Lífið

Fær ráð hjá mömmu

Jay-Z óttast að dóttir hans verði fordekruð.
Jay-Z óttast að dóttir hans verði fordekruð. nordicphotos/getty
Rapparinn Jay-Z óttast að dóttir hans muni einn dag skammast sín fyrir foreldra sína. Hann gerir þó sitt besta til að ala stúlkuna upp til að verða góð manneskja.

„Ég held að flestir haldi að þeir verði frábært foreldri, eða allt þar til unglingurinn þinn segir við þig: „Burt með þig, pabbi. Þú ert mér til skammar,““ sagði rapparinn sem er kvæntur poppstjörnunni Beyoncé. Jay-Z fékk góð ráð varðandi uppeldið frá móður sinni og vinum og segist nýta sér þau ráð óspart. „En þegar öllu er á botninn hvolft, þá held ég að Blue verði án efa erfiðasta og dekraðasta barn í heimi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.