Ætla fjölmiðlar að velja forsetann? Ástþór Magnússon skrifar 10. apríl 2012 17:10 Lykillinn að raunverulegum lýðræðisumbótum liggur hjá fjölmiðlum sem í dag ráðskast með lýðræðið fyrir sérhagsmuni eigenda sinna eða valdaelítuna. Forsetaframboð mitt var sett fram sem áskorun til fjölmiðla að virða rétt þjóðarinnar að velja forseta í opnu og lýðræðislegu ferli. Leiðari Fréttablaðsins í dag þar sem fullyrt er að fjölmiðlar mismuni ekki frambjóðendum er gersamlega út í hött eins og sjá má af umfjöllun blaðsins um mitt framboð og svo framboð sem virðist gert út af klíkum bakvið fjölmiðlana og valdstjórnina. Fréttablaðið birti umfjöllun um forsetaframboð 5 apríl á 1.117.5 cm2 í grein með mynd ásamt heilsíðu umfjöllun um stefnumál frambjóðandans. Áhugavert í samanburði við 3 mars um mitt framboð í sama blaði. Agnarsmá 7x4.5cm klausa og nánast ekkert minnst á stefnumál mín sem eru þó fjölmörg og áhugaverð. Ég fékk 2,82% fersentimetra í blaðinu samanborið við annan frambjóðanda sem fékk hundraðfalt pláss að kynna sitt framboð. Er þetta mismunun? Við þurfum ekki að líta lengra aftur en til ofangreinds samanburðar og forsetaframboðs úr smiðju 365 og RÚV til að sjá vald fjölmiðlanna í hnotskurn. Fólkið sem stjórnar RÚV í dag vann áður fyrir eiganda 365 miðla eins og frambjóðandinn sjálfur. Framboðinu er meistaralega leikstýrt af leikstjóranum sem bjó til grínkarakterinn Silvíu Nótt og borgarstjórann Jón Gnarr. Það er hollt og nauðsynlegt lýðræðinu að kryfja þetta til mergjar. Láti þjóðin viðgangast að ráðskast sé með lýðræðið eins og Íslenskir fjölmiðlar gera nú, er hætt við að málskotsréttur forseta verði misnotaður. Fjölmiðlar geta stýrt skoðanamyndun um einstaka frambjóðendur rétt eins og einstaka málefni. Það er engin tilviljun að valdaklíkur hreiðra um sig í stjórnum fjölmiðla og gera út forsetaframbjóðanda. Í aðdraganda forsetakosninga árið 1996 talaði ég um að færa valdið í auknum mæli til fólksins. Fyrstur manna sagðist ég vilja hefja slíka lýðræðisþróun með því að virkja málskotsrétt forseta í öllum meiriháttar deilumálum. Svokallaðir álitsgjafar voru þá dregnir fram í ríkisfjölmiðlunum til að segja að þetta væri ekki hægt því engin hefð væri fyrir slíku inngripi forseta. Sitjandi forseti notaði málskotsréttinn 8 árum síðar þegar kostunaraðilar framboðs hans (eigendur Norðurljósa-365 miðla) vildu með öllum ráðum stöðva fjölmiðlafrumvarpið. Stór mál m.a. Kárahnjúkar, öryrkjamálið og fyrstu Icesave lögin fóru hinsvegar í gegn með samþykki forseta. Það var ekki fyrr en eftir 15 ár í embætti þegar skoðanakannanir sýndu vaxandi óvinsældir forsetans að hann greip til þess ráðs að nota aftur málskotsréttinn. Ég nefni þetta hér til að fólk átti sig betur á því að sitjandi forseti hefur nýtt málskotsréttinn m.a. út frá sérhagsmunalegum sjónarmiðum. Ég vil að þjóðaratkvæðagreiðslur verði eðlilegur hlutur í lýðræðisþróun framtíðarinnar frekar en dramatískar leiksýningar. Ég hef bent á leiðir til að lækka kostnað við kosningar m.a. með því að nota hraðbankakerfið sem kjörklefa samhliða sérlausnum fyrir þá sem ekki komast í hraðbanka. Ég skora á fjölmiðla að veita nú öllum forsetaframboðum jafnan aðgang til að kynna sín stefnumál. Mín stefnumál eru aðgengileg á www.forsetakosningar.is Ástþór Magnússon - 10 apríl 2012 - www.forsetakosningar.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Sjá meira
Lykillinn að raunverulegum lýðræðisumbótum liggur hjá fjölmiðlum sem í dag ráðskast með lýðræðið fyrir sérhagsmuni eigenda sinna eða valdaelítuna. Forsetaframboð mitt var sett fram sem áskorun til fjölmiðla að virða rétt þjóðarinnar að velja forseta í opnu og lýðræðislegu ferli. Leiðari Fréttablaðsins í dag þar sem fullyrt er að fjölmiðlar mismuni ekki frambjóðendum er gersamlega út í hött eins og sjá má af umfjöllun blaðsins um mitt framboð og svo framboð sem virðist gert út af klíkum bakvið fjölmiðlana og valdstjórnina. Fréttablaðið birti umfjöllun um forsetaframboð 5 apríl á 1.117.5 cm2 í grein með mynd ásamt heilsíðu umfjöllun um stefnumál frambjóðandans. Áhugavert í samanburði við 3 mars um mitt framboð í sama blaði. Agnarsmá 7x4.5cm klausa og nánast ekkert minnst á stefnumál mín sem eru þó fjölmörg og áhugaverð. Ég fékk 2,82% fersentimetra í blaðinu samanborið við annan frambjóðanda sem fékk hundraðfalt pláss að kynna sitt framboð. Er þetta mismunun? Við þurfum ekki að líta lengra aftur en til ofangreinds samanburðar og forsetaframboðs úr smiðju 365 og RÚV til að sjá vald fjölmiðlanna í hnotskurn. Fólkið sem stjórnar RÚV í dag vann áður fyrir eiganda 365 miðla eins og frambjóðandinn sjálfur. Framboðinu er meistaralega leikstýrt af leikstjóranum sem bjó til grínkarakterinn Silvíu Nótt og borgarstjórann Jón Gnarr. Það er hollt og nauðsynlegt lýðræðinu að kryfja þetta til mergjar. Láti þjóðin viðgangast að ráðskast sé með lýðræðið eins og Íslenskir fjölmiðlar gera nú, er hætt við að málskotsréttur forseta verði misnotaður. Fjölmiðlar geta stýrt skoðanamyndun um einstaka frambjóðendur rétt eins og einstaka málefni. Það er engin tilviljun að valdaklíkur hreiðra um sig í stjórnum fjölmiðla og gera út forsetaframbjóðanda. Í aðdraganda forsetakosninga árið 1996 talaði ég um að færa valdið í auknum mæli til fólksins. Fyrstur manna sagðist ég vilja hefja slíka lýðræðisþróun með því að virkja málskotsrétt forseta í öllum meiriháttar deilumálum. Svokallaðir álitsgjafar voru þá dregnir fram í ríkisfjölmiðlunum til að segja að þetta væri ekki hægt því engin hefð væri fyrir slíku inngripi forseta. Sitjandi forseti notaði málskotsréttinn 8 árum síðar þegar kostunaraðilar framboðs hans (eigendur Norðurljósa-365 miðla) vildu með öllum ráðum stöðva fjölmiðlafrumvarpið. Stór mál m.a. Kárahnjúkar, öryrkjamálið og fyrstu Icesave lögin fóru hinsvegar í gegn með samþykki forseta. Það var ekki fyrr en eftir 15 ár í embætti þegar skoðanakannanir sýndu vaxandi óvinsældir forsetans að hann greip til þess ráðs að nota aftur málskotsréttinn. Ég nefni þetta hér til að fólk átti sig betur á því að sitjandi forseti hefur nýtt málskotsréttinn m.a. út frá sérhagsmunalegum sjónarmiðum. Ég vil að þjóðaratkvæðagreiðslur verði eðlilegur hlutur í lýðræðisþróun framtíðarinnar frekar en dramatískar leiksýningar. Ég hef bent á leiðir til að lækka kostnað við kosningar m.a. með því að nota hraðbankakerfið sem kjörklefa samhliða sérlausnum fyrir þá sem ekki komast í hraðbanka. Ég skora á fjölmiðla að veita nú öllum forsetaframboðum jafnan aðgang til að kynna sín stefnumál. Mín stefnumál eru aðgengileg á www.forsetakosningar.is Ástþór Magnússon - 10 apríl 2012 - www.forsetakosningar.is
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar