Sport

Nadal og Djokovic klára ekki fyrr en á morgun | Frestað vegna rigningar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Nadal og Novak Djokovic.
Rafael Nadal og Novak Djokovic. Mynd/AP
Rafael Nadal og Novak Djokovic náðu ekki að klára úrslitaleik sinn á opna franska meistaramótinu í dag því það varð að fresta leik vegna rigningar. Leik verður framhaldið klukkan 11 í fyrramálið.

Það var komið fram í fjórðu hrinu þegar rigningin gerði vart við sig en Nadal var þá með 2-1 forystu í settum.

Rafael Nadal vann tvö fyrstu settin 6-4 og 6-3 en Novak Djokovic var búinn að minnka muninn (2-6) og var 2-1 yfir í fjórða setti þegar leik var frestað.

Novak Djokovic er efstur á heimslistanum og getur orðið fyrsti maðurinn í 43 ár til þess að vinna fjögur risamót í röð. Djokovic er búinn að vinna 27 leiki í röð á risamótum og þar á meðal eru sigrar á Nadal í þremur úrslitaleikjum.

Rafael Nadal á líka möguleika á því að komast í sögubækurnar en hann getur unnið opna franska meistaramótið í sjöunda sinn og bætt met sitt og Bjorn Borg. Nadal hefur unnið 51 af 52 leikjum sínum á opna franska mótinu í ferlinum og hann hefur ekki tapað einu setti á mótinu í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×