Ætla fjölmiðlar að velja forsetann? Ástþór Magnússon skrifar 10. apríl 2012 17:10 Lykillinn að raunverulegum lýðræðisumbótum liggur hjá fjölmiðlum sem í dag ráðskast með lýðræðið fyrir sérhagsmuni eigenda sinna eða valdaelítuna. Forsetaframboð mitt var sett fram sem áskorun til fjölmiðla að virða rétt þjóðarinnar að velja forseta í opnu og lýðræðislegu ferli. Leiðari Fréttablaðsins í dag þar sem fullyrt er að fjölmiðlar mismuni ekki frambjóðendum er gersamlega út í hött eins og sjá má af umfjöllun blaðsins um mitt framboð og svo framboð sem virðist gert út af klíkum bakvið fjölmiðlana og valdstjórnina. Fréttablaðið birti umfjöllun um forsetaframboð 5 apríl á 1.117.5 cm2 í grein með mynd ásamt heilsíðu umfjöllun um stefnumál frambjóðandans. Áhugavert í samanburði við 3 mars um mitt framboð í sama blaði. Agnarsmá 7x4.5cm klausa og nánast ekkert minnst á stefnumál mín sem eru þó fjölmörg og áhugaverð. Ég fékk 2,82% fersentimetra í blaðinu samanborið við annan frambjóðanda sem fékk hundraðfalt pláss að kynna sitt framboð. Er þetta mismunun? Við þurfum ekki að líta lengra aftur en til ofangreinds samanburðar og forsetaframboðs úr smiðju 365 og RÚV til að sjá vald fjölmiðlanna í hnotskurn. Fólkið sem stjórnar RÚV í dag vann áður fyrir eiganda 365 miðla eins og frambjóðandinn sjálfur. Framboðinu er meistaralega leikstýrt af leikstjóranum sem bjó til grínkarakterinn Silvíu Nótt og borgarstjórann Jón Gnarr. Það er hollt og nauðsynlegt lýðræðinu að kryfja þetta til mergjar. Láti þjóðin viðgangast að ráðskast sé með lýðræðið eins og Íslenskir fjölmiðlar gera nú, er hætt við að málskotsréttur forseta verði misnotaður. Fjölmiðlar geta stýrt skoðanamyndun um einstaka frambjóðendur rétt eins og einstaka málefni. Það er engin tilviljun að valdaklíkur hreiðra um sig í stjórnum fjölmiðla og gera út forsetaframbjóðanda. Í aðdraganda forsetakosninga árið 1996 talaði ég um að færa valdið í auknum mæli til fólksins. Fyrstur manna sagðist ég vilja hefja slíka lýðræðisþróun með því að virkja málskotsrétt forseta í öllum meiriháttar deilumálum. Svokallaðir álitsgjafar voru þá dregnir fram í ríkisfjölmiðlunum til að segja að þetta væri ekki hægt því engin hefð væri fyrir slíku inngripi forseta. Sitjandi forseti notaði málskotsréttinn 8 árum síðar þegar kostunaraðilar framboðs hans (eigendur Norðurljósa-365 miðla) vildu með öllum ráðum stöðva fjölmiðlafrumvarpið. Stór mál m.a. Kárahnjúkar, öryrkjamálið og fyrstu Icesave lögin fóru hinsvegar í gegn með samþykki forseta. Það var ekki fyrr en eftir 15 ár í embætti þegar skoðanakannanir sýndu vaxandi óvinsældir forsetans að hann greip til þess ráðs að nota aftur málskotsréttinn. Ég nefni þetta hér til að fólk átti sig betur á því að sitjandi forseti hefur nýtt málskotsréttinn m.a. út frá sérhagsmunalegum sjónarmiðum. Ég vil að þjóðaratkvæðagreiðslur verði eðlilegur hlutur í lýðræðisþróun framtíðarinnar frekar en dramatískar leiksýningar. Ég hef bent á leiðir til að lækka kostnað við kosningar m.a. með því að nota hraðbankakerfið sem kjörklefa samhliða sérlausnum fyrir þá sem ekki komast í hraðbanka. Ég skora á fjölmiðla að veita nú öllum forsetaframboðum jafnan aðgang til að kynna sín stefnumál. Mín stefnumál eru aðgengileg á www.forsetakosningar.is Ástþór Magnússon - 10 apríl 2012 - www.forsetakosningar.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Lykillinn að raunverulegum lýðræðisumbótum liggur hjá fjölmiðlum sem í dag ráðskast með lýðræðið fyrir sérhagsmuni eigenda sinna eða valdaelítuna. Forsetaframboð mitt var sett fram sem áskorun til fjölmiðla að virða rétt þjóðarinnar að velja forseta í opnu og lýðræðislegu ferli. Leiðari Fréttablaðsins í dag þar sem fullyrt er að fjölmiðlar mismuni ekki frambjóðendum er gersamlega út í hött eins og sjá má af umfjöllun blaðsins um mitt framboð og svo framboð sem virðist gert út af klíkum bakvið fjölmiðlana og valdstjórnina. Fréttablaðið birti umfjöllun um forsetaframboð 5 apríl á 1.117.5 cm2 í grein með mynd ásamt heilsíðu umfjöllun um stefnumál frambjóðandans. Áhugavert í samanburði við 3 mars um mitt framboð í sama blaði. Agnarsmá 7x4.5cm klausa og nánast ekkert minnst á stefnumál mín sem eru þó fjölmörg og áhugaverð. Ég fékk 2,82% fersentimetra í blaðinu samanborið við annan frambjóðanda sem fékk hundraðfalt pláss að kynna sitt framboð. Er þetta mismunun? Við þurfum ekki að líta lengra aftur en til ofangreinds samanburðar og forsetaframboðs úr smiðju 365 og RÚV til að sjá vald fjölmiðlanna í hnotskurn. Fólkið sem stjórnar RÚV í dag vann áður fyrir eiganda 365 miðla eins og frambjóðandinn sjálfur. Framboðinu er meistaralega leikstýrt af leikstjóranum sem bjó til grínkarakterinn Silvíu Nótt og borgarstjórann Jón Gnarr. Það er hollt og nauðsynlegt lýðræðinu að kryfja þetta til mergjar. Láti þjóðin viðgangast að ráðskast sé með lýðræðið eins og Íslenskir fjölmiðlar gera nú, er hætt við að málskotsréttur forseta verði misnotaður. Fjölmiðlar geta stýrt skoðanamyndun um einstaka frambjóðendur rétt eins og einstaka málefni. Það er engin tilviljun að valdaklíkur hreiðra um sig í stjórnum fjölmiðla og gera út forsetaframbjóðanda. Í aðdraganda forsetakosninga árið 1996 talaði ég um að færa valdið í auknum mæli til fólksins. Fyrstur manna sagðist ég vilja hefja slíka lýðræðisþróun með því að virkja málskotsrétt forseta í öllum meiriháttar deilumálum. Svokallaðir álitsgjafar voru þá dregnir fram í ríkisfjölmiðlunum til að segja að þetta væri ekki hægt því engin hefð væri fyrir slíku inngripi forseta. Sitjandi forseti notaði málskotsréttinn 8 árum síðar þegar kostunaraðilar framboðs hans (eigendur Norðurljósa-365 miðla) vildu með öllum ráðum stöðva fjölmiðlafrumvarpið. Stór mál m.a. Kárahnjúkar, öryrkjamálið og fyrstu Icesave lögin fóru hinsvegar í gegn með samþykki forseta. Það var ekki fyrr en eftir 15 ár í embætti þegar skoðanakannanir sýndu vaxandi óvinsældir forsetans að hann greip til þess ráðs að nota aftur málskotsréttinn. Ég nefni þetta hér til að fólk átti sig betur á því að sitjandi forseti hefur nýtt málskotsréttinn m.a. út frá sérhagsmunalegum sjónarmiðum. Ég vil að þjóðaratkvæðagreiðslur verði eðlilegur hlutur í lýðræðisþróun framtíðarinnar frekar en dramatískar leiksýningar. Ég hef bent á leiðir til að lækka kostnað við kosningar m.a. með því að nota hraðbankakerfið sem kjörklefa samhliða sérlausnum fyrir þá sem ekki komast í hraðbanka. Ég skora á fjölmiðla að veita nú öllum forsetaframboðum jafnan aðgang til að kynna sín stefnumál. Mín stefnumál eru aðgengileg á www.forsetakosningar.is Ástþór Magnússon - 10 apríl 2012 - www.forsetakosningar.is
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar