbera Guðný hefur farið vel af stað í sænska boltanum.
Hallbera Guðný hefur farið vel af stað í sænska boltanum.
Hallbera Guðný Gísladóttir opnaði markareikning sinn fyrir Pitea í 3-1 sigri liðsins á Djurgarden í Íslendingaslag sænska boltans í dag. Landsliðsfyrirliðinn, Katrín Jónsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir voru í byrjunarliði Djurgarden á meðan Hallbera Guðný Gísladóttir var á sínum stað í liði Pitea.

Djurgarden komst yfir snemma í leiknum en Hallbera Guðný jafnaði leikinn stuttu síðar. Þetta er fyrsta mark Hallberu fyrir félagið en hún kom þangað frá Val fyrir tímabilið. Pitea bættu svo við tveimur mörkum fyrir hálfleik og lönduðu góðum 3-1 sigri.

Pitea hefur byrjað vel í deildinni en liðið situr í fjórða sæti deildarinnar með sex stig eftir þrjá leiki. Djurgarden hefur hinsvegar byrjað tímabilið virkilega illa og hafa þær tapað fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu og eru í næstneðsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×